Fréttablaðið - 06.05.2017, Side 88
Ég hélt fyrstu myndlistar-sýninguna ellefu ára. Það var á Hólmavík þaðan sem ég er
ættuð og á ömmu og afa. Við amma
fórum að skoða útskornu fuglana
hans Hafþórs Þórhallssonar sem
bauð mér að setja upp sumar-
sýningu í galleríinu sínu og seldi
ég fimmtán myndir yfir sumarið,“
segir Ynja Mist og brosir að minn-
ingunni. Sjálfstraust hennar óx líka
í samræmi við undirtektirnar.
„Þetta var mér mikils virði. Ég
fékk mjög mikla trú á sjálfri mér og
í kjölfarið bjó ég til leirskartgripi
sem ég seldi fyrir framan Litlu jóla-
búðina á Laugavegi. Ég á auðvelt
með að fylgja draumum mínum,
kannski vegna þess að orðið
„seinna“ er varla til í minni hugsun
þegar kemur að hugmyndum. Það
þarf allt að gerast núna. Ég hef líka
alltaf vitað hvert ég stefni og að ég
er listamaður frá því ég var barn.“
Ynja stendur nú fyrir sinni fjórðu
einkasýningu sem lýkur 13. maí í
Bókasafni Kópavogs. „Það er mikil-
vægt fyrir listamenn að sýna verk
sín og ofsalega gaman að upplifa
viðbrögð sýningargesta. Ég veit að
margir á mínum aldri teikna en
finna sig ekki vera orðna gildandi
listamenn. Því þarf blöndu af djörf-
ung og þori til að taka af skarið,
ásamt sjálfstrausti og metnaði því
það stýrir manni enginn né segir
hvað á að gera. Sköpunarkrafturinn
þarf að vera köllun og mikilvægt
að vera opinn og þora að sýna allar
hliðar; það sem manni fannst mis-
heppnað og það sem tókst vel.”
Náttúrumyndir voru viðfangsefni
Ynju sem barn og andlitsmyndir á
unglingsárunum.
„Í dag vil ég að verk mín túlki það
sem mér liggur á hjarta. Grunn-
skólaheimsókn í Sorpu hafði
varanleg áhrif á barnshugann og
ég fór að hugsa mikið um endur-
vinnslu og hvar ruslið sem ég henti
lenti. Amma kallaði mig meira að
segja Ynju Endurvinnslu því ég var
alltaf að skamma fullorðna fólkið,“
segir Ynja og hlær dátt.
Sýning hennar nú ber þessa
einmitt merki en hún ber nafnið
Hlýnun og snýst um hlýnun jarðar.
„Fyrir mér er aðalvandamálið
okkar eigin neysla, hvort sem það
er alfarið eða að hluta til á okkar
ábyrgð að veðurfar sé að breytast.
Við hendum ógrynni af mat,
fötum, húsgögnum og umbúðum.
Sóunin sem á sér stað í nútíma
samfélagi er gríðarleg. Til að hemja
neysluna kaupi ég til dæmis aldrei
mat í tvöföldum umbúðum og
vel vörur eftir umbúðum, inni-
haldi og framleiðsluaðferðum. Ég
vel mér líka frekar föt sem endast
lengi og forðast að nota einnota
hluti eins og heitan eldinn. Ég hef
miklar áhyggjur af plasti í sjónum
og áhrifum þess á lífríkið og því fer
mjög í taugarnar á mér þegar fólk
setur ávexti og grænmeti í plast-
poka þegar það þarf þess ekki.
Ávextir, eins og til dæmis bananar,
voru skapaðir í náttúrulegum
umbúðum!“
Er löngu orðin fullorðin
Ynja Mist er ekki við eina fjölina
felld. Hún var tilnefnd sem íþrótta-
kona Garðabæjar í ár, fékk verðlaun
fyrir árangur sinn með Stjörnunni
og segir líf sitt snúast um myndlist,
kökuskreytingar og kraftlyftingar.
