Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.04.2017, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 22.04.2017, Qupperneq 34
Jónas Ketils­ son, yfirverk­ efnisstjóri og staðgengill orkumálastjóra, fer fyrir sjóðs­ teyminu innan Orkustofnunar sem hefur leitt af sér stór fjár­ festingaverk­ efni í Evrópu. Yfirumsjón með aðkomu Íslands að sjóðnum er hjá utanríkis­ ráðuneytinu. Allt frá gildistöku EES-samn-ingsins hafa EFTA-ríkin innan EES, Noregur, Ísland og Liechtenstein, skuldbundið sig til að leggja sitt af mörkum til að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði á Evrópska efnahags- svæðinu. Í því felst að þessi lönd fjármagna í gegnum sérstakan upp- byggingarsjóð ýmsar umbætur og uppbyggingu í þeim aðildarríkjum ESB sem lakar standa í efnahagslegu tilliti. Eru það allt lönd í Suður- og Austur-Evrópu. Noregur fjármagnar meirihluta sjóðsins en Ísland leggur til allt að einn milljarð á ári. Sjóðurinn styður við uppbygg- ingu á sviði umhverfismála, lofts- lagsmála, endurnýjanlegrar orku, heilbrigðismála, menntunar og menningar svo eitthvað sé nefnt. Af 150 áætlunum á vegum sjóðsins eru sjö á sviði endurnýjanlegrar orku. Frá árinu 2010 hefur Orkustofnun, að beiðni utanríkisráðuneytisins, haft aðkomu að og tekið þátt í mótun og framkvæmd orkuáætlana í Ungverjalandi, Rúmeníu og Portú- gal. „Hlutverk okkar er að aðstoða og leiðbeina þarlendum stjórn- völdum við að nýta það fjármagn sem sjóðurinn hefur til umráða til góðra verka en við höfum lagt mikla áherslu á að styrkja jarðhitaveitur að íslenskri fyrirmynd og höfum bent samstarfslöndum okkar á tækifæri sem liggja í því að nýta jarðhita til húshitunar,“ segir Jónas Ketilsson, yfirverkefnisstjóri Orku- stofnunar og staðgengill orkumála- stjóra, sem fer fyrir sjóðsteyminu innan Orkustofnunar. Jónas segir Íslendinga byggja á langri og farsælli sögu við uppbyggingu hitaveitna sem önnur ríki geti hagnýtt. Mikil verðmæti felist í þekkingu og reynslu íslenskra sérfræðinga. Helstu verkefni Orkustofn­ unar á þessu sviði eru: l Miðlun faglegrar þekkingar á sviði forðafræði, jarðvísinda, verk- og lögfræði við skipulag og framkvæmd orkuáætlana með áherslu á jarðhita. Þá einnig aðstoð við val verkefna, hönnun og markmiðssetningu og áhættu áætlana. l Aðstoða við tengsl, samskipti og kynningu á verkefnum í viðkomandi löndum og efla tví- hliðasamskipti. l Aðstoða við uppbyggingu og miðlun þekkingar á milli aðila í ríkjunum. Fyrir það tímabil uppbyggingar- sjóðsins sem nú er senn á enda nema framlög samtals tæpum einum milljarði evra, en af því nemur framlag Íslands um 3,23 pró- sentum og getur samtals orðið 31,4 milljónir evra eða 4,8 milljarðar. Verkefni í Rúmeníu, Portúgal og Ungverjalandi Jónas segir misjafnt eftir löndum hvaða möguleika þau hafa til að nýta jarðhita. „Möguleikarnir í samstarfslöndum okkar eru tölu- verðir og þar er víða að finna jarðhita sem hægt er að nýta á hagkvæman hátt og bæta loft- gæði í leiðinni.