Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Qupperneq 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Qupperneq 51
RITRYND GREIN varðandi svefnerfiðleika ungbarna hefði tvímælalaust aukist; 33% sögðu að færni þeirra hefði líklega aukist, en aðeins 8% töldu ekkert hafa aukist. Þegar þátttakendur voru spurðir að því hvort viðtalstækni þeirra við mæður hefði batnað sögðu 31% tvímælalaust svo vera, 50% sögðu líklega, 11% sögðust ekki vita það og 5% sögðu að viðtalstækni þeirra hefði ekki batnað. Fram kom að rúmlega helmingi hjúkrunarfræðinganna (58%) fannst of mikið vinnuálag fylgja námskeiðinu en 38% fannst það mátulegt. Notkun tækni Flestum hjúkrunarfræðingunum (75%) fannst tæknilegur stuðn- ingur vera ágætur, frekar góður eða mjög góður. Þó fannst 17% hann vera lítill eða enginn (sjá mynd 4). Mynd 4. Hvernig finnst þér tæknilegur stuðningur við að tengjast námskeiðinu á veraldarvefnum hafa verið? 12 10 6 4 2 0 Mjög Frekar Ágætur Frekar Enginn Svöruöu góður góður lítið ekki 2 Flestir heilsugæsluhjúkrunarfræðinganna (86%) prentuðu námsefnið út og lásu það af blöðum, 11% sögðust bæði lesa það af skjánum og prenta það út en aftur á móti las það enginn allt af tölvuskjánum. Fram kom að 8% þátttakenda sögðust einungis hafa lesið fyrirlestra en 32 sögðust hafa lesið allt eða mestallt námsefnið. Fáir, eða einungis 8% hjúkrunarfræðinganna, sögðust hafa leitað oft að öðru efni en því sem bauðst tengdu námskeiðinu á veraldarvefnum, 67% sögðust hafa gert það sjaldan og 19% aldrei (sjá mynd 5). Fram kom að 83% hjúkrunarfræðinganna gekk frekar eða mjög vel að læra á WebCT umhverfið en 5% gekk mjög illa að læra á það. Eins og sjá má á mynd 6 fannst meirihluta nemendanna (58%) tölvuþekking þeirra hafa aukist á námskeiðinu en tæplega 40% fannst tölvuþekkingin aukast lítið eða ekkert. Mynd 5. Leitaðir þú að öðru efni á veraldarvefnum en því sem bauðst á námskeiðinu? Já, oft Sjaldan Aldrei Svöruðu ekki Mynd 6. Finnst þér tölvuþekking þín hafa aukist við að sækja námskeiðið? Já, mjög Já, frekar All nokkuð Nei, Nei, Svöruðu mikið mikið lítið ekkert ekki Athugasemdir nemenda Tvær opnar spurningar um kosti og galla námskeiðsins voru í lok spurningalistans. Tafla 2 á næstu síðu sýnir svör þátttakenda. Umræða Einsogframhefurkomiðbyrjuðutalsvertfærrihjúkrunarfræðingar á námskeiðunum en upphaflega hugðust taka þátt. Ástæður þessa brottfalls eru ókunnar og eflaust misjafnar. í rannsókn Atacks og Rankins (2002) byrjuðu aðeins 75% þeirra sem upphaflega ætluðu á námskeiðið og 16% hættu við þátttöku. L Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006 49

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.