Fréttablaðið - 06.05.2017, Page 126
„Endurvinnsla er æðisleg og ég vildi
að flestir myndu stunda hana. En það
er samt leiðinlegt þegar fólk tekur
einhverja svona „signature“ hönnun
annars hönnuðar og stelur henni.
Allir mega verða fyrir innblæstri og
jafnvel smitast af stíl, en þegar þetta er
bara augljóst „copy paste“, þá er það
ekki í lagi,“ segir Bára Hólmgeirsdótt-
ir, eigandi Aftur, sem fékk ábendingu
um málið í dag. „Ég fékk bara skjáskot
af Instagram, frá vinkonu minni.“
Peysurnar frá Thelmu Steiman fást
í versluninni Second Society í Kaup-
mannahöfn. „Ég veit alveg að þessi
stelpa veit hvað Aftur er, hún hefur
verslað hérna,“ útskýrir Bára en hún
vonar að þessi hönnunarstuldur sé
gerður í hugsunarleysi.
„Ég veit að það er hægt að rökræða
um þessa hluti, hvort eitthvað sé nýtt
undir sólinni. En þetta er bara Aftur,“
segir Bára sem er nokkuð viss um að
flestir Íslendingar sem hafa áhuga á
fatahönnun kannist við Aftur. „Aftur
er næstum því átján ára gamalt
merki.“
Erfitt að vernda sig
gegn hugverkastuldi
„Ég hef aldrei áður tjáð mig um kóper-
ingar á Aftur. En þarna dreg ég línuna.
Það er bara svo erfitt að taka á þessu,
„meikað það“
Kvikmyndin InnSæi eftir þær Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur verður tekin til sýn-inga á Netflix world-
wide – eða á heimsvísu – þann 15. júlí
næstkomandi. Það þýðir að myndin
verður aðgengileg öllum áskrifendum
Netflix-veitunnar í þeim 190 löndum
þar sem hún er leyfð.
„Það er gríðarlega mikilvægt fyrir
myndina að fá þessa dreifingu um
allan heim. Vandamálið við heim-
ildarmyndir er oft að það er erfitt að
nálgast þær á fljótlegan og þægilegan
hátt fyrir áhorfendur. Netflix er með
öflugan flokk heimildarmynda þann-
ig að þeir sem hafa áhuga á myndum
þar sem kafað er djúpt ofan í við-
fangsefnið hafa úr nógu að velja. Að
Innsæi verði ein af þeim myndum
er mikill heiður fyrir okkur,“ segir
Kristín hjá Klikk Productions um
myndina Innsæi sem fjallar m.a. um
álag og stress sem fylgir auknu upp-
lýsingaflæði og hraðanum sem ein-
kennir nútíma samfélag. Í myndinni
er til dæmis fylgst með skólabörnum
í Bretlandi sem er kennt, með hjálp
taugalíffræði og núvitundar, að takast
á við mikið upplýsingaflæði, streitu
og auknar kröfur sem gerðar eru til
þeirra. Í myndinni koma einnig fram
heimsþekktir leiðtogar og hugsuðir á
sviði lista, vísinda og fræða sem leiða
okkur inn í margræðan heim Innsæis.
„Við vorum frökk að gefa heim-
ildarmynd íslenskt heiti sem enginn
erlendis skilur og margir héldu að við
myndum ekki geta selt hana á erlenda
markaði. En hugtakið Innsæi virðist
bara hafa vakið upp forvitni erlendis
og virðist ekki spilla fyrir myndinni
heldur þvert á móti veitir henni með-
byr. Innsæi er líka orð sem við viljum
hefja upp því það er mjög fallegt og
hefur margræða og djúpa merkingu
eins og kemur fram í myndinni.“
Spurð út í hvort þessu stóra tæki-
færi fylgi ekki mikil vinna og ákveðið
stress segir Kristín: „Í raun ekki, þetta
er bara mikil viðurkenning og það
eru greinilega margir um allan heim
sem tengja við efnið. Netflix sér líka
um alla framkvæmd sbr. að þýða á
öll tungumálin og auglýsa myndina
á veitunni sinni á hverju svæði fyrir
sig,“ útskýrir Kristín sem er afar
spennt.
