Fréttablaðið - 06.05.2017, Side 34
Mér finnst svona menn vera að leika guð. Þeir taka konu og ákveða að gera eitthvað við
hana sem hún hefur ekkert um að
segja. Taka valdið,“ segir Magnús
Sveinsson um menn sem gerast
sekir um kynferðisofbeldi. Þegar
dóttir hans var fjórtán ára var henni
nauðgað utandyra af sautján ára
strák. Hann hlaut tveggja ára fang-
elsisdóm og afplánaði um helming
tímans.
„Þetta gerðist á Bryggjuhátíð á
Stokkseyri aðfaranótt 18. júlí 2010.
Við vorum með henni fram yfir
miðnætti en ákváðum svo að leyfa
henni að vera aðeins lengur,“ segir
Linda Björg Perludóttir, móðir
stúlkunnar.
„Upp úr tvö um nóttina vorum
við vakin með þessu erfiða símtali.
Lögreglumaður kynnti sig og sagðist
hafa erfiðar fréttir að færa. Það liti
út fyrir að dóttur okkar hefði verið
nauðgað og við þyrftum að koma
strax á lögreglustöðina,“ segir Linda.
Allt ferlið var til fyrirmyndar hvað
varðar dóttur hjónanna. Henni var
ekið á Neyðarmóttöku fyrir þol-
endur nauðgana í Fossvogi og fékk
þar aðstoð og gert var að áverkum.
Samkvæmt dómnum sem féll voru
áverkar hennar m.a. blóðug hné. Þá
var að finna sand og mold víðsvegar
um líkama hennar og í fötum.
Viku síðar var stúlkunni boðin
sálfræðimeðferð í Barnahúsi sem
hún nýtur enn góðs af þegar atvikið
leitar á hana, sjö árum síðar.
Foreldrarnir og eldri bróðir stúlk-
unnar sátu hins vegar eftir í áfalli
og þurftu að busla í djúpu lauginni,
vanmáttug gagnvart ofbeldinu sem
dóttir þeirra varð fyrir. Magnús var
fullur af nærri óyfirstíganlegri reiði.
„Það fyrsta sem ég bað um á lög-
reglustöðinni var hvort ég fengi
ekki bara tvær mínútur niðri í
kjallara til að ræða við drenginn.
Það verður allt svart. Ég veit ekki
hvernig mæður upplifa þetta en ég
varð gjörsamlega svartur af reiði.
Það er eðlilegt. En í mínu tilfelli er
svo slæmt að tilfinningin skuli ekki
dofna,“ segir Magnús.
Lítið unnið með reiðina
Í bók Steinars Braga, Kötu, fer móðir
af stað og hefnir fyrir það ofbeldi
sem dóttir hennar varð fyrir. Aðal-
söguhetjan framkvæmir í raun það
sem flestir foreldrar segjast myndu
gera, þ.e. að ganga verulega nærri
þeim sem einhvern tíma voguðu sér
að meiða börn þeirra. Það þekkja
allir foreldrar þessa yfirnáttúrulega
sterku tilfinningu, að vilja vernda
barnið sitt.
„Ég held að það sé ómæld og
nánast ótæmandi reiði hjá manni.
Partur af þessu er pínu sjálfsásökun.
Ég gat ekki komið í veg fyrir þetta og
finnst ég hafa brugðist sem foreldri.
Þetta er litla stelpan mín og ég á að
vernda hana en gat það ekki,“ segir
Magnús. Linda tekur undir en bætir
við að það sé ekki hægt að pakka
börnunum sínum inn í bómull.
„Nei, maður veit ekki hvaða bíll
kemur á móti.“
Og í nærri sjö ár burðaðist Magn-
ús með reiðina á milli sérfræðinga
í þeirri von að honum gæti farið
að líða betur. „Þegar ég fór að sofa
var andlitið á drengnum og nafn
hans það síðasta sem ég hugsaði
um. Hann var svo það fyrsta sem ég
hugsaði um á morgnana. Ég dæmdi
fólk úr hans heimabæ sem ekki gott
fólk og meira að segja óskaði þess að
körfuboltaliði bæjarins, sem er að
standa sig frábærlega, gengi illa.“ Í
dag veit hann að þær hugsanir eru
ekki réttlátar.
