Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Side 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Side 7
RITSTJORASPJALL RITRÝNT HEFTI í TILEFNI 80 ÁRA AFMÆLIS Niðurstöður viðhorfskönnunar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga liggja fyrir og verður sagt frá þeim í næsta tölublaði. Meðal þess sem spurt var um voru viðhorf til Tímarits hjúkrunarfræðinga en þetta er í fyrsta sinn í 80 ára sögu þess sem hjúkrunarfræðingar fá tækifæri til að segja hvað þeir eru ánægðir með í tímaritinu og hverju þeir vilja breyta. Helstu niðurstöður eru þær að 68% segjast oftast eða yfirleitt alltaf lesa blaðið, 31% segjast stundum eða sjaldan lesa það en 2% segjast aldrei lesa það. Lengflestir sögðust lesa fræðslugreinar og um þrír fjórðu sögðust lesa umfjöllun um kjaramál, þankastrik, umfjöllun um heilbrigðismál Valgeröur Katnn Jónsdóttir °9 viötöL SPurt var m'a' um hvort félagsmenn vildu að gefin yrðu út tvö sérrit á ári með ritrýndum greinum og sögðust tæp 60% kjósa það fyrirkomulag. Meirihlutinn eða 60% vildi meiri áherslu á fræðslugreinar, 59% meiri umfjöllun um kjaramál og 54% vildu meiri umfjöllun um heilbrigðismál og almenna fréttapunkta (53%). Verkefni ritnefnda og ritstjóra næstu mánuði verður að koma til móts við vilja lesenda. Með hliðsjón af niðurstöðum lesendakönnunar er ánægjulegt að með þessu tölublaði fylgir í fyrsta sinn sérstakt ritrýnt hefti sem gefið er út í tilefni 80 ára afmælis tímaritsins sem var á síðasta ári. Nokkrum forystukonum varðandi fræðiskrif, eða þeim Sigríði Halldórsdóttur, Guðrúnu Kristjánsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Kristínu Björnsdóttur, var boðið að rita greinar í það og völdu þær sumar að senda inn það efni sem þær voru að vinna þá stundina. Tímariti hjúkrunarfræðinga er mikill fengur í því að birta í fyrsta sinn sérstakt ritrýnt hefti. Að þessu sinni birtast auk þess tvær ritrýndar greinar í marstölublaðinu og birtast því nú 6 ritrýndar greinar í einu, en tii gamans má geta þess að árlega hafa birst að meðaltali þrjár til fjórar ritrýndar greinar í tímaritinu. Undanfarna mánuði hefur innsendum handritum, sem óskað er eftir að fara í ritrýni, fjölgað mjög og enn eru mörg handrit í vinnslu hjá höfundum eftir að þeir hafa fengið í hendur umsagnir ritrýna. Ef heimtur verða góðar á þeim skapast möguleiki til útgáfu annars ritrýnds heftis, ef til vill með haustinu. Þetta er ánægjuleg þróun og skapar auk þess svigrúm í tímaritinu sjálfu til að birta annað efni. Hjúkrunarfræðingar eru fjölmennasta heilbrigðisstétt landsins og hafa því margt til málanna að leggja í umræðum um heilbrigðismál auk fræðistarfa. Sendið endilega inn efni og hugmyndir að efni! Vatgerður Katrín Jónsdóttir valgerdur@hjukrun. is Náttúrulegar hágæða baðvörur Laugavegi 2 -101 Reykjavík - Sími 5521103 - www.jurtaapotek.is Upplifðu lúxus spa stemningu í þínu eigin baðherbergi með baðvörum sem Kolbrún grasalæknir hefur skapað fyrir íslenskar konur. JURTAAPOTEK kolbrúnVgrasalæknir Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006 5

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.