Fréttablaðið - 22.04.2017, Page 24

Fréttablaðið - 22.04.2017, Page 24
Snorri Birgisson lögreglufull-trúi starfar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og fer fyrir mansalsteymi embættisins.Snorri er reynslumikill lögreglumaður. Hann hefur starfað í lögreglunni í þrettán ár, þar af í tíu ár við rannsóknir á skipulagðri brota- starfsemi. Hann ætlaði sér ekki að verða lögreglumaður. Eins og hjá svo mörgum hófst ferillinn í sum- arafleysingum og það varð ekki aftur snúið þrátt fyrir erfiða fyrstu vakt. Búningurinn var blóðugur „Þrettán ár eru fljót að líða í lögregl- unni en ég man eftir fyrstu vaktinni minni eins og það hefði gerst í gær. Ég var tvítugur sumarafleysingamað- ur í glænýjum lögreglubúningi. Eftir fjögurra klukkutíma vakt upplifði ég prófraun sem reyndi á allar hliðar andlegrar heilsu tvítugs einstaklings. Búningurinn minn var blóðugur og hjá mér stóð grátandi kona með barnið sitt sem hafði séð barnsföður sinn látinn á slysavettvangi þar sem endurlífgunartilraunir okkar og síðar sjúkraflutningamanna báru ekki árangur,“ segir Snorri frá fyrstu klukkutímunum í starfi hjá lög- reglunni. „Ég hafði aldrei kynnst svo mikilli og yfirþyrmandi sorg. Þekkti það ekki hvernig sorgin getur brot- ist út í öskri og örvæntingu. Ég vissi ekki hvernig ég átti að tækla þessar aðstæður. Maður reyndi kannski að hugga, segja: Þetta verður allt í lagi. En auðvitað verður þetta ekki í lagi.“ Hann velti því fyrir sér hvort hann ætti að hætta. Á þessum tíma var engin áfallahjálp í boði. Faðir hans, Birgir Ólafsson fyrrverandi lögreglu- maður í heimabænum Keflavík, ræddi við hann um atvikið. „Ég naut aðstoðar föður míns sem var þá líka í lögreglunni og hafði verið í 30 ár og það hjálpaði að geta rætt þetta fram og aftur. Ég hringdi strax í hann um leið og við vorum búin að vinna á vettvangi. Hann lýsti fyrir mér aðstæðum sem hann hafði sjálfur upplifað sem voru af svipuðu tagi. Það hjálpaði mér mikið. Það veitti mér ákveðinn styrk. Þessu atviki fylgdu martraðir og margar andvökunætur en ég ákvað að halda áfram þetta sumar og fór svo í Lögregluskólann í fram- haldi. Því hef ég aldrei séð eftir en þessi fyrsta vakt mótaði mig að vissu leyti og styrkti mig í að takast á við erfiðar aðstæður sem hafa verið þó nokkrar,“ segir Snorri. Ótrúlegur skóli „Síðan þá hefur maður séð sam- félagið með öðru ljósi en almenn- ingur getur gert sér grein fyrir og í raun skuggahliðarnar,“ segir Snorri sem segir þó að frá upphafi hafi hann fundið að þótt starfið geti reynst erfitt á köflum sé það mjög gefandi. „Ef þú hefur áhuga á þessu og getur átt góð mannleg samskipti. Þetta er bara þessi klassíska klisja, þú festist í þessu starfi.“ Snorri starfaði á almennum vöktum lögreglunnar fyrst um sinn en fljótlega eftir að hann lauk námi í Lögregluskólanum var Snorri ráð- inn til starfa í fíkniefnadeildina. Karl Steinar Valsson var þá yfirmaður deildarinnar. Stór og flókin mál voru til rannsóknar. „Þegar ég var að byrja var fyrra skútumálið í rannsókn, aðgerðir ekki hafnar en í undirbúningi. Þá var stór amfetamínverksmiðja upp- rætt og seinna skútumálið líka tekið til rannsóknar. Þetta var ótrúlegur skóli og það sem var einkennandi fyrir starf deildarinnar var samstarf og samstaða lögreglumanna. Það var unnið í opnu vinnurými og ákveðin verkaskipting. Lögreglumenn unnu í eftirliti með sölumönnum eða í lang- tímarannsóknum.“ Alvarleg líkamsárás Á þessum tíma stýrði Snorri verk- efni sem snerist um kortlagningu sölumanna á fíkniefnum. Teymið hafði kortlagt um 150 sölumenn og hafði afskipti af þeim reglulega. Þann 11.  janúar 2008 var hann á hefðbundinni vakt þegar hann og tveir félagar hans urðu fyrir alvar- legri líkamsárás á Laugavegi. „Við vorum að hafa eftirlit með sölumönnum fíkniefna og höfðum síðar afskipti af konu, óskuðum eftir leit. Konan brást illa við því og við lentum í einhverjum stympingum. Upp úr þurru stoppar bíll og út koma þrír þrekvaxnir Litháar. Við sjáum þá bara koma hlaupandi með reidda hnefa. Við vorum allir með lögregluskil- ríkin á lofti, kynntum okkur strax í þessum átökum. En svo gerðist þetta rosalega hratt. Við dreifðumst strax um svæðið og lentum tímabundið undir í þessum átökum. Ég man eftir því að hafa verið að reyna yfirbuga einn af þessum aðilum og hann losaði sig undan og hljóp og ég lá eftir á Laugaveginum og var að fara að standa upp þegar ég fékk þungt spark í höfuðið aftan frá. Ég vankaðist í smástund eftir það, sá bara hvítt, en tókst með óskiljan- legum hætti að standa upp og hljóp á eftir þeim sem ég hafði verið að reyna að yfirbuga niður hliðar- götu. Ég var gersamlega búinn á því og varð svo feginn þegar ég sá sér- sveitarmenn koma til móts við mig. Við náðum að setja hann í handjárn og síðan man ég bara eftir því að sér- sveitarmaðurinn spurði mig: Snorri, er í lagi með þig? Ég var náfölur og útataður í blóði. Eftir það hneig ég niður meðvitundarlaus og rankaði við mér á gjörgæslu síðar.