Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 44
Úrtak Niðurstöður póstlistakönnunarinnar, sem sagt er frá hér að framan, sýndu að reynsla foreldra er mjög misjöfn og því var ákveðið að velja þátttakendur þannig að þeir endurspegluðu sem best allan foreldrahópinn hvað varðar kyn, aldur og hjúskaparstöðu foreldranna; kyn, aldur og sjúkdómsgreiningu barns; hvað langt er liðið frá innlögn og á hvaða deild börnin lágu (Páll Biering o.fl., 2003). Gagnaöflun fór fram árið 2002 og haft var samband við foreldra sem átt höfðu börn á barna- og unglingageðdeild á árunum 1997 til 2000. Fimmtán foreldrar tóku þátt í rannsókninni, ellefu mæður og fjórir feður. Átta höfðu átt barn á barnadeild og sjö á unglingadeild. Aldur foreldranna var á bilinu 30 til 54 ár og meðalaldur var 37,13 ár (SD=5,30). Framkvæmd Framkvæmd rannsóknarinnar hófst að fengnu leyfi siðanefndar LSFI og var rannsóknin tilkynnt til Persónuverndar. Eftir að hafa aflað upplýsts samþykkis var tekið u.þ.b. einnar klukkustundar langt viðtal við hvern þátttakanda. Viðtalið var opið en stuðst var við svokallaðan viðtalsvísi sem er nokkurs konar gátlisti yfir þá efnisþætti sem rannsakendurnir töldu nauðsynlegt að afla upplýsinga um til að unnt væri að svara rannsóknarspurningunni. Viðtölin voru tekin upp á segulbönd og skrifuð upp. Greining viðtalanna var byggð á stefjagreiningaraðferð van Manen en tilgangur hennar er að draga fram kjarnann í reynslu foreldranna og með því að setja stefin í fræðilegt samhengi er leitast við að svara rannsóknarspurningunum. Stefjagreiningunni má í grófum dráttum skipta í eftirtalin þrjú stig. Fyrsta stigið má kalla yfirlitsstig en það felst í því að rannsakendurnir öðlast yfirsýn yfir öll rannsóknargögnin með því að lesa þau yfir í heild sinni. Annað stigið er hið eiginlega greiningarstig en á því stigi eru umræðuefnin, sem koma fram í viðtölunum, flokkuð á kerfisbundinn hátt. Þessi flokkun gerir rannsakendunum kleift að greina þau stef sem endurspegla mikilvæga þætti í reynslu þátttakenda. Oftast endurspegla stefin þætti, sem þátttakendur eiga sameiginlega. í þessari rannsókn komu einnig fram stef sem lýsa reynslu hluta þátttakendanna. í þessari skýrslu er greint frá slíkum stefjum ef þau, að mati höfunda, teljast mikilvæg fyrir geðhjúkrun unglinga og fjölskyldna þeirra. Vitnað er í orð þátttakenda, þ.e.a.s. rannsóknargögnin sjálf, til að endurspegla stefin fyrir le'sandanum. Þriðja stigið er hugtaksstig en þá er stefjunum lýst með almennum orðum á óhlutbundinn hátt (in abstract forms) og þau sett í fræðilegt og klínískt samhengi. Til að auka trúverðugleika gagnagreiningarinnar greindu þrír rannsakendur gögnin og báru síðan saman niðurstöður sínar til að komast að endanlegri niðurstöðu eða þeirri niðurstöðu sem birtist í stefjunum sem greint er frá hér á eftir. Takmarkanir rannsóknarinnar Þó leitast hafi verið við að velja úrtakið þannig að það endurspeglaði sem best fjölbreytileika þess foreldrahóps sem nýtur þjónustu legudeilda BUGL tóku mun færri feður en mæður þátt í rannsókninni. Það er því óhjákvæmilegt að rannsóknarniðurstöður lýsi frekar reynslu mæðra en feðra þeirra