“ Hann segir það geta verið mikið hagsmunamál en mörg lönd reiða sig á innflutt gas sem kemur að hluta frá Rússlandi. Framlag Íslands til orkuskipta mikilvægt Uppbyggingarsjóður EES styður við ýmis jarðhitaverkefni í Suður- og Aust- ur-Evrópu. Góð uppskera síðasta tímabils lofar góðu fyrir næstu áfanga. Á eyjunni Terceira þar sem um 56 þúsund manns eiga heima er nú verið að leggja lokahönd á fyrstu jarðvarmavirkjun á eyjunni. Virkjunin verður hryggjarstykkið í raforkuvinnslu eyjunnar á móti vindafli. Jarðboranir boruðu holurnar á svæðinu sem höfðu staðið ónýttar um nokkur ár. Uppbygg- ingarsjóðurinn styrkti byggingu virkjunarinnar og kostaði framhaldsmenntun sérfræðinga í gegnum Jarðhitaskólann. Íslensk fagþekking hefur nýst vel í verki. Prófanir á virkjuninni hefjast í sumar. Portúgal „Það er því ekki síst mikilvægt út frá orkuöryggi og til að tryggja sjálfstæði landsins að reyna frekar að nýta innlenda orkugjafa. Land sem tryggir auðlindir sínar og hag- kvæma nýtingu þeirra er komið með ákveðnar undirstöður fyrir samfélagið sem það getur byggt á. Verkefnin sem Orkustofnun kemur að eru margvísleg og er reynt að horfa til þeirra möguleika sem eiga við á hverjum stað fyrir sig. Þá leggur stofnunin áherslu á að auka þekkingu landanna svo þau geti sjálf hagnýtt eigin orkulindir. Í þeim tilgangi býður Orkustofnun upp á sérfræðinám við Jarðhita- skóla Sameinuðu þjóðanna. Orkustofnun hóf samstarf vegna orkuáætlunar Rúmeníu 2012, með systurstofnun sinni í Noregi (NVE) og umhverfis- og orkusjóði Rúmeníu (AFM), en saman mynda þessir aðilar stýrihóp áætlunar- innar sem nefnist RONDINE. Tvö fjárfestingarverkefni hafa gengið vel. Eitt í Búkarest fyrir jarðhita- veitu og annað í Oradea við borun á niðurrennslisholu. Í Búkarest var jarðhitahola sem þegar hafði verið boruð endurvakin með uppsetn- ingu dælubúnaðar og dælustöðvar sem og uppsetningu stofnlagnar að nærliggjandi opinberum bygg- ingum. Hitaveituverkefni í Ungverja- landi hefur gengið vel í bænum Kiskunhalas. Nú er verið að leggja lokahönd á borun vinnsluholu fyrir utan bæinn og er allt útlit fyrir að borun hafi gengið í samræmi við áætlanir. Tvíhliðaverkefni í Rúmeníu, Póllandi, Slóvakíu og Króatíu Orkustofnun í samstarfi við við- komandi aðila í Rúmeníu, Póllandi, Slóvakíu og Króatíu hefur unnið að könnunarverkefnum (Pre-feasibil- ity study) við að kortleggja mögu- leika og tækifæri á sviði hitaveitna á ákveðnum svæðum. Þau verkefni verða aðgengileg öllum og geta nýst aðilum á markaði við undirbúning stærri verkefna. Ný áætlun 2014 til 2021 Nýtt tímabil sjóðsins er hafið í sumum löndum. Nú þegar hefur verið gengið frá samningum við Rúmeníu og Búlgaríu þar sem áhersla verður á jarðhita til hita- veitu með sambærilegu sniði og var á síðasta tímabili. Á þessu ári verður samið við fleiri lönd og vonast til að kallað verði eftir verk- efnum jafnvel á þessu ári hjá þeim löndum sem þegar hefur verið samið við. Ljóst er að mikil tæki- færi eru á sviði hitaveituverkefna í Evrópu á komandi árum. Fyrsta jarðvarmavirkjunin á eyjunni Terceira á Azoreyjum hlaut styrk frá sjóðnum. Virkjunin verður gangsett á þessu ári. Jarð- boranir boruðu fyrir nokkrum árum holurnar sem höfðu staðið ónýttar. ÍSOR veitti fyrirtækinu jarðvísindalega ráðgjöf og starfs- menn fyrirtækisins og háskólans á Azoreyjum hlutu þjálfun hjá Jarðhitaskólanum á námskeiðum sem haldin voru á eyjunum en einnig með sex mánaða námskeiði skólans. 4 KYNNINGARBLAÐ 2 2 . A p r í l 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 2 2 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C B 2 -1 A 6 8 1 C B 2 -1 9 2 C 1 C B 2 -1 7 F 0 1 C B 2 -1 6 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.