Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 38
Margrét guðmundsdóttir, mgumm@est.is TÍMARIT í 80 ÁR: Tengiliður hjúkrunarstéttarinnar Þegar Félag íslenskra hjúkrunarkvenna hóf útgáfu á tímariti á þriðja áratug nýliðinnar aldar hafði lítið verið ritað um hjúkrunarfræði á íslensku. Ritið hvatti hjúkrunarkonur til að skrifa um fag sitt og hefur framar öllu öðru fest þá hefð í sessi. Allt fram undir lok 20. aldar var tímaritið mikilvægasti tengiliður stéttarinnar og lengst af eini miðillinn sem lagði sérstaka rækt við líf og störf hjúkrunarkvenna. Tímaritið gaf röddum þeirra ekki aðeins vettvang til að hljóma á heldur laðaði þær fram og kom þannig í veg fyrir að reynsla hjúkrunarkvenna hyrfi hljóðlaust á vit gleymskunnar. Fyrstu misserin var hins vegar býsna hávaðasamt innan ritstjórnarinnar. Glatað eintak af öðru tölublaðið ritsins, sem nýlega kom í leitirnar, bregður Ijósi á dramatískar deilur um ritstjórnarstefnuna sem rakin verður hér á eftir. Ritið hlaut í upphafi nafnið Tímarit Félags íslenskra hjúkrunarkvenna. Félagskonum þótti nafngiftin bæði löng og óþjál og árið 1935 var því ákveðið að stytta heitið í Hjúkrunarkvennablaðið. Ekki þótti við hæfi að kenna félagið og blað þess við konur eftir að fyrstu karlmennirnir lærðu hjúkrun og gengu til liðs við félagið. Árið 1960 var því tekið upp nafnið Tímarit Hjúkrunarfélags íslands. í lok áttunda áratugarins lagði ritstjórn blaðsins til enn eina breytinguna og árið 1978 varð til heitið Hjúkrun. Tímarit Hjúkrunarfélags íslands. Árið 1984 hóf Tímarit Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga göngu sína og næsta áratug komu út tvö fagrit í hjúkrun á íslandi. Árið 1993 voru þau hins vegar sameinuð undir núverandi heiti, Tímarit hjúkrunarfræðinga. Ekkert tímarit, sem út hefur komið hér á landi, hefur breytt oftar um heiti. Um miðjan þriðja áratug 20. aldar höfðu sex tímarit um heilbrigðismál verið gefin út á íslandi en flest höfðu þegar lagt upp laupana (Hervör Hólmjárn, 1981). Fyrst skal telja Heilbrigðistíðindi sem Jón Hjaltalín landlæknir samdi og gaf út á eigin kostnað í Reykjavík á árunum 1870/71-1873 og 1879. Þjóðhátíðarárið 1874 gaf Jón einnig út mánaðarritið Sæmundur fróði. Þar var aðallega fjallað um náttúrufræði en í blaðinu voru einnig greinar um heilsufar og lækningalyf og lesendum voru gefin ráð gegn algengum kvillum. Eir. Tímarit handa alþýðu um heilbrigðismál kom út í höfuðstaðnum um aldamótin 1899-1900. Þrír læknar í Reykjavík stóðu að útgáfu blaðsins; Jónas Jónassen landlæknir, Guðmundur Magnússon og nafni hans Björnsson. Helsta markmið þeirra var að veita almenningi fræðslu um leiðir til að viðhalda heilsunni og koma í veg fyrir sjúkdóma. Sumarið 1898 höfðu nokkrir læknar rætt um að hefja útgáfu á fagtímariti.GuðmundurHannesson.héraðs- læknir á Akureyri, tók af þeim ómakið í nóvembermánuði 1901. Þá fór hann að gefa út fjölritað blað fyrir starfsbræður sína norðan- og austanlands. Guðmundur gaf því nafnið Læknablaðið og það kom út í um 20 eintökum næstu þrjú árin en áhugaleysi varð því að fjörtjóni. Árið 1915 átti Læknafélag Reykjavíkur frumkvæði að því að hefja útgáfu á fagtímariti sem fékk nafnið Læknablaðið eins og fjölritaði fyrirrennarinn. Þegar blaðið hóf göngu sína voru aðeins starfandi 75 læknar á íslandi. Strax á fyrsta ári voru gefin út 12 tölublöð og þar voru birtar fræðigreinar og fjallað um félagsmál stéttarinnar (Magnús Ólafsson, 1965). Félagskonur Ljósmæðrafélags íslands fylgdu í spor lækna í október 1922’þegar fyrsta tölublaðið af Ljósmæðrablaðinu var prentað. Fjárhagslegur grunnur útgáfunnar byggðist í upphafi á um 130 félögum og reyndist traustur. Læknar og læknanemar lásu prófarkir og birtu einnig mikið af efni í blaðinu fyrstu áratugina, bæði frumsamið og þýtt (Þuríður Bárðardóttir, 1939). Jóhanna Friðriksdóttir Ijósmóðir kvartaði sáran yfir því í lok fjórða áratugarins hve sjaldan „nokkurt orð eða efni“ bærist frá stéttarsystrum sínum í Ljósmæðrablaðið. (Jóhanna Friðriksdóttir, 1938). Greinarskrif hafa eflaust vaxið þeim í augum eins og fleiri kynsystrum þeirra á fyrstu áratugum liðinnar aldar. Sárafáar konur rituðu tímaritsgreinar en þeim fjölgaði hins vegar sem spreyttu sig á blaðagreinum. Bríet Bjarnhéðinsdóttir varð fyrst til að ryðja brautina með grein um menntun og réttindi kvenna sem birtist f Fjallkonunni í júní 1885 og skrifaði undir dulnefninu Æsa (SigríðurTh. Erlendsdóttir, 1993). íslenskar konur höfðu enn minni reynslu af útgáfustarfi. Um og eftir aldamótin 1900 gáfu stöku kvenfélög að vísu út handskrifuð blöð sem gengu á milli heimila. Torfhildur Hólm rithöfundur varð fyrst kvenna til að gefa út tímarit hér á landi. Draupnir, blað Torfhildar, var bókmenntarit og kom út á árunum 1891-1908. Árið 1895 markaði tímamót 36 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.