Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 7
RITSTJORASPJALL RITRÝNT HEFTI í TILEFNI 80 ÁRA AFMÆLIS Niðurstöður viðhorfskönnunar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga liggja fyrir og verður sagt frá þeim í næsta tölublaði. Meðal þess sem spurt var um voru viðhorf til Tímarits hjúkrunarfræðinga en þetta er í fyrsta sinn í 80 ára sögu þess sem hjúkrunarfræðingar fá tækifæri til að segja hvað þeir eru ánægðir með í tímaritinu og hverju þeir vilja breyta. Helstu niðurstöður eru þær að 68% segjast oftast eða yfirleitt alltaf lesa blaðið, 31% segjast stundum eða sjaldan lesa það en 2% segjast aldrei lesa það. Lengflestir sögðust lesa fræðslugreinar og um þrír fjórðu sögðust lesa umfjöllun um kjaramál, þankastrik, umfjöllun um heilbrigðismál Valgeröur Katnn Jónsdóttir °9 viötöL SPurt var m'a' um hvort félagsmenn vildu að gefin yrðu út tvö sérrit á ári með ritrýndum greinum og sögðust tæp 60% kjósa það fyrirkomulag. Meirihlutinn eða 60% vildi meiri áherslu á fræðslugreinar, 59% meiri umfjöllun um kjaramál og 54% vildu meiri umfjöllun um heilbrigðismál og almenna fréttapunkta (53%). Verkefni ritnefnda og ritstjóra næstu mánuði verður að koma til móts við vilja lesenda. Með hliðsjón af niðurstöðum lesendakönnunar er ánægjulegt að með þessu tölublaði fylgir í fyrsta sinn sérstakt ritrýnt hefti sem gefið er út í tilefni 80 ára afmælis tímaritsins sem var á síðasta ári. Nokkrum forystukonum varðandi fræðiskrif, eða þeim Sigríði Halldórsdóttur, Guðrúnu Kristjánsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Kristínu Björnsdóttur, var boðið að rita greinar í það og völdu þær sumar að senda inn það efni sem þær voru að vinna þá stundina. Tímariti hjúkrunarfræðinga er mikill fengur í því að birta í fyrsta sinn sérstakt ritrýnt hefti. Að þessu sinni birtast auk þess tvær ritrýndar greinar í marstölublaðinu og birtast því nú 6 ritrýndar greinar í einu, en tii gamans má geta þess að árlega hafa birst að meðaltali þrjár til fjórar ritrýndar greinar í tímaritinu. Undanfarna mánuði hefur innsendum handritum, sem óskað er eftir að fara í ritrýni, fjölgað mjög og enn eru mörg handrit í vinnslu hjá höfundum eftir að þeir hafa fengið í hendur umsagnir ritrýna. Ef heimtur verða góðar á þeim skapast möguleiki til útgáfu annars ritrýnds heftis, ef til vill með haustinu. Þetta er ánægjuleg þróun og skapar auk þess svigrúm í tímaritinu sjálfu til að birta annað efni. Hjúkrunarfræðingar eru fjölmennasta heilbrigðisstétt landsins og hafa því margt til málanna að leggja í umræðum um heilbrigðismál auk fræðistarfa. Sendið endilega inn efni og hugmyndir að efni! Vatgerður Katrín Jónsdóttir valgerdur@hjukrun. is Náttúrulegar hágæða baðvörur Laugavegi 2 -101 Reykjavík - Sími 5521103 - www.jurtaapotek.is Upplifðu lúxus spa stemningu í þínu eigin baðherbergi með baðvörum sem Kolbrún grasalæknir hefur skapað fyrir íslenskar konur. JURTAAPOTEK kolbrúnVgrasalæknir Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.