Fréttablaðið - 18.05.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.05.2017, Blaðsíða 10
Keflavík Vog arNjarðvík Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Akranes Hveragerði Verkefni talin í tugum milljarða – of stór biti fyrir ríkissjóð? Selfoss Reykjavík Ný Hvalfjarðargöng 14 milljarðar Sundabraut 35–50 milljarðar Tvöföldun vegar: Kjalarnes – Borgarnes 10 milljarðar Tvöföldun vegar: Frá Keflavík í gegnum Hafnarfjörð 15 milljarðar Borgarnes Tvöföldun vegar: Hveragerði – austur fyrir Selfoss 12 milljarðar Ný brú yfir Ölfusá 5 milljarðar *Allar tölur eru núvirt meðaltöl eldri upplýsinga um framkvæmdirnar (skýrslur, viðtöl í fjölmiðlum, skrif- leg svör fyrirspurna á Alþingi). Samgöngur Þær framkvæmdir sem ráðast þarf í til að bæta samgöngur út frá höfuðborgarsvæðinu kosta meira, hver um sig, en allt vegafé á fjárlögum sem ætlað er til nýfram- kvæmda. Ráðherra telur að gagnrýni á uppbyggingu með veggjöldum sé ótímabær – dæma skuli þegar niður- stöður rannsóknarvinnu liggja fyrir. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær er að störfum starfshópur sam- gönguráðherra sem er að greina hvernig umfangsmiklum fram- kvæmdum við stofnleiðir út frá höfuð borgarsvæðinu verði best háttað. Starfshópurinn á að vinna hratt og skilar af sér á næstu vikum. Á þessu ári sé fjárveiting til nýfram- kvæmda á öllu landinu um ellefu milljarðar króna. Á sama tíma er starfshópurinn að vega og meta sam- göngubætur sem eru af stærðargráð- unni 100 milljarðar króna – er gróft mat Jóns Gunnarssonar, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála. Það eru meðal annars Sundabraut, ný Hvalfjarðargöng, tvöföldun eða 2+1 vegur upp í Borgarnes, tvöföldun vegarins til Keflavíkur og tvöföldun vegarins austur fyrir Selfoss með nýrri brú á Ölfusá. Í skriflegu svari Jóns við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að þessar samgöngubætur verði ekki kláraðar í nánustu framtíð að óbreyttu – enda kostnaðurinn níföld sú upphæð sem rennur til nýframkvæmda á fjárlögum. Því vill Jón láta kanna aðkomu einkaaðila og veggjöld sem innheimt yrðu á þessum leiðum. Þörfin sé gríðarleg, og rökin ekki síst öryggi vegfarenda til viðbótar við þau sem lúta að hagræði þeirra sem eru á þessari leið. Spurður um vísbendingar um að almenningur leggist gegn slíkri fjár- mögnun framkvæmda og gjaldtöku segir Jón að á meðan hvorki liggur fyrir hvernig gjaldtöku yrði háttað, né hvað fengist fyrir veggjöldin, verði menn að staldra við og gaumgæfa rökin. „Nánari upplýsingar um það munu ekki liggja fyrir fyrr en skýrsla starfshópsins hefur verið rýnd og tillögur gerðar á grundvelli hennar,“ segir Jón sem sér fyrir sér „styttri ferðatíma, styttingu vegalengda, sparnað í eldsneyti, minnkun útblásturs og stóraukið umferðar- öryggi. Mögulega gætu trygginga- iðgjöld lækkað í kjölfarið með minni Hver einasta framkvæmd myndi gleypa allt vegaféð Stærðargráða aðkallandi samgöngubóta út frá höfuðborgarsvæðinu sést best á því að allt vegafé til nýfram- kvæmda á fjárlögum næði ekki að dekka kostnað við eina framkvæmd. Ráðherra telur gagnrýni á fjár- mögnun með veggjöldum ótímabæra – fyrst þegar niðurstaða nefndar hans kemur sé hægt að ræða málið. Ráðherra telur áratugi munu líða áður en samgöngubætur verða að veruleika, nema aðkoma einkaaðila komi til. FRéTTaBlaðið/GVa slysatíðni. Ég vil gjarnan hvetja allan almenning til þess að bíða eftir því að sjá hvað er í pakkanum, en spara sér það í bili að vera á móti einhverju sem það veit ekki hvað er.“ Verði ráðist í þessar framkvæmdir til hliðar við samgönguáætlun, eins og Jón segir, losnar um vegafé til að taka stærri skref í uppbyggingu á landsbyggðinni en annars er mögu- legt. Í ferðum hans hafi þetta mál hvarvetna borið á góma; fólk vilji vita líklegt gjald og spyrji hvort unnt sé að hraða tilteknum framkvæmdum á landsbyggðinni með því að leggja á veggjöld – sem margir eru fúsir til yrði það til þess að ljúka verkefnum fyrr en ella. svavar@frettabladid.is Ég sé fyrir mér styttri ferðatíma, styttingu vegalengda, sparn- að í eldsneyti, minnkun útblásturs og stóraukið umferðaröryggi. Mögulega gætu tryggingaiðgjöld lækkað í kjölfarið með minni slysatíðni. Jón Gunnarsson, ráðherra sam- göngu- og sveitar- stjórnarmála SLYS Foreldri sem eignaðist andvana fætt barn fær ekki bætur úr líftrygg- ingu sem það hafði tekið hjá trygg- ingafélagi sínu. Úrskurðarnefnd vátryggingamála komst að þessari niðurstöðu á síðasta ári en úrskurðir ársins 2016 verða birtir á næstunni. Umrætt barn lést í móðurkviði og var í kjölfarið fætt andvana. For- eldrið taldi sig eiga rétt til bóta úr líftryggingunni, sem einnig náði til barna þess, enda kæmi ekki fram í skilmálum tryggingarinnar að hún tæki ekki til andvana fæðinga. Í niðurstöðu úrskurðarnefndar- innar kom fram að það væri grunn- eðli líftryggingar að tryggja bætur við andlát einstaklings sem fæðst hefur lifandi. Vátryggður samkvæmt líftryggingu sé sá maður hvers lífs eða heilsu vátrygging taki til. Þar sem barnið hafði ekki fæðst lifandi átti foreldrið ekki rétt á bótum. – jóe Líftrygging tók ekki til andvana fæðingar FE rÐaÞJ Ó n uSTa Þótt gestum hafi fjölgað við Gullfoss og Geysi undan farin ár hefur slysum fækk- að. Á vef Umhverfisstofnunar, sem hefur  umsjón með Gullfossi og Geysi, segir að svo virðist sem tekist hafi að bæta öryggi ferðamanna. Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur tekið saman upplýsingar yfir komur sjúkrabíla á Gullfoss- og Geysissvæðið vegna hálkuslysa eða annarra slysa. Síðastliðinn vetur urðu alls 7 slys, veturinn þar á undan urðu 18 slys en 10 slys veturinn 2014 til 2015. Flest slys urðu á Geysissvæðinu síðustu þrjá vetur eða 23 en 12 á sama tíma við Gullfoss. – ibs Bætt öryggi hefur fækkað slysum Flest slysin verða við Strokk. FRéTTaBlaðið/GVa 1 8 . m a í 2 0 1 7 F I m m T u D a g u r10 F r é T T I r ∙ F r é T T a B L a Ð I Ð 1 8 -0 5 -2 0 1 7 0 5 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C E 2 -5 7 1 8 1 C E 2 -5 5 D C 1 C E 2 -5 4 A 0 1 C E 2 -5 3 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.