Fréttablaðið - 22.04.2017, Page 90

Fréttablaðið - 22.04.2017, Page 90
Tilkynning Hrafnhildur Hjartardóttir löggiltur fótaðgerða- fræðingur hefur hafið störf á Fegurð og Spa Ármúla 9. Býð ég eldri sem nýja skjólstæðinga hjartanlega velkomna. Tímapantanir í síma 595-7007 Bestu kveðjur Hrafnhildur AÐALFUNDUR FLOKKS FÓLKSINS Verður haldinn á skrifstofu flokksins að Hamraborg 10, Kópavogi, þann 29. apríl 2017 kl. 13.00. Dagskrá: • Kosning fundarstjóra og fundarritara • Skýrsla stjórnar lögð fram • Reikningar lagðir fram til samþykktar • Lagabreytingar • Ákvörðun félagsgjalds • Kosning stjórnar og endurskoðanda • Önnur mál Fundurinn er aðgengilegur félagsmönnum í Flokki Fólksins sem staðfest hafa félagsaðild sína með greiðslu félagsgjalds. Tilkynna skal þátttöku á fundinn, með minnst viku fyrirvara með því að senda tilkynningu í gegnum heimasíðuna flokkurfolksins.is eða með því að hafa samband við skrifstofu í síma 555 0001 eða 863 6200. Ef um framboð til stjórnar eða varastjórnar er að ræða þá skal skila þeim skriflega á skrifstofu flokksins fyrir kl. 14.00 miðvikudaginn 26. apríl n.k Stjórnin Segja má að verið sé  að endurvekja bókauppboð í borgarlífinu. Þau voru nokkuð reglulega á dag-skrá  á síðustu öld. Það er nauðsynlegt að rækta gömul raritet,“ segir Bjarni Harðar- son bóksali þar sem hann er að raða upp bókum í Safnaðarheimili Grensáskirkju fyrir uppboð sem hefst klukkan 14 í dag.  „Við sem erum í gömlum bókum vitum að svona uppboð eru alger- lega nauðsynleg til að markaður með gamlar bækur lifi. Hann deyr ef það er ekki eitthvert stuð í kringum hann. Því eru uppboð stór þáttur í því að við lifum af sem bókaþjóð,“ segir Bjarni og heldur áfram: „Við vitum líka að það að halda frjáls uppboð á lausamunum er mjög gömul aðferð á Íslandi til að selja og til að skemmta sér. Það skapast ákveðin stemn- ing þegar hlutir eru boðnir upp.“ Bjarni er með eitt og annað í fartesk- inu úr eigin eigu og annarra. Bendir á  eintök frá 18. og 19. öld, þar á meðal elstu prentun af Njálu, frá 1770, fágæta útgáfu af Passíusálm- unum á kínversku og elstu prentanir af ljóðum Jónasar Hallgrímssonar, Eggerts Ólafssonar, Benedikts Grön- dal og Kristjáns fjallaskálds. „En við erum ekki bara þar,“ segir hann glaðlega.  „Við erum líka að bjóða upp skemmtilegar kúríósur eins og Hróa hattarsögur sem voru prentaðar á Seyðisfirði fyrir manns- öldrum,  hér eru  fyrstu útgáfur af Tolkien á Íslandi sem voru mynda- sögubækur og við erum með Ástrík og Steinrík. Svo höldum við ekki bókauppboð þannig að við skiljum Jóhannes Birkiland útundan. Hann er auðvitað á sínum stað.“ Uppboðið byrjar klukkan tvö en húsið verður opnað klukkan  eitt svo fólki gefist tími til að skoða ein- tökin og handleika þau. „Við erum auðvitað að tala um notaða gripi og ástand þeirra er misjafnt  en aðal- lega er um  falleg eintök að ræða. Bæði eintök sem voru bundin inn aftur á 20. öld og þá í heilskinn og fallega gyllt og líka allmörg, eins og Njálan til dæmis, gömul Edduútgáfa og fleira, sem eru í upprunalegu sam- tímabandi en vel með farin. Einnig eru nokkur rit í upprunalegu prent- smiðjubandi sem er dálítið merki- legt. Það er semsagt eftir ýmsu að slægjast.“ Sjálfur  ætlar Bjarni að bjóða bækurnar upp. Honum til aðstoð- ar verður Valdimar Tómasson ljóð- skáld og Ingibjörg Benediktsdóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari, er regluvörður. gun@frettabladid.is Gömul aðferð til að selja og skemmta sér Bjarni með fyrstu útgáfu af Ferðabók Eggerts og Bjarna á þýsku, frá 1774 og í forlagsbandi frá prentsmiðju. Á bak við Bjarna er Valdi- mar Tómasson skáld. FréTTaBlaðið/GVa Bókauppboð verður í Safnaðar- heimili Grensás- kirkju í dag. Þar verða ýmsir kjör- gripir slegnir hæst- bjóðanda af Bjarna Harðarsyni, bók- sala á Selfossi. Við Sem erum í Gömlum Bókum Vitum að SVona uppBoð eru alGerleGa nauðSynleG til að markaður með Gamlar Bækur lifi.  