“ Fengu áfallahjálp Snorri segir atvikið hafa sýnt þá hörku sem einkenndi skipulagða brotastarfsemi á þessum tíma. Árásin gegn honum og félögum hans vakti óhug. Þeir og fjölskyldur þeirra þurftu á áfallahjálp að halda. „Ég held ég hafi verið heppinn að sleppa ágætlega úr þessu. Hinir sluppu betur, fengu bólgur í and- liti. Það tók tíma að jafna sig. Áverk- unum fylgdi sár hausverkur í langan tíma. Ég þurfti lyfjagjöf til að varna frekari skaða á heila,“ segir Snorri og segir að atvikið hafi sem betur fer orðið til þess að beina athyglinni að öryggi lögreglumanna. „Lögreglumönnum var gert auð- veldara fyrir að fá neyðaraðstoð á vettvangi. Dómsmálaráðherra skoð- aði málið og skrifaði okkur bréf. Það var gott að finna fyrir stuðningi í þessu máli,“ segir hann frá. Á þessum tíma sem árásin var gerð á lögreglu voru tíðar fréttir af glæpagengjum. Ofbeldi og átök voru sýnileg í samfélaginu. Það voru einnig Litháar sem komu við sögu ári seinna, þegar reyndi í fyrsta sinn á brot gegn 227. grein laganna er varðar mansal. Í október 2009 barst lögreglunni tilkynning um litháíska stúlku sem hefði tryllst um borð í flugvél sem var á leið til Íslands frá Varsjá í Pól- landi. Málið markaði ákveðið upp- haf á rannsókn mansals hjá lög- reglunni. Íslenskir lögreglumenn fóru meðal annars utan til Litháen að safna sönnunargögnum og man- salsteymi lögreglu vann við rann- sóknina. Í ljós kom að stúlkan var upphaflega seld í vændi í Litháen. Þar hafði henni verið haldið og mis- þyrmt og henni haldið í vímuefna- neyslu. Í Litháen var hún ginnt til Íslands. „Þetta mál var fordæmisgef- andi fyrir rannsóknir mansals hér á landi. Frumkvæði þeirra sem komu að þessari rannsókn var algjört og í raun nýleg þekking á þessum tíma sem skilaði því að málið fékk þann framgang sem það hlaut og endaði með þungum dómum fyrir mansal í fyrsta sinn á Íslandi,“ segir Snorri frá. Breytt landslag eftir hrun Snorri segir að eftir hrunið hafi margir þeirra sem voru hvað mest áberandi í erlendum glæpagengjum farið úr landi. „Það breyttist margt. Margir þeirra sem voru tengdir skipulagðri brotastarfsemi voru líka að starfa hér eða með rekstur. Banka- hrunið hafði þau áhrif að aðstæður voru ekki lengur ákjósanlegar. Þess vegna fóru margir aftur út. Sáu sér einfaldlega ekki fært að vera hérna lengur. Mér finnst landslagið frá því fyrir hrun hafa breyst verulega. Ofbeldið hefur færst til, frá okkur. Menn geta ekki rekið þetta þannig að þeir séu alltaf með allt samfélagið upp á móti sér. Menn reka þetta með leynd, með kúgunum, hótunum og aðstöðumun. Það er einmitt það sem við sjáum í mansalsmálum en líka öðrum brotum. Fólk þorir ekki að leita til okkar og það er mikið áhyggju- efni. Við vitum að í þessu breytta landslagi eru einstaklingar sem Andvökunætur lögreglumanns Fyrsta vaktin rennur lögreglufulltrúanum Snorra Birgissyni seint úr minni, því hann kom heim í blóðugum búningi. Snorri segir frá hættulegri árás og ógnvekjandi staðreyndum varðandi mansal. „Einn einstaklingur í máli hjá okkur vildi til að mynda fá að taka lest frá Íslandi til heimalandsins á meðan annar spurði hvað þetta land héti,“ segir Snorri og segir málin geta verið flókin og erfið viðureignar. FréttABlAðið/Anton Brink Upp úr þUrrU stoppar bíll og út koma þrír þrekvaxnir litháar. við sjáUm þá bara koma hlaUpandi með reidda hnefa. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is ↣ 2 2 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r24 H e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð 2 2 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C B 2 -1 0 8 8 1 C B 2 -0 F 4 C 1 C B 2 -0 E 1 0 1 C B 2 -0 C D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.