Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 35
ÉG ÞORI BÆÐI, GET OG VIL
sjálfshjálparhópum. Milli fyrirlestra vinna
síðan hópar út frá reynslu aðstandenda.
Það sem upp úr stendur hjá undirrituðum
er hve lítill og brotakenndur stuðningurinn er
við aðstandendur og hversu mikla ábyrgð
þeir bera á sínum sjúka ættingja. Oft eru
aðstandendur með erfiða einstaklinga inni
á heimilinu árum saman, í sumum tilfellum
leiðir það til félagslegrar einangrunar og
veikinda aðstandendanna sjálfra vegna
þessara erfiðu aðstæðna. Margir lýstu
áhyggjum af líðan barna sem búa við
óviðunandi aðstæður og bera mikla ábyrgð
sem þau eiga ekki að axla ein og óstudd
meðan á veikindum stendur.
Það ánægjulega við þessi námskeið er
mikill áhugi og góð mæting auk þess
sem á öllum stöðunum hafa verið
stofnaðir stuðningshópar aðstandenda
og í nokkrum tilfellum hópar notenda
þjónustunnar. Rauði krossinn hefur veitt
aðgang að húsnæði og sálfræðingur
á vegum Geðhjálpar sinnir hlutverki
stuðningsaðila fyrir hópana. Sumir
hópanna hafa aðgang að fagaðilum á
staðnum, en þetta þarf að komast í fast-
ara form, m.a. með þátttöku heilsugæslu
eða félagsþjónustu í framtíðinni.
Eftir þessa reynslu spyrjum við okkur
hvernig hjúkrunarfræðingargætu tekið meiri
þátt í fræðslu og stuðningi við notendur
geðheilbrigðisþjónustunnar og fjölskyldur
þeirra. Hjúkrunarfræðingar þurfa að verða *
sýnilegri, láta beturtil sín taka í meðferð, vera
virkir aðilar að þverfaglegu samstarfi, hvort
sem er inni á sjúkradeildum, heilsugæslu
eða í sálfélagslegri þjónustu.
Við þurfum að hafa kjark til þess að kynnast
fólki og aðstæðum þess, nota þekkingu
okkar, reynslu og yfirsýn til þess að hafa
áhrif á gæði meðferðar og eftirfylgni, þekkja
hvaða réttindi sjúklingar og fatlaðir hafa
samkvæmt lögum, m.a. til sjálfstæðrar
búsetu og félagslegs stuðnings.
Með okkar þekkingu á það að vera
sjálfsagður hluti geðhjúkrunarmeðferðar
að vinna að bættri stöðu þeirra sem eiga
við geðröskun að stríða og ekki síður að
beina augum okkar að fjölskyldum þeirra
og umhverfi. Það er alveg Ijóst að sá sjúki
þarf á sínum nánustu að halda og því er
mikilvægt að við styðjum og styrkjum þá
til að takast á við það hlutverk, læra að
setja nauðsynleg mörk og ekki síst að
verja börnin fyrir ofurábyrgð.
Að loknu námi hóf Herdís störf á handlækningadeild
Landspítala-háskólasjúkrahúss. Þar starfaði hún með
hléum til ársins 1994. Frá árinu 2004 hefur hún verið í
hlutastarfi á skurðsviði LSH og hefur það hlutverk að stýra
rannsóknarverkefnum á sviðinu.
Herdís hafði nokkur afskipti af félagsmálum
hjúkrunarfræðinga á fyrstu starfsárum sínum. Hún sat í
stjórn Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga 1981
til 1983 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir það félag.
Hún var formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá
1999 til 2003.
Rannsóknir Herdísar hafa verið fjölþættar og hefur hún birt
niðurstöður þeirra víða og haldið um þær fjölda erinda. Hún
FRÉTTAPUNKTUR
hefur mikið rannsakað heilbrigði kvenna og þá sérstaklega
tíðahring kvenna. Verki og verkjameðferð skurðsjúklinga
skoðaði hún fyrir nokkrum árum og er aftur komin að því
viðfangsefni í sambandi við klínískar rannsóknir sem hún
er að undirbúa á LSH. Atvinnuheilbrigði hefur verið henni
hugleikið undanfarin ár og fjallar nýjasta grein hennar um
vaktavinnu hjúkrunarfræðinga og birtist brátt í tímaritinu
Scandinavian Journal of Caring Sciences og heitir Self-
assessed quality of sleep, occupational health, working
environment, illness experience and job satisfaction of
female nurses working different combination of shifts.
Áhugasömum um rannsóknastörf og önnur störf Herdísar
er bent á að skoða heimasíðu hennar,
http://www.hi.is/~herdis/.
Tímarit hjúkrunarfræöinga - 1. tbl. 82. árg. 2006
33