Fréttablaðið - 06.05.2017, Page 64
12 ATVINNUAUGLÝSINGAR 6 . m a í 2 0 1 7 LAUGARDAGUR
Deildarstjóri fræðslu-,
frístunda- og menningar-
mála
Fjallabyggð óskar eftir að ráða drífandi og
metnaðarfullan einstakling til starfa.
Megin viðfangsefnið er fræðslu- frístunda- og menningarmál,
stefnumörkun í kynningar- og markaðsmálum, upplýsinga- og
almannatengslum sem og á sviði ferða- og atvinnumála.
Leitað er að einstaklingi með háskólamenntun sem nýtist
í starfi.
Reynsla og góð kunnátta í stjórnsýslulegri meðferð mála
er æskileg.
Lögð er áhersla á að viðkomandi búi yfir þekkingu og hæfni í
stefnumótun og þróun, fjármálum og áætlanagerð, stjórnun
starfsmanna og umsjón með verkefnum.
Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði, leiðtogahæfileikar og hæfni
í mannlegum samskiptum eru nauðsynlegir kostir.
Næsti yfirmaður deildarstjóra er bæjarstjóri.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfshlutfall er 100%.
Umsóknir skulu hafa borist bæjarskrifstofum
Fjallabyggðar að Gránugötu 24, Siglufirði 580,
eigi síðar en miðvikudaginn 24. maí 2017
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar
og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Gunnar I. Birgisson,
bæjarstjóri, netfang; gunnarb@fjallabyggd.is eða
Guðrún Sif Guðbrandsdóttir, deildarstjóri stjórnsýslu- og
fjármála, netfang; gudrun@fjallabyggd.is sími 464 9100
Lögfræðingur
Borgarskjalasafn
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum
og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Borgarskjalasafn óskar eftir að ráða lögfræðing til starfa við safnið.
Um er að ræða nýtt starf sem felur í sér tækifæri að leiða undirbúning safnsins að nýrri persónuverndarlöggjöf, ákvörðun
aðgangs að trúnaðargögnum ásamt öðrum verkefnum.
Hlutverk Borgarskjalasafns Reykjavíkur er söfnun, innheimta, skráning og varðveisla skjala og annarra skráðra heimilda
um starfsemi og sögu borgarinnar. Safnið hefur eftirlit með skjalasöfnum afhendingarskyldra aðila og veitir aðgang að
skjölum. Það gefur út verklagsreglur um skjalavörslu. Átta starfsmenn eru við safnið. Safnið er til húsa í Tryggvagötu 15
og Vatnagörðum 28 í Reykjavík.
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðeigandi stéttarfélags.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til 22. maí 2017. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður í síma 6647775 og tölvupósti svanhildur.
bogadottir@reykjavik.is
Helstu verkefni:
• Ákvarða aðgang að trúnaðargögnum og ganga frá þeim
til afhendingar.
• Móttaka erinda, rannsóknir og ákvörðun aðgangs.
• Undirbúa og aðlaga starfsemi Borgarskjalasafns að
nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi árið 2018.
• Yfirumsjón með afgreiðslu erinda
• Útfæra verklagsreglur og leiðbeiningar.
• Fræðsla um löggjöf um skjalastjórn fyrir borgarstofnanir.
• Styðja við eftirlit um skjalavörslu.
• Bréfaskipti, greinargerðir, gerð samninga þegar við á,
og önnur tilfallandi verkefni.
Hæfniskröfur:
• Kandidatspróf eða meistarapróf í lögfræði.
• Þekking á stjórnsýslurétti.
• Þekking á upplýsingalögum, persónuverndarlögum og
lögum um opinber skjalasöfn er kostur
• Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur.
• Skipulögð vinnubrögð.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund.
• Góð kunnátta í íslensku og ensku, í ræðu og riti.
• Færni til að vinna undir álagi.
BL ehf. / Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík / 525 8000 / www.bl.is
BÆTUM VIÐ Í HÓPINN
VEGNA AUKINNA UMSVIFA
BL státar af einu stærsta og glæsilegasta bifreiðaverkstæði landsins með 36
bílalyftur. BL leitast eftir að ráða starfsmenn sem hafa metnað til þess að skara
fram úr og veita framúrskarandi og faglega þjónustu í samvinnu við samheldinn
og sterkan starfsmannahóp. Öflug námskeiðs- og fræðsluáætlun viðheldur
þekkingu og eflir starfsmenn í nýjustu tækni vörumerkjanna. Starfsmenn fá
vottaðar staðfestingar eða gráður, skv. stöðlum vörumerkjanna. Hjá BL er mjög
virkt starfsmannafélag og einstök fyrirtækjamenning sem við erum afar stolt af.
Sótt er um störfin á heimasíðu BL,
www.bl.is/atvinna
Umsóknarfrestur er til og með 14. maí nk.
Nánari upplýsingar veitir Anna Lára Guðfinnsdóttir,
starfsmannastjóri, anna@bl.is
Við leitum að aðstoðarmanni á verkstæðið okkar sem kemur
til með að vinna sem hægri hönd verkstjóra. Viðkomandi
þarf að vera mjög sterkur í mannlegum samskiptum og með
mikla þjónustulund.
Vinnutími er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08.00-18.00 en
8.00-17.00 á föstudögum
AÐSTOÐARMAÐUR VERKSTJÓRA
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
1
8
0
1
Hæfniskröfur:
• Mikill áhugi á bílum
• Reynsla af viðgerðum er kostur
• Tölvufærni
• Bílpróf
• Sjálfstæð, skipulögð og fagleg
vinnubrögð eru nauðsynleg
MÍT (Menntaskóli í tónlist)
auglýsir eftir kennara í raftónlist
Hlutverk viðkomandi yrði að stýra uppbyggingu náms á
þessu sviði innan skólans, þ.m.t koma að tækjakaupum og
mótun aðstöðu. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun
sem nýtist í starfi og fjölþætta reynslu af heimi raftónlis-
tar; annarsvegar á sviði rytmískrar tónlistar (Ableton Live
o.fl) og hinsvegar á sviði klassískra tónsmíða (Max o.fl).
Starfshlutfall samkvæmt samkomulagi og launakjör skv
samningum tónlistarkennara.
MÍT (Menntaskóli í tónlist) auglýsir eftir kórstjóra
Hlutverk viðkomandi verður að stýra kór skólans og byggja
upp kórstarf innan skólans. Viðkomandi þarf að hafa
mennt un og reynslu í kórstjón og æskilegt er að hann/hún
hafi reynslu og þekkingu á bæði klassískri tónlist og
rytmískri. Starfshlutfall samkvæmt samkomulagi og
launakjör skv samningum tónlistarkennara.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu skólans Skipholti 33,
105 Reykjavík eigi síðar en 19.maí 2017
0
6
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:2
3
F
B
1
3
6
s
_
P
0
7
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
C
F
-F
3
3
0
1
C
C
F
-F
1
F
4
1
C
C
F
-F
0
B
8
1
C
C
F
-E
F
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
1
3
6
s
_
5
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K