Foreldrarnir fengu nokkra sál-
fræðitíma á sjúkrahúsinu á Selfossi
sem gagnaðist þeim lítið. Magnús
fór til fjögurra sálfræðinga án nokk-
urs árangurs þar til hann kynntist
sálfræðingnum Önnu Kristínu New-
ton síðastliðið haust. Það má segja
að Anna hafi sérhæft sig í reiðum
karlmönnum. Hún hefur meðal
annars haft fanga, unga brotamenn
og menn sem beita heimilisofbeldi
í sálfræðimeðferð.
„Mér fannst vanta sérhæfingu hjá
hinum. Þeir sálfræðingar sem ég var
fyrst sendur til voru ekki að tengja
við mig eða ég ekki við þá. Ég lýsti
því bara fyrir þeim að ég vildi taka
drenginn og klára hann en í stað
þess að unnið væri með reiðina fór
tíminn frekar í að telja mér hug-
hvarf. Tilfinningin var svona skotin
niður með „nei nei, þú ætlar nú ekki
að fara að gera það“. Í raun og veru
var bara reynt að telja mér hughvarf
í stað þess að vinna á lönguninni.
Og svörin mín urðu bara eftir því
sem sálfræðingurinn vildi heyra
hverju sinni,“ segir Magnús.
Linda segir að rökin um að hvorki
honum né fjölskyldunni myndi líða
neitt betur hafi eðlilega ekki bitið á.
„Auðvitað vissi hann alveg að það
Málinu er
lokið en
reiðin eftir
Dóttur Magnúsar Sveinssonar og Lindu
Bjargar Perludóttur var nauðgað. Málinu
lauk með dómi en ekki fyrr en nú hefur
Magnús fundið leið til að sigrast á reiðinni.
Magnús Sveinsson og Linda Björg Perludóttir höfðu þörf fyrir meiri stuðning þegar dóttir þeirra var beitt ofbeldi fyrir sjö árum. Sá stuðningur er nú til staðar í stuðnings-
hópi á vegum samtakanna Blátt áfram. FréttaBLaðið/Eyþór
Anna Kristín Newton sálfræð-
ingur hefur náð að sefa tilfinningar
Magnúsar og koma honum á réttan
kjöl. Hún kemur að fundunum sem
aðstandendum býðst að sækja
hjá Blátt áfram. „Flestir foreldrar
sem lenda í því að barnið þeirra er
beitt ofbeldi upplifa að þeir hafi
brugðist þeim. Það er ekki endilega
rökrétt hugsun en í sumum til-
fellum er mikilvægt að hjálpa fólki
að skoða þessar hugmyndir sem
það hefur af sér.“ Hún segir að ekki
megi vanmeta að stundum sé ekki
rétti tíminn til að vinna úr áfalli.
„Það er ekki hægt að vinna sig úr
sorg á sex vikum. En það er lítið
rætt um það að þegar fólk lendir
í ofbeldi þá er ekki bara brota-
þolinn og brotamaðurinn sem um
ræðir, heldur hefur ofbeldið víðtæk
áhrif.“
Magnús reyndi fjóra sálfræðinga
áður en hann hóf meðferð hjá
Önnu. Munurinn er að þar voru
tilfinningarnar tæklaðar í stað þess
að bægja þeim frá tímabundið.
„Við viljum ekki lækna reiðina.
Reiði hefur tilgang í réttu hlutfalli,
á réttum tíma. Það er misskilningur
að það eigi að taka reiðina burt en
við viljum beina henni í rétta átt.
Reiði er oft varnarviðbragð því fólk
kann ekki að takast á við vondar til-
finningar. Það er trix að kenna fólki
að þekkja og stýra tilfinningum.
Við þekkjum öll að hafa átt ömur-
legan dag og koma heim og vera
leiðinleg við maka okkar, þó hann
eigi það ekki skilið. Það þarf að
koma tilfinningum í réttan farveg.“
Hún hefur í gegnum tíðina m.a.
aðstoðað menn sem beita ofbeldi.
Hóp sem á það sammerkt að byrja
inni mikla reiði. „Margir af þeim
Snærós
Sindradóttir
snaeros@frettabladid.is
Fleiri aðilar að ofbeldi en eingöngu gerandi og þolandi
↣
6 . m a í 2 0 1 7 L a U G a R D a G U R34 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð
0
6
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:2
3
F
B
1
3
6
s
_
P
1
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
1
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
C
F
-9
0
7
0
1
C
C
F
-8
F
3
4
1
C
C
F
-8
D
F
8
1
C
C
F
-8
C
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
1
3
6
s
_
5
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K