Fréttablaðið - 18.05.2017, Blaðsíða 56
Full búð af
nýjum vörum!
Verið velkomin í Verslun Guðsteins, Laugavegi 34
Síðan 1918
Sigurði Bragasyni er margt til lista lagt en auk þess að vera kunnur fyrir söng bæði hér heima og utan landsteinanna hefur hann einnig samið nokkur tón-
verk og fjölda laga fyrir kóra og
einsöngvara. Í kvöld kl. 20 verður
frumflutt nýtt verk eftir Sigurð á
afmælistónleikum Árbæjarkirkju
en Sigurður segir að þau hafi pant-
að verkið frá honum á sínum tíma.
„Þau höfðu verið að flytja Ave Mar-
íuna mína á nokkrum tónleikum og
af mörgum kórum. Í framhaldi af
því hafði Krisztina Kalló Szklenár,
stjórnandi og organisti við kirkjuna,
samband við mig og bað mig um að
semja verk sem væri í svipuðum stíl
og Ave María. Hún bað um mjög
lagrænt verk og þar sem ég hafði
verið að frumflytja annað verk á
stórum styrktartónleikum fyrr í
vetur þá reyndist þetta verða ansi
mikil vinna að vera með bæði þessi
verkefni í gangi á sama tíma. En það
tókst að klára þetta í tíma.“
Sigurður segir að verkið sé samið
við þrjá ljóðabálka eftir Jón Ara-
son, biskup á Hólum. „Þetta verður
frumflutningur í kvöld og á laugar-
daginn kl. 16 verðum við svo í Skál-
holti þar sem Jón var reyndar tekinn
af lífi blessaður,“ segir Sigurður og
víkur að því hvers vegna ljóð eftir
Jón Arason hafi orðið fyrir valinu.
„Ave Marían er í svona lagrænum og
aðeins eldri stíl þó svo að hljóma-
samsetningin sé nýleg þannig séð.
Gæti verið úr gamalli tónlist rétt
eins og úr popptónlist og þá jafn-
vel frá Bítlunum. Ég hugsaði með
mér að það væri gaman að vera
með skáld frá gamla tímanum en
vera svo með í verkinu hljóma sem
tengjast okkar tímum og þá einkum
léttari tónlist. Þannig næst að hafa
þetta lagrænt þannig að nánast allir
geta sungið þetta en samt er mikið
í þetta lagt og vefnaðurinn flókinn.
Ég nota mikið kontrapunkt sem er
þessi gamla tónsmíðaaðferð og leit-
ast við að hafa þetta hljómrænt og
gera þetta þannig að fólkinu finnist
gaman að syngja þetta og vonandi
þá hlustendum gaman að hlusta.“
Auk þess að blanda saman
gömlum og nýjum tíma þá nýtir
Sigurður einnig kirkjuna sjálfa fyrir
verkið. „Já, ég ákvað að semja þetta
verk fyrir kór og bergmálskór sem
er staðsettur hinum megin í kirkj-
unni. Í einum þættinum munu
einsöngvararnir svo mynda kross
þannig að sópraninn stendur við
altarið og tenórinn í hinum enda
kirkjunnar, bassinn hægra megin
við áhorfendur í kirkjunni en altinn
vinstra megin. Þannig mynda þau
kross og kallast á hvert við annað.
Þannig að ég er svona aðeins að leit-
ast við að nota kirkjuna sem hljóð-
færi. Árbæjarkirkja er nefnilega góð
til tónleikahalds, orgelið er mjög
gott og þarna er fallegur hljómur
og aðstaða öll til fyrirmyndar. Það
verður líka boðið upp á kaffi og
konfekt eftir tónleikana en svo eru
þau að fara að byggja nýtt safnaðar-
heimili þannig að það er heilmikið
að gerast í kirkjustarfinu.“
Það er í mörg horn að líta hjá
Sigurði þessa dagana en hann hefur
verið að taka upp geisladisk að
undan förnu en þar er hann í hlut-
verki söngvarans. „Ég hef verið við
það úti í Düsseldorf og hann er að
fara að klárast. Vonandi kem ég með
hann fyrir næstu jól en þar er ég að
syngja Tsjaíkovskíj, Liszt og líka Pál
Ísólfsson, Jón Leifs og Jón Þórarins-
son svo einhverjir séu nefndir. Þetta
er tónlist frá sex löndum, allt litauð-
ug verk og mörg hver viðamikil. Afar
skemmtilegt verkefni. En svo er að
koma út frá mér þessa dagana bók
með fjórtán kór- og einsöngslögum
undir titlinum Tært drýpur vatnið.
