Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 21
ÞAÐ ER ENGIN HEILSA ÁN GEÐHEILSU og Alþjóðageðheilbrigðissamtakanna (WFMH) sem fyrirmyndarverkefni á sviði geðræktar (Saxena og Garrison, 2004). Geðorðin 10 og geðræktarkassinn Mörg af verkefnum Geðræktar hafa vakið athygli. Þar má nefna geðorðin 10 sem eru einföld ráð en um leið mikilvægur leiðarvísir í daglegu lífi. Þau minna á ábyrgð hvers og eins á eigin lífi en einnig samfélagslega ábyrgð gagnvart öðrum. 1. Hugsaðu jákvætt, það er léttara 2. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um 3. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir 4. Lærðu af mistökum þinum 5. Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina 6. Flæktu ekki líf þitt að óþörfu 7. Reyndu að skilja og hvetja aðra í kríngum þig 8. Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup 9. Finndu og ræktaðu hæfiieika þína 10. Settu þér markmið og láttu drauma þina rætast Þá vakti verðskuldaða athygli hugmyndin um geðræktarkassann og ábending höfundar hans um að slíkur kassi sé jafnnauðsynlegur hverju heimili og sjúkrakassi. Sagan um geðræktarkassann Fyrirmyndin að kassanum eru ráð konu nokkurrar sem missti mann sinn frá tíu börnum þeirra um aldamótin 1900. Hún þurfti að láta frá sér átta elstu börnin. Til að hjálpa þeim að halda voninni og að takast á við sorgina við föðurmissinn og upplausn heimilisins útbjó hún að skilnaði kassa handa hverju og einu þeirra. í kassana setti hún hluti sem höfðu mikið persónulegt gildi fyrir þau. í suma kassana setti hún klúta sína sem báru með sér lykt af henni og leikföng og annað smálegt. Börnin áttu að nota kassana ef þeim liði illa og draga upp fallegar minningar og minnast um leið loforðs móður þeirra um að fjölskyldan myndi sameinast aftur þótt síðar yrði. Það gekk eftir að lokum (Elín Ebba Ásmundsdóttir, 2005). í slíka kassa er upplagt að safna hlutum sem vekja gleði og góðar minningar og nota meðvitað til að láta sér líða vel. Þetta geta veriðýmsirhlutir, s.s. uppáhaldsmyndband, geisladiskur, bók og Ijósmyndir eða hvað sem er sem tengist jákvæðum og góðum tilfinningum. Svo má leita í kassann þegar neikvæðar hugsanir skjóta upp kollinum, t.d. eftir erfiðan dag, rifrildi eða skammir, þegar okkur leiðist, erum einmana eða vantar stuðning. Kynningarátak á geðorðunum 10 og geðræktarkassanum Til að efla geðheilbrigðisvitund lands- manna hefur Lýðheilsustöð á síðustu miss- erum lagt áherslu á að kynna geðorðin 10 og geðræktarkassann enn frekar. Byrjað var á að gefa út lítinn bækling með geðorðunum, á íslensku og ensku, og þar er einnig sagt frá geðræktarkassanum. Einnig voru gefin út veggspjöld í stærðunum A3 og A4 sem dreift hefur verið víða um land, auk þess sem þau hafa birst sem auglýsingar í prentmiðlum. í janúar árið 2004 var átakið kynnt á evrópskum ráðherrafundi um geðheilbrigðismál í Finnlandi og vakti þar talsverða athygli. Frá miðjum september 2005 til áramóta birtust geðorðin á strætis- vögnum á höfuðborgarsvæðinu, eitt á hverjum vagni, og á sama tíma skrifuðu einstaklingar, margir þjóðþekktir, stuttan pistil um eitt geðorðanna sem birtust vikulega í Morgunblaðinu. Seglar með geðorðunum 10 á öll heimili í landinu Vorið 2005 var sent bréf til allra sveitarfélaga á landinu og þeim boðnir seglar, á íslensku og ensku, með geðorðunum 10 til að senda á hvert heimili í sveitarfélaginu í jólamánuðinum. Lýðheilsustöð sá um að láta framleiða seglana, og þeir voru því sveitarfélögunum að kostnaðarlausu, en þau sáu um dreifinguna. Skemmst er frá því að segja að tilboðinu var tekið fagnandi í nær öllum sveitarfélögum landsins. Seglarnir bárust svo inn í desembermánuði sem jólagjöf Lýðheilsustöðvar og sveitarfélaga til heimilanna í landinu. Allt útgefið efni og greinaskrif sem tengjast kynningarátakinu er að finna á heimasíðu Lýðheilsustöðvar (www.lydheilsustod.is) undir Geðrækt. Vinir Zippý geðræktarverkefni fyrir ung börn Andleg og líkamleg heilsa barna og unglinga leggur grunninn að velferð þeirra í lífinu. Því er mikilvægt að allt forvarnastarf taki mið af þessu samspili (Jané-Llopis og Anderson, 2005; WHO, 2005b). Lýðheilsustöð vill þarna leggja sitt af mörkum, m.a. með því að leggja grunnskólum til námsefnið Vinir Zippý eða „Zippy's Friends". Forsagan Vinir Zippý námsefnið, sem ætlað er öllum 6-7 ára börnum, var í upphafi samið og prófað í Danmörku á árunum 1998 til 1999. Frekari prófun og notkun fór svo fram í Danmörku og Litháen árin 2000-2001. Árið 2002 tóku við verkefninu bresk góðgerðarsamtök sem nefnast „Partnership for Children“(http:// www.partnershipforchildren.org.uk/ index.html). Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.