Fréttablaðið - 22.04.2017, Page 32

Fréttablaðið - 22.04.2017, Page 32
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 Virkjun endurnýjanlegra orku-gjafa hefur skapað grunn að velferð þjóðarinnar og einnig gegnt lykilhlutverki í þróun íslensks hugvits. Orka Íslands hefur stuðlað að sérstöðu íslenskra verkfræðinga og þá einkum þegar kemur að nýtingu jarðvarma. Þótt Ísland sé gjöfult af endurnýjanlegri orku þarf samt að huga vandlega að því hvaða svæði skuli nýtt og hvernig. Í því samhengi veitir Mannvit ráðgjöf til fyrirtækja um hagkvæma orku- og auðlindanýtingu, auk annarra þátta sem geta skilað aukinni sjálfbærni verkefna, s.s. val á byggingarefnum, endurvinnsla og meðhöndlun úrgangs svo eitthvað sé nefnt. Fjölbreytt umhverfisráðgjöf Mannvit veitir fjölbreytta um- hverfisráðgjöf á sviði auðlinda- nýtingar en að sögn Axels Vals Birgissonar, fagstjóra umhverfis- mála hjá Mannviti, hefur áhersla á umhverfis mál aukist verulega undanfarin ár. „Fyrirtæki leggja aukna áherslu á að undirbúa ný verkefni með tilliti til umhverfis- mála,“ segir hann. Mikill ávinningur er fólginn í að huga að sjálfbærri þróun þegar kemur að skipulagi, samgöngum og í raun allri almennri verkfræði- hönnun. Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærniverkfræðingur hjá Mann- viti, segir stærri framkvæmdir í dag, bæði hérlendis og annars staðar á Vesturlöndum, helst stöðvast vegna umhverfis- eða samfélagslegra álitamála. „Til að lágmarka þá áhættu eru til verkfæri sem geta verið framkvæmdaraðila leiðbeinandi í því hvernig megi nálgast verkefni og tryggja útkomu sem er í meiri sátt við samfélag og hefur minni neikvæð áhrif á umhverfi. Mannvit hefur unnið með sjálfbærnivott- anir eins og HSAP og BREEAM sem geta minnkað áhættu, aukið hag- kvæmni og lækkað rekstrarkostnað og um leið bætt lífsgæði notanda og skilað ábata fyrir umhverfi og sam- félag,“ segir Sandra. „Reynsla okkar er að þverfagleg nálgun tryggir bestan árangur en Mannvit hefur komið að fjölda verkefna þar sem margir ólíkir aðilar hafa komið að til þess að tryggja sem besta útkomu. Má þar nefna sjálfbærar lausnir eins og loft- hreinsistöð fyrir Hellisheiðarvirkj- un, auk hönnunar og uppbyggingar gas- og jarðgerðarstöðva hérlendis þar sem metan er framleitt úr haug- gasi, en metan er eina Svansvottaða bifreiðaeldsneytið hér á landi,“ segir Axel Valur. Skref í átt að samfélagslegri ábyrgð „Hluti af samfélagsábyrgð fyrir- tækja er að virða auðlindir landsins og nýta þær á sjálfbæran hátt, þar með talið orku landsins,“ segir Sandra. „Það er margt sem fyrir- tæki og stofnanir geta gert til að auka samfélagslega ábyrgð sína og verkefnin þurfa ekki endilega að vera stór. Fyrirtæki geta hvatt starfs- menn til vistvænni samgangna, gætt að aukinni endurvinnslu og bættri orkunotkun en einnig eru félagsleg atriði sem er hægt að huga að, líkt og vinnuumhverfi starfs- manna og nærsamfélag vinnu- staðarins.“ Mannvit styður vistvænni ferðamáta Mannvit var fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem greiddi starfsfólki sínu samgöngustyrk til að hvetja til vist- vænni ferðamáta. Að auki má nefna sem dæmi um jákvæð skref fyrir nærsamfélagið og ábata fyrirtækis, rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja Eskju og Síldarvinnslunnar sem hefur jákvæð áhrif á umhverfið samhliða því að verja fyrirtækin gegn sveiflum í olíuverði í fram- tíðinni. Félagið Konur í orkumálum var stofnað fyrir rúmu ári en markmið þess er að efla þátt kvenna í orkumálum, styrkja tengsl þeirra sín á milli og að stuðla að menntun og fræðslu kvenna varðandi orkumál að sögn Hörpu Pétursdóttur, for- manns Kvenna í orkumálum og lögfræðings hjá lögmannsstofunni BBA. „Tilganginum viljum við ná með því að standa fyrir hvers konar viðburðum, til að kynnast betur, fræðast og laða konur að námi tengdu orkumálum. Um þessar mundir erum við einnig að leggja lokahönd á skýrslu sem við fengum Ernst & Young til að vinna fyrir okkur þar sem úttekt er gerð á stöðu kvenna í geiranum í dag. Ég er mjög spennt að sjá niðurstöð- urnar en á sama tíma ansi hrædd um að hún staðfesti grun minn um hver hún raunverulega er.