Fréttablaðið - 06.05.2017, Page 12

Fréttablaðið - 06.05.2017, Page 12
Umhverfisstyrkur Ergo sími 440 4400 > www.ergo.is Umhverfissjóður Ergo auglýsir eftir umsóknum um umhverfisstyrk Sendu inn þína hugmynd Einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um styrkinn. Viðskiptaáætlun þarf að fylgja umsókninni ásamt skýringu á því hvernig nýta eigi styrkinn. Frestur til að senda inn umsóknir er til 31. maí. Öllum umsóknum verður svarað. Kynntu þér málið nánar á ergo.is 2012 Radiant Game Tölvuleikur fyrir börn til að efla umhverfisvitund 2014 Haugfé Endurvinnsla á efni í listsköpun 2012 Vindmyllur Sem styðja sjálfbærni 2015 Hjólafærni Kortlagning á hjólaleiðum um Ísland 2016 Team Spark Rafmagnsbíll hannaður af verkfræðinemum í HÍ 2013 Kristinn Jón Ólafsson Fræðsluefni til barna um rafmagnsnotkun 2013 Blái herinn Hreinsun á náttúrunni Sjóðurinn hefur frá því 2012 úthlutað umhverfisstyrk að fjárhæð 500.000 kr. að jafnaði einu sinni til tvisvar á ári til frumkvöðalverkefna. Markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar á sviði umferðar- og umhverfismála. SPENNANDI FERÐABÆKLINGUR FRÁ ÚRVAL ÚTSÝN FYLGIR MEÐ BLAÐINU ÁSTRALÍA SUÐUR-AFRÍKA KÚBA DUBAI THAILAND BALI Bretland Íhaldsflokkurinn vann stærsta kosningasigur ríkisstjórnar- flokks á Bretlandi í sveitarstjórnar- kosningum í fjóra áratugi á fimmtu- daginn. Vann flokkurinn alls 500 ný sæti og náði meirihluta í ellefu sveitarfélögum. Sigur Íhaldsflokksins þýddi einna helst tap Verkamannaflokksins og Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP). Tapaði síðarnefndi flokkurinn öllum sínum þrjátíu sætum. Þá mistókst Frjálslyndum demókrötum að nýta sér lélegt gengi Verkamannaflokksins og UKIP. Samkvæmt mati BBC fengu íhalds- menn 38 prósent atkvæða, 13 pró- sentum meira en árið 2013. Verka- menn fengu 27 prósent atkvæða en fengu 29 prósent síðast. Frjálslyndir demókratar fengu átján og bættu þar með við sig fjórum en UKIP fékk fimm prósenta fylgi, hafði 23 prósent. Þykir þessi sigur Íhaldsflokksins slæmur fyrirboði fyrir Verkamanna- flokkinn ef horft er til þingkosninga sem fara fram í júní. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Telegraph tekur saman mælast íhaldsmenn með 46 prósenta fylgi en Verkamannaflokkurinn með 29 pró- sent. Það myndi þýða sögulega stóran sigur Íhaldsflokksins og stóran meiri- hluta næstu fimm árin. Jeremy Corbyn, formaður Verka- mannaflokksins, var þó ekki áhyggju- fullur í gærkvöldi. „Við töpuðum sætum en erum að mjókka muninn á okkur og Íhaldsflokknum,“ sagði Corbyn. „Hver einasti ósigur Verka- mannaflokksins í kosningunum veldur mér vonbrigðum. Of margir frábærir fulltrúar, sem hafa unnið af kappi fyrir samfélög sín misstu sæti sitt,“ sagði hann enn fremur. Þá benti Corbyn á að nú væru fimm vikur til stefnu til þess að reyna að sigra í þingkosningunum. „Við vitum að þetta verður ekki auðvelt. Þetta er sögulega stór áskorun. En Verkamannaflokkurinn og breska þjóðin mega ekki láta þetta tækifæri úr greipum sér ganga.“ BBC heldur því fram að niður- staðan sé ekki síður slæmur fyrirboði fyrir UKIP. Flokkurinn, sem átti sínar bestu sveitarstjórnarkosningar fyrir fjórum árum, þurrkaðist algjörlega út á fimmtudag. Steven Woolfe, sem bauð sig eitt sinn fram til formennsku í UKIP, sagði að áhrif flokksins væru ekki til staðar lengur. Þá sagði Douglas Cars- well, fyrrverandi þingmaður, að tími flokksins væri á enda. Paul Nuttall, formaður UKIP, sagði hins vegar að flokkurinn væri fórnarlamb eigin velgengni. Vísaði hann þar til þess að UKIP hafi verið einn helsti baráttu- flokkurinn fyrir útgöngu úr Evrópu- sambandinu. thorgnyr@frettabladid.is Afar slæmur fyrirboði fyrir flokk Corbyns Sögulegur sigur Íhaldsflokksins í sveitarstjórnar- kosningum í Bretlandi er slæmur fyrirboði fyrir Verkamannaflokkinn. Allt bendir til þess að Íhalds- flokkurinn vinni stóran sigur í þingkosningum. Niðurstöðurnar eru vonbrigði fyrir Jeremy Corbyn. NordiCphotos/AFp 6 . m a í 2 0 1 7 l a U G a r d a G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 6 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 1 3 6 s _ P 1 2 8 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 2 5 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C C F -9 A 5 0 1 C C F -9 9 1 4 1 C C F -9 7 D 8 1 C C F -9 6 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 1 3 6 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.