Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 50
Tengiliður rannsakenda á hverri heilsugæslustöð dreifði listan- um til þátttakenda í lok námskeiðsins og safnaði aftur saman. Spurningalistinn var saminn af fyrsta höfundi þessarar greinar, með hliðsjón af líkani (Billings, 2000) sem sett var fram til þess að auka skilning á fjarkennslu í hjúkrun og meta árangur hennar. Á listanum voru fjölvalsspurningar sem lúta að reynslu nemenda af tækninotkun, stuðningi og námi en einnig voru opnar spurningar um kosti og galla námskeiðsins. Listinn var lagður fyrir fimm kennara og nemendur við hjúkrunarfræðideild sem höfðu persónulega reynslu af netnámi og gerðu þeír engar athugasemdir við hann. Gagnaúrvinnsla við þessa rannsókn er lýsandi tölfræði en markmið iýsandi rannsókna er að draga upp mynd af raunverulegum aðstæðum (Burns og Grove, 1987). Gögn voru slegin inn í tölfræðiforritin Statistical Package for the Social Sciences (SPSS) og Microsoft Excel. Opnar spurningar voru innihaldsgreindar eftir þemum. Þátttakendur Alls skráðu 48 hjúkrunarfræðingar sig á námskeiðið árin 2001 og 2002. Allir hjúkrunarfræðingarnir, sem luku námskeiðinu, svöruðu spurningalistanum (n = 36, 75%). Allir svarendur voru kvenkyns, störfuðu við heilsugæsluhjúkrun og var meðalaldur þeirra sem svöruðu eða svöruðu ekki 48,7 ár (frá 33ja til 64ra ára). Niðurstöður Nám Niðurstöður sýndu að flestir hjúkrunarfræðingarnir, eða 94%, töldu sig hafa aukið þekkingu sína á námsefninu við það að fara á námskeiðið. Innan við helmingur þeirra (39%) töldu að þeir hefðu lært eitthvað eða miklu meira ef námskeiðið hefði verið með hefðbundnu sniði, en 56% töldu að þeir hefðu lært jafnmikið eða ekki meira ef um hefðbundið nám hefði verið að ræða (sjá mynd 1). Þegar þátttakendur voru spurðír hvort þeir myndu velja að taka námskeið eins og þetta á veraldarvefnum eða með hefðbundnu sniði sögðu 53% að þeir myndu vilja taka sambland af vefnámskeiði og hefðbundnu námskeiði. Samt vildu 30% taka vefnámskeið eins og þetta og aðeins 17% hefðu kosið hefðbundið námskeið utan vinnustaðar síns. Mynd 1. Hefðir þú lært meira ef námskeiðið hefði verið með venjulegu sniði? Já, mjög Eitthvaö Jafnmikið Ekki meira Svöruöu mikið ekki Mynd 2. Finnst þér þú hafa lært um andlega líðan mæðra af öðrum þátttakendum á námskeiðinu? Já, mjög Já, frekar All nokkuð Nei, frekar Nei, mjög Svöruðu mikið mikið lítið lítið ekki Mynd 3. Myndir þú ráðleggja öðrum hjúkrunarfræðingum að fara á þetta námskeið? 35 30 25 20 15 10 5 0 Eins og sjá má á mynd 2 fannst öllum hjúkrunarfræðingum nema einum þeir læra af öðrum þátttakendum á námskeiðinu. Meirihluti hjúkrunarfræðinganna (89%) sagðist geta ráðlagt öðrum hjúkrunarfræðingum að fara á námskeiðið, en 8% sögðust kannski geta gefið þær ráðleggingar. Enginn kvað nei við þessari spurningu. í rannsókninni töldu allir hjúkrunarfræðingarnir að námskeiðið hefði aukið færni þeirra til þess að annast konur með andlega vanlíðan eftir barnsburð. Einn fyrirlestur á námskeiðinu var um svefnerfiðleika. Rúmlega helmingur hjúkrunarfræðinganna (53%) taldi að færni þeirra til þess að gefa foreldrum ráð 32 Já Kannski Nei Svöruðu ekki 48 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.