Athugasemdir
og „likes“ hrúgast inn
Kristín áætlar að yfir 50.000 manns
hafi núna séð Innsæi og þá er ótalið
áhorf á Netflix sem veitan gefur ekki
upp. Það gætu verið nokkrir tugir
þúsunda í viðbót. „Rétt er að taka
fram að langflestir eru erlendir áhorf-
endur. Viðbrögðin hafa verið mjög
nærandi fyrir okkur öll sem unnum
að myndinni. Fólk virðist bregðast
sterkt við boðskap myndarinnar og
eftir að hún var frumsýnd í Norður-
og Suður-Ameríku vorum við að fá
350-400 athugasemdir og „likes“ á
Facebook-síðuna okkar daglega. Síðan
hafa fjölmargir áhorfendur sent okkur
tölvupóst með áhugaverðum sögum
þeirra og löngun til að kynna efni
myndarinnar í sínu landi eða í sinni
borg. Og við Hrund höfum ferðast um
Evrópu og Ameríku með fyrirlestra um
myndina. Háskólasamfélögin í Banda-
ríkjunum hafa líka sýnt myndinni
mikinn áhuga.“
Spurð út í hvaða tilgang og tækifæri
þær sjái í Innsæi segir Kristín: „Við
viljum breiða út boðskap Innsæis um
allan heim. Fá áhorfendur til að tengj-
ast aftur við sitt innsæi í nútímasam-
félagi þar sem hraði og stress ræður oft
ríkjum. Við viljum minna fólk á að gefa
innsæi sínu séns og leyfa því að vera
með í stórum ákvörðunartökum í lífi
okkar og starfi. Ekki einungis treysta
bara á rökhugsun okkar. Við þurfum
bæði innsæi og rökhugsun til að fun-
kera rétt, þetta er eins og tveir ryþmar
sem geta ekki verið án hvor annars. Við
erum búin að einblína á rökhugsunina
of lengi núna en við erum öll með haf-
sjó af visku innra með okkur. Nýtum
hana og njótum hennar. Þá fyrst fær
sköpunargleði okkar að njóta sín.“
En Netflix er ekki eina efnisveitan
sem Klikk Productions hefur gert
samning við í tengslum við Innsæi. Nú
þegar er hægt að leigja og kaupa Inn-
sæi á efnisveitunni Vimeo on demand
um allan heim nema í Bandaríkjunum
og Kanada eins og sakir standa. Svo er
einnig hægt að leigja og kaupa mynd-
ina á streymisveitusvæði Amazon í
þremur löndum; Bretlandi, Japan og
Þýskalandi. Það er því ljóst að Innsæi
er komin víða og þá er óhætt að segja
að þær Kristín og Hrund hafa „meikað
það“ með myndinni. gudnyhronn@365.is
Hafa
á heimsvísu
Kristín Ólafsdóttir er framleiðandi og
leikstjóri heimildarmyndarinnar Innsæi
sem er fyrsta íslenska myndin sem fer á
Netflix á heimsvísu. Kristín, sem leikstýrði
myndinni með Hrund Gunnsteinsdóttur,
er himinlifandi með árangurinn.
Kristín Ólafsdóttir hefur gert samninga um
dreifingu á Innsæi við nokkrar af stærstu
efnisveitum heims, þar á meðal er Netflix.
Við Vorum frökk að
gefa Heimildar-
mynd íslenskt Heiti sem
enginn erlendis skilur og
margir Héldu að Við mynd-
um ekki geta selt Hana á
erlenda markaði.
telur sig hafa orðið fyrir hönnunarstuldi
„Mér finnst sorglegt þegar fólk sér sig knúið til að stela hugmyndum annarra,“ segir eigandi Aftur, um þá staðreynd að
nýverið komu í sölu peysur sem svipa mikið til hönnunar Aftur. Um er að ræða flíkur úr endurunnum efnisbútum.
Þessi peysa er frá
merkinu Aftur.
Bára leggur áherslu á endur
nýtingu í hönnun sinni.
Þessi peysa
kemur úr smiðju
Thelmu.
Þessi peysa þykir afar
lík hönnun frá Aftur.
snið, „second hand“-fatnað
og fleira. Og ég var loksins
að ganga frá því að kúnnar
geti skilað inn eldri flík-
um sem hægt er að nýta
áfram. Allt sem sprottið er af minni
vinnu og hönnun hefur verið þróað
í samræmi við þau verkefni sem ég
hef tekið að mér í samstarfi við önnur
fyrirtæki, eða verkefnavinnu úr mínu
námi, ásamt minni hugmyndafræði
sem mig langar að innleiða á fata-
markaðinn. Ég hef aðeins auglýst á
samfélagsmiðlum brot af því nýja
sem ég hef upp á að bjóða. Ef það fer
eitthvað fyrir hjartað á Báru í Aftur að
ég sé að vinna með notaðan fatnað
og nýta yfir í nýjar
flíkur, þá
þykir mér
það miður.
É g b e r
mikla virð-
ingu fyrir
Aftur, þeirra
hugmynda-
f r æ ð i o g
þykir gaman
að kíkja við [í
búðina] ef ég
fer til Íslands,"
segir Thelma.
gudnyhronn
@365.is
að vernda sig gegn hugverkastuldi.
„Þetta er alltaf erfitt og persónulegt
málefni að taka, maður forðast þessa
umræðu. En þetta er bara okkar „sig-
nature“ Aftur hönnun sem um ræðir.“
Að lokum vill Bára árétta að henni
þyki jákvætt þegar hönnuðir vinna
með endurvinnslu. „Mér finnst alltaf
gaman að sjá unga hönnði endur-
vinna. En fólk verður að koma upp
með sitt eigið, það er enginn frami í
þessu ef maður ætlar bara að kópera.
Þetta er ekkert hádramatískt, bara
leiðinlegt.“
Ber mikla
virðingu fyrir
Aftur
„Mér þykir leiðin-
legt að heyra að
mínar flíkur séu
tengdar við svoleið-
is umræðu,“ segir
Thelma spurð út í
málið. „Ég hef verið
að vinna með sjálf-
bæra hönnun núna
síðastliðin tvö ár. Þá
bæði með afgangs-
efni, „zero waste“-
fólk fer gjarnan út í að
segja „þetta er ekki alveg
eins, og svo framvegis“,
því oft eru línurnar svo
óskýrar og það er erfitt
6 . m a í 2 0 1 7 L a U G a R D a G U R70 L í f i ð ∙ f R É T T a B L a ð i ð
Lífið
0
6
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:2
3
F
B
1
3
6
s
_
P
1
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
1
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
C
F
-9
F
4
0
1
C
C
F
-9
E
0
4
1
C
C
F
-9
C
C
8
1
C
C
F
-9
B
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
B
F
B
1
3
6
s
_
5
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K