Fréttablaðið - 18.05.2017, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 18.05.2017, Blaðsíða 21
Hugsum okkur tvö lönd sem eru alveg eins að öllu leyti öðru en því að í öðru landinu eru bækur uppi um alla veggi á flestum heimilum og borðin svigna undan bókastöfl- unum en í hinu landinu er hvergi nokkurs staðar bók að sjá, kannski vegna þess að þær eru geymdar í kössum niðri í kjallara. Í hvoru landinu skyldu íbúarnir lesa fleiri bækur? Spurningin svarar sér sjálf. Og hún skiptir máli því bækur bæta lífið. Þess vegna eru bóka- söfn kostuð af almannafé. Hægan, hægan, heyrist nú einhver segja. Allt ritmál er í þann veginn að birtast á vefnum. Rafbækur munu senda gamlar skruddur á sama stað og skilvind- una og rokkinn. Aðrir efast. Hugsum okkur nú aftur tvö lönd sem eru alveg eins að öllu leyti öðru en því að í öðru landinu standa vínflöskur á borðum á flestum heimilum svo borðin svigna en í hinu landinu eru vínföng hvergi höfð uppi við og eru því ekki fyrir augum manna í dagsins önn. Í hvoru landinu skyldi meira vín vera um hönd haft? Spurningin svarar sér sjálf. Og hún skiptir máli því svarið getur hjálpað okkur við að mynda okkur skoðun m.a. á því hvort vín á heima í hillum matvörubúða eins og tíðkast t.d. í Danmörku eða ekki eins og t.d. í Noregi og Svíþjóð. Nálægðin skiptir máli Greiður aðgangur að vínföngum ýtir undir vínneyzlu eins og vand- legar rannsóknir hafa leitt í ljós og blasir raunar við öllum með opin augu og eyru. Nálægðin skiptir máli. Þess vegna hefur ríkið tekið að sér einkasölu á víni á Íslandi og víða annars staðar, t.d. í Noregi og Svíþjóð eins og áður kom fram og einnig t.d. í Kanada en ekki í Bandaríkjunum. Einkasölu ríkisins er ætlað að halda víni og öðru áfengi í hæfilegri fjarlægð frá neytendum til að draga úr drykkjuskap. Ef þú heyrnartólið tekur … Og þá er ég loksins kominn að efni dagsins. Hugsum okkur nú tvö lönd sem eru alveg eins að öllu öðru leyti en því að í öðru landinu eiga næstum allir farsíma (Ísland í dag) og enginn í hinu landinu (Ísland fyrir 1990). Í hvoru landinu skyldi fólk nú eyða meiri tíma við símann? Spurningin svarar sér sjálf. Og hún kann að skipta máli. Mér er minnisstæð saga vinar míns af brúðkaupsveizlu sem hann sat að Hótel Loftleiðum þar sem prúð- búnir gestirnir yrtu ekki hver á annan alla veizluna og ekki brúð- Bækur símar og vín Í dag Þorvaldur Gylfason Mér er minnisstæð saga vinar míns af brúðkaups- veizlu sem hann sat að Hótel Loftleiðum þar sem prúð- búnir gestirnir yrtu ekki hver á annan alla veizluna og ekki brúðhjónin heldur því allir voru í símanum. hjónin heldur því allir voru í sím- anum. Sjálfur man ég eftir fimm tággrönnum unglingsstúlkum sem sátu þröngt á litlum bekk í lysti- garði í Hong Kong án þess að líta upp úr símunum sínum eða yrða hver á aðra því hver var í sínum heimi. Kennarar taka sumir eftir nemendum sem eru niðursokknir í síma sína og fylgjast ekki með því sem fram fer í tímum. Barnakenn- arar banna flestir farsímanotkun í kennslustundum, þykist ég vita. Skjáfíkn Nú vaknar brennandi spurning: Hvers vegna yrtu brúðkaupsgest- irnir á Hótel Loftleiðum ekki hver á annan? Eða stelpurnar í Hong Kong? Og hvers vegna hanga sumir nemendur í símanum í kennslu- stundum frekar en að fylgjast með? Myndir þú, lesandi góður, vilja leggjast á skurðarborðið hjá lækni sem hékk í símanum öllum stundum frekar en að fylgjast með fyrirlestrum í læknadeild Háskól- ans, kryfja líkin og lesa bækurnar? Hver er skýringin á skjá- fíkninni? Býður síminn betur? Kannski. En skýringin gæti einnig verið hin sama og í dæmisögunum að framan um bækurnar og vínið. Kannski er skýringin einfaldlega sú að símarnir eru tiltækir og ná því athygli. Nálægðin ýtir undir notkun þeirra sem getur snúizt upp í ofnotkun eins og einnig getur gerzt með bækur og vín o.fl. Í fréttum um daginn var sagt frá brýnni þörf fyrir sálfræðimeð- ferð barna vegna skjáfíknar sem er nýtt orð í málinu og er ekki enn skráð í ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Hver er þá niðurstaðan? Sann- leikurinn er ekki í símanum, ekki frekar en í bókum, og ekki einu sinni í góðum bókum, heldur í mönnum, sem hafa gott hjartalag eins og Halldór Laxness segir í Alþýðubókinni. Veglegur kaupauki með nýjum kæli- og frystiskápum. Öllum nýjum Bosch og Siemens kæli- og frystiskápum fylgir gjafabréf í Kjötkompaní að verðmæti 30.000 kr. Komdu og gríptu tækifærið. Við tökum vel á móti þér. Gildistími er frá 17. maí til 22. maí. Opið virka daga frá kl. 8.30 - 18 og á laugardögum frá kl. 11 - 14. Í öllum Siemens og Bosch kæliskápum er skúffa sem tryggir lengur ferskleika grænmetis og ávaxta. Í sumum skápunum er svokölluð kjötskúffa þar sem finna má kaldasta svæðið í skápnum. Hentar fyrir ferskt kjöt, ferskan fisk, drykki og eldaða rétti. S k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 21F i M M T u d a g u R 1 8 . M a Í 2 0 1 7 1 8 -0 5 -2 0 1 7 0 5 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C E 2 -2 0 C 8 1 C E 2 -1 F 8 C 1 C E 2 -1 E 5 0 1 C E 2 -1 D 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.