“ Hún segir hugmyndina að félag- inu hafa kviknaði einhvers staðar yfir hálendinu á leiðinni frá Akur- eyri til Reykjavíkur eftir stóra ráð- stefnu í orkugeiranum. „Á þessum tíma hafði ég mikið velt fyrir mér félögum kvenna í ýmsum geirum og því starfi sem þau vinna. Ég bar því hugmyndina upp við sessunaut minn og þáverandi samstarfskonu mína, Petru Steinunni Sveins- dóttur, sem tók vel í hugmyndina. Ég stofnaði fljótlega Facebook-síðu en hafði hana lokaða í rúmt ár þar sem ég var ekki alveg viss um að það væri nægilegur fjöldi kvenna í geiranum til að þetta yrði almenni- legt félag.“ Fjölbreyttur hópur Rúmu ári síðar hóaði Harpa í fjórar konur á fund, þær Auði Nönnu Baldvinsdóttur, Elínu Smáradóttur, Helgu Barðadóttur og Petru Stein- unni Sveinsdóttur, og bar hug- myndina upp að nýju. „Þær tóku mjög vel í hana og vildu endilega standa að þessu með mér. Við fund- uðum reglulega í nokkra mánuði og auglýstum svo fyrsta fund félagsins í janúar 2016. Við áttum von á um 30-50 konum en þegar hátt í 300 konur höfðu boðað komu sína var ekkert annað í stöðunni en að færa fundinn í Hörpu en þangað mættu um 200 konur á fyrsta fund félags- ins. Við hálfpartinn göptum þegar salurinn fylltist og það þurfti að sækja fleiri stóla. Frá þessum degi hefur starfsemin eiginlega gengið vonum framar.“ Hún segir meðlimi félagsins vera ótrúlega fjölbreyttan og kraft- mikinn hóp sem nálgist nú 260 félagsmenn. „Meðlimir félagsins eru mikið til konur sem vinna hjá orku- og veitufyrirtækjunum, verk- fræðistofum og við rannsóknir. Svo eru þetta konur eins og ég sem er lögfræðingur en fáum dettur í hug að vinni nær 100% við orkutengd mál. Þá eru þetta líka einyrkjar og fólk sem vinnur óbeint með orku- mál og svo auðvitað námsmenn í orkutengdu námi.“ Vel heppnaður fundur Þær sáu á fyrsta fundinum að það er mun meira af konum í þessum geira en þær grunaði. „Við héldum að við þekktum þær flestar en þar skjátlaðist okkur heldur betur. Ég vil meina að þessi fyrsti fundur hafi heppnast að öllu leyti því þarna sáum við bæði hversu margar við vorum og fundum hversu mikill áhugi var á því að koma félaginu á koppinn og þétta raðirnar á meðal kvenna í geiranum.“ Harpa segir félagið vera nauð- synlegt enda sé þessum geira mestmegnis stýrt af karlmönnum auk þess sem konurnar virðast mjög lítið sýnilegar. „Stjórnendur orkufyrirtækja bæði hérlendis og erlendis hafa verið að greina kynja- hlutfallið í geiranum sem eina af stærstu hindrunum hans um þessar mundir. Þessu þarf hrein- lega að breyta og við teljum félag sem þetta með sterkari leiðum til þess. Við finnum það líka að þetta er ekki bara málefni sem okkur konunum er umhugað um og því er félagið í raun ekki kvenfélag heldur er aðild að því opin öllum. Það eru nú þegar um 10 karlmenn í félaginu sem vinna að markmiðum þess líkt og við sjálfar.“ Við áttum von á um 30-50 konum en þegar hátt í 300 konur höfðu boðað komu sína var ekkert annað í stöð- unni en að færa fundinn í Hörpu en þangað mættu um 200 konur á fyrsta fund félagsins. Við hálf- partinn göptum þegar salurinn fylltist og það þurfti að sækja fleiri stóla. Harpa Pétursdóttir Harpa Pétursdóttir er formaður Kvenna í orkumálum. MYND/ANTON BRINK Gengið vonum framar Fyrsti fundur félagsins Konur í orkumálum var haldinn í janúar 2016. Meðlimir félagsins eru mjög fjölbreyttur hópur fólks úr atvinnulífinu. Haukur Einarsson umhverfisverkfræðingur, Sandra Rán Ásgrímsdóttir sjálf- bærniverkfræðingur og Axel Valur Birgisson, vatna- og umhverfisfræðingur. Mikilvægi sjálfbærni Fagleg ráðgjöf og reynsla Mannvits hefur verið eftirsótt hérlendis sem erlendis þegar kemur að endurnýjanlegum orkugjöfum. 2 KYNNINGARBLAÐ 2 2 . a p r í l 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 2 2 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C B 1 -D 0 5 8 1 C B 1 -C F 1 C 1 C B 1 -C D E 0 1 C B 1 -C C A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.