„Ég réð mig í kökuskreytingar til
Sætra synda þegar ég var sautján
ára og skreyti þar enn þegar færi
gefst. Ég kunni ekkert til að byrja
með en ég er góð í höndunum og
allt sem snýr að sköpun og handa-
vinnu liggur vel fyrir mér,“ segir
Ynja sem átti stóran þátt í uppbygg-
ingu Sætra synda sem fyrsti starfs-
maður bakarísins og tímir ekki að
sleppa hendinni af starfinu þótt
hún sé nýlega flutt til Kaupmanna-
hafnar. Þar stefnir hún á nám í
vöruhönnun við arkitekta- og
hönnunarskólann KADK og býr ein
því kærastinn stundar háskólanám
heima á Íslandi.
„Hér líður mér vel og finnst
ekkert mál að vera ein. Ég held að
það fari mjög eftir einstaklingum
hvort þeir upplifi sig fullorðna um
tvítugt. Sumum þykir enn gott að
búa í foreldrahúsum en ég hef haft
mikla sjálfstæðisþörf frá sextán ára
aldri og vildi þá strax byrja að vinna
fyrir mínum mat.“
Um helgina ætlar Ynja að koma
sér fyrir í nýju íbúðinni og taka
vakt á Big Bowl, sem er veitinga- og
keilusalur. „Ég reyni að vinna sem
minnst til að hafa tíma fyrir mynd-
listina. Þá hafa kraftlyftingar setið
á hakanum og ég þarf brátt að taka
stærðfræðipróf í sendiráðinu til
að komast inn í skólann. Ég var á
myndlistarbraut Fjölbrautaskólans
í Garðabæ sem fer aðeins fram á tvo
áfanga í stærðfræði en það dugar
ekki til því margar listgreinar kalla
á meiri stærðfræði.“
Ynja fór að mæta á æfingar í
Sporthúsinu þegar hún var fimm-
tán ára og heillaðist af lóðunum.
„Ég fór æ meira út í kraftlyftingar
og fannst skemmtilegt að ná meiri
þyngdum. Með mér í FG voru
strákar sem æfðu með Kraftlyft-
ingafélagi Garðabæjar og hvöttu
mig til að koma á æfingar. Ég sló til
og hef verið þar eina stelpan síðan,“
segir Ynja sem á Íslandsmet í öllum
lyftum í -57 kílóa flokki. „Metin mín
á síðasta móti voru 100 kíló í hné-
beygju, 107,5 kíló í réttstöðulyftu
og 60 kíló í bekkpressu, en síðan hef
ég bætt þyngdirnar talsvert,“ segir
Ynja sem tekur þriggja tíma æfingar
þrisvar í viku og teygjuæfingar þess
á milli. „Jú, þetta er tímafrekt sport
og skemmtilegt en myndlistin hefur
alltaf forgang,“ segir hún brosmild.
Ynja Mist opnar sýningu í Galleríi
LAK á Akureyri í júlí. Sjá ynjaart.
com og society6.com/ynjaart.
Amma kallaði mig
meira að segja Ynju
Endurvinnslu því ég var
alltaf að skamma full-
orðna fólkið.
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@365.is
KOMDU
Í
– dásamleg deild samfélagsins
OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17
K
V
IK
A
Fór í afdrifaríka
skólaferð í Sorpu
Kópavogsmærin Ynja Mist á engan sinn líka. Hún stendur
á tvítugu, er nýflutt ein síns liðs til Kaupmannahafnar og
er jafnvíg á myndlist, kraftlyftingar og kökuskreytingar.
Ynja Mist er fædd 1996 en í þá daga þurftu foreldrar hennar leyfi frá mannanafnanefnd fyrir nafninu Ynja.
KRAFTMIKIL UMRÆÐA UM PÓLITÍKINA OG
LANDSMÁLIN MEÐ KRISTJÁNI KRISTJÁNSSYNI
SUNNUDAGA MILLI KL. 10:00 12:00
SPRENGISANDUR
Á BYLGJUNNI
333 krá dag*
365.is Sími 1817
*9.990.- á mánuði.
12 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . M a í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R
0
6
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:2
3
F
B
1
3
6
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
C
F
-E
E
4
0
1
C
C
F
-E
D
0
4
1
C
C
F
-E
B
C
8
1
C
C
F
-E
A
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
3
6
s
_
5
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K