Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 22
Lýðheilsustöð tók til starfa 1. júlí 2003 samkvæmt lögum nr. 18/2003. Lýðheilsu- stöð tilheyrir heilbrigðiskerfi landsins og fellur undir stjórn heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytis. Lýðheilsustöð er ætlað að efla og samræma lýðheilsustarf í landinu, efla kennslu og rannsóknir á sviði lýðheilsu, vinna að lýðheilsuverkefnum á eigin vegum og í samvinnu við aðra sem og að byggja upp þekkingarsetur allra landsmanna, fagfólks jafnt sem almennings, á þessu sviði. Málaflokkar Lýðheilsu- stöðvar eru áfengis- og vímuvarnir, geðheilbrigði, næring, hreyfing, slysavarnir, tannvernd og tóbaksvarnir Tvisvar hefur heildarmat verið lagt á námsefnið í mismunandi menningar- umhverfi, bæði á kennsluna og áhrifin sem hún hefur haft. Niðurstöðurnar benda til þess að námsefnið Vinir Zippý hafi greinileg áhrif, a.m.k. þegar til skemmri tíma er litið. Það bæti hæfni barna til að takast á við ýmsa erfiðleika sem þau mæta í daglegu lífi (coping abilities) samanborið við börn sem ekki fóru yfir námsefnið. Matið leiddi í Ijós framfarir sem fólust í meiri samstarfshæfileikum, meiri hæfni við að taka ákvarðanir, meiri sjálfstjórn, meiri samúð í garð annarra og bættri hegðun. Börnin, sem lærðu og tileinkuðu sér aðferðirnar sem kenndar eru í námsefninu Vinir Zippý, kunnu að nota jákvæðar samskiptaaðferðir, til dæmis að biðjast fyrirgefningar, segja sannleikann, tala við vini sína, hugleiða vandamálin og halda ró sinni. Matið sýndi einnig að óheppilegum aðferðum, eins og að reiðast, naga neglur, hrópa og öskra, var síður beitt. Áhrifin voru þau sömu meðal drengja og stúlkna. Frekari rannsóknir eru fyrirhugaðar og miða þær að því að meta langtímaárangur af kennslu námsefnisins (Bale, 2003; Mishara og Ystgard, væntanleg). (http://www.lydheilsustod.is). Sífellt fleiri lönd hafa síðan tekið upp námsefnið og á árinu 2004 var það kennt í 413 skólum í 9 löndum, þ.e. Brasilíu, Kanada, Hong Kong, Indlandi, Litháen, Noregi, Danmörku, Póllandi og Englandi. ísland er því tíunda landið til að taka upp þetta námsefni og kenna. Hugmyndafræði Grundvallarhugmyndafræðin á bak við námsefnið Vinir Zippý er einföld: Ef hægt er að kenna ungum börnum að takast á við erfiðleika þá ættu þau að vera betur í stakk búin að takast á við vandamál og erfiðleika sem þau standa frammi fyrir á unglingsárunum og síðar á lífsleiðinni. Þannig er lykilatriðið í námsefninu að vera fær um að bjarga sér sjálfur (coping abilities). Hægt er að finna margar kenningar um þetta atriði en færni- þættina, sem lögð er áhersla á að þjálfa í námsefninu, telja fræðimenn almennt mjög mikilvæga (Lazarus og Folkman, 1984). Lazarus og Folkman (1984) héldu því fram að til að gera einstaklinginn færan um að bjarga sór sjálfur þyrfti að breyta viðhorfi og hegðunarmynstri hans þannig að hann gæti betur ráðið við kröfur sem gerðar væru til hans. Markmið verkefnisins Vinir Zippý er þannig að hjálpa börnum að velja milli ýmissa leiða sem hægt er að fara í glímunni við erfiðleika og vandamál. Uppbygging námsefnisins Námsefnið er byggt í kringum sögur sem nefndar eru „Vinir Zippý". Zippý er teikni- myndapersóna, nánar tiltekið skordýr, og vinir hans er hópur ungra barna. í sögunum standa þau frammi fyrirýmsum erfiðleikum, sem mörg ung börn þekkja vel, og snerta m.a. vináttu, samskipti, einmanaleika, einelti, að takast á við breytingar, s.s. skilnað foreldra, missi og sorg. Sögurnar eru myndskreyttar með björtum og líflegum myndum og hverri sögu fylgja mismunandi verkefni. Með námsefninu er börnunum kennt að takast á við erfiðleika sem upp kunna að koma í daglegu lífi, að greina og tala um tilfinningar sínar og kanna leiðir til að takast á við og leysa tilfinningaleg vandamál. Það kennir börnum enn fremur að aðstoða aðra sem líður illa. Markmiðið er því að efla andlega og tilfinningalega heilsu allra barnanna frekar en að leysa eingöngu vandamál fárra. Aðferð Vinir Zippý er kennt í grunnskólum en hefur einnig verið kennt í leikskólum. Kennarar, sem fengið hafa þjálfun, kenna námsefnið eina kennslustund á viku, samtals í 24 vikur. Námsefninu er skipt í 6 undirkafla þar sem í hverjum er tekið fyrir eitt ákveðið efni. Fyrir hvern undirkafla eru ætlaðar 4 kennslustundir. Dæmi: Fyrsti undirkaflinn er um tilfinningar og kennslustundirnar fjórar í tengslum við hann taka á vanlíðan og vellíðan, reiði eða pirringi, öfund og kvíða. í upphafi hverrar kennslustundar les kennarinn hluta sögunnar og svo taka börnin virkan þátt í umræðum með því að teikna eða fara í leiki tengda efninu. Vinir Zippý segir börnunum ekki hvað þau eiga að gera, þ.e. að ein lausn á vandanum sé betri en önnur, heldur hvetur námsefnið börnin til sjálfstæðrar hugsunar við úrlausn vandamála. 20 Tímarit hjúkrunarfræöinga - 1. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.