Tónlist HHHHH reykjavik Mambo Band (Jóhannes Þorleifsson, Agnar Már Magnússon, Gunnar Hrafnsson, Kristófer Rod­ riguez Svönuson, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir og Alexandra Kjeld) kom fram í djassklúbbnum Múlanum. Björtuloft í Hörpu Miðvikudaginn 19. apríl Á heimasíðu Hörpu stóð eftirfar- andi um tónleika í djassklúbbnum Múlanum á miðvikudagskvöldið: „Reykjavik Mambo Band leikur sjóð- heitar salsaútsetningar frá Kúbu, Kólumbíu og Puerto Rico. Tónlistin er í bland undir áhrifum mambó- banda Tito Puente og Benny Moré, ásamt jazzskotnari stefnum. Tón- leikagestir Múlans fá hér ráðlagðan dagskammt af rúmbu og fara áreið- anlega dillandi heim á leið niður rúllustiga Hörpu.“ Það var ekki alveg svo. Ekki vant- aði þó fjörið, en enginn stóð upp til að dansa. Enda dansar enginn salsa bara einn, tveir og þrír. Salsadans nýtur vaxandi vinsælda hér, en það þarf að læra hann. Af þeim ástæðum eru salsanámskeið haldin hér reglu- lega og eru þau jafnan fjölsótt. Sama mætti segja um sönginn sem oft tilheyrir svona tónlist. Maður hoppar ekkert si svona upp á svið og fer að syngja. Þrátt fyrir að salsa sé alþýðutónlist krefst hún radd- beitingar sem þarf að vera í lagi. Á tónleikunum komu fram þau Jóhannes Þorleifsson á trompet, Agnar Már Magnússon á píanó, Gunnar Hrafnsson á bassa, Kristó- fer Rodriguez Svönuson á slagverk og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir á básúnu og fiðlu, en hún sá einnig um útsetningar. Alexandra Kjeld söng og Sigrún tók undir með henni af og til. Hljómsveitin kallaði sig Reykja- vik Mambo Band og munu þetta hafa verið fyrstu tónleikar hennar. Segjast verður eins og er að þeir voru ekki nægilega vel undirbúnir. Hljómsveitin sem slík spilaði að vísu ágætlega. Agnar Már var þétt- ur og fókuseraður, hvort sem hann hristi salsariff fram úr erminni, eða galdraði fram djass. Það lék allt í höndunum á honum. Gunnar var líka með sitt á hreinu á bassanum, Jóhannes spilaði á trompetinn af miklu fjöri en jafnframt öryggi, Sig- rún lék fallega á bæði hljóðfærin sín og Kristófer var pottþéttur á trommurnar. Söngurinn var hins vegar ekki góður og það var hann sem skemmdi heildarmyndina. Alex- andra söng stundum í míkrófóninn og stundum ekki. Þegar hún gerði það var fjarlægðin í hann mismun- andi sem skilaði sér í ójöfnum tón- styrk. Það hefði líka mátt hafa smá bergmál í söngkerfinu, röddin var skraufþurr. Raddbeitingin sjálf var auk þess afar viðvaningsleg og því minnti útkoman helst á þriðja flokks karókí. Auðvitað getur söngurinn í salsatónlist verið hrár og e.t.v. var það hugmyndin hér, en fyrr má nú rota en dauðrota. Styrkleikajafnvægið var ekki held- ur nógu gott. Trompet er vissulega hvellur en básúnan mildari; munur- inn á tónstyrk þessara tveggja hljóð- færa var samt sem áður allt of mikill. Svo drukknaði söngurinn gjarnan í hljóðfæraleiknum, sérstaklega þegar ekki var sungið í míkrófóninn. Í það heila ollu tónleikarnir von- brigðum, sem er synd, því latnesk alþýðutónlist er skemmtileg. Hljóm- sveitin er þó efnileg, en hún þarf að vanda betur til verka næst. Jónas Sen NiðursTaða: Góður hljóðfæra­ leikur en styrkleikajafnvægið var gallað og söngurinn var afleitur. Karókí á djasstónleikum? „agnar Már var þéttur og fókuser- aður, hvort sem hann hristi salsariff fram úr erminni, eða galdraði fram djass,“ segir í dómnum. 2 2 . a p r í l 2 0 1 7 l a u G a r D a G u r46 m e N N i N G ∙ F r É T T a B l a ð i ð menning 2 2 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C B 1 -C B 6 8 1 C B 1 -C A 2 C 1 C B 1 -C 8 F 0 1 C B 1 -C 7 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.