Þannig að það er nóg að gera.“
magnus@frettabladid.is
Vonandi gaman að syngja og þá gaman að hlusta
Sigurður Bragason, tónskáld og söngvari. Nýtt verk eftir hann verður frumflutt
á 30 ára afmælistónleikum Árbæjarkirkju í kvöld. FréttaBlaðið/GVa
TónlisT
HHHHH
Stórsveit Reykjavíkur flutti nýja
íslenska tónlist. Stjórnandi: Snorri
Sigurðarson.
Kaldalón í Hörpu
mánudaginn 15. maí
Einu sinni sá ég Gísla Martein taka
viðtal við Atla Heimi Sveinsson tón-
skáld. Gísli Marteinn sagði að hann og
annað venjulegt fólk skildi ekki tónlist
Atla. Atli spurði hann þá hvort hann
hefði einhvern tímann komið á tón-
leika með tónlist sinni. Gísli Marteinn
svaraði því neitandi.
Þetta var nokkuð undarlegt, því er
ekki að neita. Gísla Marteini er þó
vorkunn. Ný tónlist í akademíska
geiranum var lengi vel litin hornauga,
enda komu fáir á slíka tónleika. Tón-
listargagnrýnandinn Henry Pleasants
(1910-2000) skrifaði á sínum tíma
bók sem heitir Serious Music and
All That Jazz. Þar hélt hann því fram
að djassinn væri rökrétt framhald af
sígildri tónlist 19. aldarinnar. Miklu
rökréttari en tilraunir til að þróa nýtt
tónlistartungumál á borð við það sem
Gísli Marteinn skilur ekki.
Djassinn er áberandi á Íslandi og
á slíkum tónleikum eru ekki bara
spilaðir þekktir standardar. Þeir eru
líka vettvangur fyrir nýsköpun. Gott
dæmi eru hinir árlegu tónleikar Stór-
sveitar Reykjavíkur þar sem frumflutt
er ný tónlist. Að þessu sinni voru þeir
haldnir í Kaldalóni á mánudags-
kvöldið. Snorri Sigurðarson stjórnaði
og á dagskránni voru nokkur lög eftir
hann sjálfan meðal annarra. Þau voru
öll skemmtileg, lífleg og flæðandi.
Sérstaka athygli vakti lagið Köttur-
inn í sekknum. Snorri sagði að það
hefði verið samið eftir að nemandi
hans (hann kennir á trompet) sýndi
honum tónstiga sem væri ættaður frá
franska tónskáldinu Messiaen. Tón-
list Messiaens byggir á annars konar
reglum en þekktastar eru í dag, og tón-
stigarnir hans eru dálítið spúkí. Lag
Snorra var snilld. Það var skemmti-
lega annarlegt og fullt af drifkrafti.
Andstæður áleitinna málmblásturs-
hendinga og glitrandi píanóhljóma
voru einkar áhrifaríkar. Hvílík fegurð!
Anna Gréta Sigurðardóttir átti líka
tvö flott lög á tónleikunum. Hið síð-
ara var sérstaklega glæsilegt, það var
margbreytilegt og spannaði vítt svið,
allt frá innhverfri, ísmeygilegri stemn-
ingu upp í ofsafenginn hápunkt.
Lög eftir Hauk Gröndal og Kjartan
Valdimarsson voru rólegri, laglín-
urnar kannski ekkert það grípandi,
en þar voru samt ótal blæbrigði sem
sköpuðu mikla stemningu.
Hljóðfæraleikurinn á tónleikunum
var til fyrirmyndar ef frá er talið býsna
falskur málmblástur í fyrstu tveimur
lögunum. Hljómsveitin var greini-
lega ekki komin í gang þá. Óþarfi er
að telja upp alla einleikarana, sem
voru margir og aldrei sá sami, en þeir
léku ávallt fallega og af nostursemi.
Þetta voru magnaðir tónleikar og frá-
bært dæmi um þá miklu grósku sem
ríkir í djassinum um þessar mundir.
Jónas Sen
niðursTaða: Líflegir tónleikar með
spennandi nýrri tónlist.
Kötturinn í sekknum
Stórsveit reykjavíkur flutti nýja íslenska tónlist undir stjórn Snorra Sigurðarsonar á mánudagskvöldið.
Í tilefni af þrjátíu
ára afmæli Ár-
bæjarkirkju hefur
Sigurður Bragason,
söngvari og tón-
skáld, samið nýtt
verk við ljóð Jóns
Arasonar biskups.
ég ÁkvAð Að SemJA
þettA verk fyrir
kór og BergmÁlSkór Sem er
StAðSettur hinum megin Í
kirkJunni.
1 8 . m a í 2 0 1 7 F i m m T u D a G u r44 m e n n i n G ∙ F r É T T a B l a ð i ð
menning
1
8
-0
5
-2
0
1
7
0
5
:0
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
E
2
-1
B
D
8
1
C
E
2
-1
A
9
C
1
C
E
2
-1
9
6
0
1
C
E
2
-1
8
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
7
2
s
_
1
7
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K