barna sem leggjast á barna- og unglingageðdeild. Lincoln og Guba hafa sett fram mælikvarða (criteria) á trúverðugleika eigindlegra rannsókna (Lincoln, 1990; Lincoln og Guba, 1985). Þessir mælikvarðar veita okkur leiðsögn við mat á veikleikum og styrk eigindlegra rannsókna. Hér á eftir verður stuttlega fjallað um þá mælikvarða sem vísa til takmarkana þessarar rannsóknar. Traustleiki (dependability) vísar til stöðugleika í öflun rannsóknargagna og meðferð þeirra. Þrír rannsakendur tóku viðtölin í þessari rannsókn og það gæti dregið úr traustleikanum. Trúanleiki (credibility) vísar til þess hversu vel rannsóknargögnin og rannsóknarskýrslan endurspegla þann veruleika sem rannsóknin beinist að - hversu vel rödd þátttakendanna heyrist. Það sem helst dregur úr trúanleika þessarar rannsóknar er að aðeins var tekið eitt viðtal við hvern þátttakanda og að niðurstöður voru ekki bornar undir þá til staðfestingar. Það að bera ekki niðurstöður undir þátttakendur dregur einnig úr „staðfestanleika" (confirmability) rannsóknarinnar, en hugtakið vísartil hlutleysis rannsóknargagna og túlkunar á þeim. Aftur á móti eykur það staðfestleikann að tveir rannsakendur greindu rannsóknargögnin. Niðurstöður og umræður Við greiningu rannsóknargagnanna komu fram fjölmörg stef sem lýsa reynslu foreldranna. Þessi fjöldi stefja og það að mörg þeirra lýsa reynslu, sem aðeins fáir foreldrar urðu fyrir, bera vott um það hve sú reynsla, sem hér um ræðir, er persónuleg og viðhorf foreldranna þar af leiðandi fjölbreytileg. Stefin, sem fundust við greiningu gagnanna, eru þessi: (1) viðmót starfsfólks, (2) leiðsögumenn, (3) sérfræðingsvaldið og (4) greiningarfæribandið. Viðmót starfsfólks Þetta stef lýsir mikilvægi alúðlegs viðmóts starfsfólks í garð foreldra þegar þeir glíma við þessa erfiðu reynslu. Ellefu af foreldrunum fimmtán voru sammála um að starfsfólk deildanna hefði tekið vel á móti þeim og sýnt þeim skilning og hlýju. Rúmur helmingur þeirra, eða sex, taldi hlýtt viðmót starfsfólks eitt það jákvæðasta við þessa annars erfiðu reynslu. Þetta kemur vel fram í orðum föður drengs á unglingadeildinni: „Mjög gott viðmót, ekkert út á það að setja. Yndislegt fólk á deildinni." Móðir drengs á barnadeild lýsti reynslu sinni á þennan hátt: „Við upplifðum mjög hlýjar móttökur, það voru allir bara ofsalega góðir við okkur, bara ekkert mál að korna." Þrír þátttakendur minntust ekki á viðmót starfsfólks og einum þátttakanda þótti starfsfólk almennt hvorki sýna sér stuðning né hlýju þó það ætti ekki við um allt starfsfólkið. Þessar niðurstöður eru samhljóma fjölmörgum rannsóknum (Barker o.fl., 1996; Henderson o.fl., 2003; Lelliott o.fl., 2001; Middelboe o.fl., 2001; Wallace o.fl., 1999) sem sýna að andrúmsloft á geðdeildum og viðmót starfsfólks hefur mikil áhrif á það hvaða mat geðsjúkir og aðstandendur þeirra leggja á þjónustuna. Þessar niðurstöður minna okkur á mikilvægi þess að hjúkrunarfólk fái þá starfsþjálfun og stuðning sem þarf til að halda uppi góðri þjónustu. Mikilvægt er að starfsfólk fái góða fræðslu um hversu alvarleg áhrif geðsjúkdómar hafa 42 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.