Fréttablaðið - 18.05.2017, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 18.05.2017, Blaðsíða 48
V ið fögnum vori og íslenskri sumarblíðu með tónlist í takti við veður. Fjölbreytt, heillandi, sefandi  en umfram allt lífleg og fjörleg,“ segir Svanhildur Sverrisdóttir, ein meðlima Kvennakórs Reykjavíkur um sumartón- leikana sem kórinn heldur á morgun. „Við munum taka allt frá þekktum dægurlögum Abba, Bítlanna, Lennons og Queen til ungverskra þjóðlaga og svo laga með ryþma-klappi þar sem sannar- lega reynir á samhæfni, húmor og dans- hæfileika. Einnig flytjum við gullfallegt nýtt lag eftir Halldór Smárason við ljóð Haralds Stígssonar, Minningarbrot, sem frumflutt var um síðustu helgi á lands- móti íslenskra kvennakóra á Ísafirði.“ Lögin eru valin af kórstjóranum Ágotu Joó. „Hún hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir og takast á við frumlegar og krefj- andi útsetningar. Um undirleik sjá svo Birgir Bragason á bassa, Erik Robert Qvick á slagverk og Vilberg Viggósson á píanó. “ „Við munum dusta rykið af óborgan- legu skúringanúmeri,“ segir Svanhildur. Spurð nánar út í hvað það þýðir segir hún: „Hið óborganlega skúringanúmer er flutningur á laginu Three ways to vacuum your house eftir Stephen Hat- field og fjallar um duglegar húsmæður sem sannarlega standa sig í stykkinu við heimilisþrifin en rasa svo út inn á milli. Kórinn býður tónleikagestum þar upp á tilþrif hvað varðar spor og hreyfingar og jafnvel búninga,“ útskýrir Sesselja sem lofar góðri skemmtun. „Kvennakór Reykjavíkur hefur unnið til verðlauna fyrir framúrskarandi flutning á fjölbreyttri tónlist. Hann æfir af miklum metnaði og tekst á við fjöl- þjóðlega tónlist á ýmsum tungumálum,“ bætir hún við að lokum. Þess má geta að tónleikarnir eru haldnir í Guðríðarkirkju og hefjast klukkan 20.00. Miðaverð er 3.000 krónur í forsölu en 3.500 krónur við inngang- inn. gudnyhronn@365.is Kvennakór Reykjavíkur syngur inn sumarið Kvennakór Reykjavíkur ætlar að syngja inn sumarið á morgun með tónleikum þar sem fjöl- breytt tónlist verður tekin fyrir. Meðal þess er nýtt lag eftir tónskáldið Halldór Smárason. Kvennakór Reykjavíkur heldur uppi stuðinu í Guðríðarkirkju á morgun. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Katrín Eiríksdóttir lést föstudaginn 12. maí á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útför hennar fer fram frá Áskirkju mánudaginn 22. maí kl. 13.00. Kristín Sveinsdóttir Pétur Árni Carlsson Elín Á. Sveinsdóttir Sólveig K. Sveinsdóttir Már Grétar Pálsson Sigurbjörg E. Eiríksdóttir Pjetur Már Helgason ömmu- og langömmubörn. Okkar yndislegi lífsförunautur og fyrirmynd, Róbert Helgi Gränz þúsundþjalasmiður, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut 13. maí. Útförin fer fram frá Digranes- kirkju í Kópavogi mánudaginn 22. maí klukkan 15.00. Jóhanna Ingimundardóttir Jenna Gränz Björgvin Jónsson Daði Gränz Sigurrós Halldórsdóttir Ólafur Gränz Erna Rósa Eyþórsdóttir og barnabörnin. Okkar ástkæra Jóhanna Kristjónsdóttir lést 11. maí síðastliðinn. Hún verður jarðsungin frá Neskirkju á morgun, föstudaginn 19. maí klukkan 13. Við þökkum innilega þá miklu samúð og hluttekningu sem okkur öllum hefur verið sýnd. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þau sem vilja minnast Jóhönnu láti Fatímusjóðinn vinsamlegast njóta þess: Reikningsnúmer: 0512-04-250461 - kennitala: 680808-0580. Börn hennar Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Illugi Jökulsson, Hrafn Jökulsson og Kolbrá Höskuldsdóttir; barnabörnin Kristjón Kormákur Guðjónsson, Jökull Ingason Elísabetarson, Garpur Ingason Elísabetarson, Gísli Galdur Þorgeirsson, Vera Sóley Illugadóttir, Ísleifur Eldur Illugason, Máni Hrafnsson, Örnólfur Hrafn Hrafnsson, Þórhildur Helga Hrafnsdóttir, Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir, Magdalena Sigurðardóttir; barnabarnabörn, tengdafólk og aðrir aðstandendur. Elskulegur sambýlismaður minn, bróðir okkar og mágur, Ómar Freyr Sigurðsson Krummahólum 8, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 6. maí. Útförin fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 22. maí kl. 15.00. Elín Björg Valdórsdóttir Ólína Þórunn Sigurðardóttir Friðrik Kristjánsson Ástþór Sigurðsson Helga Oddsdóttir Geir Sigurðsson Berglind Elfarsdóttir Einar Marteinn Sigurðsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Guðmunda Árnadóttir Skipasundi 64, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum 13. maí. Útförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 24. maí kl. 11.00. Ingiríður Oddsdóttir Óli Pétur Friðþjófsson Þórunn Oddsdóttir Örn Ottesen Hauksson Davíð Atli Oddsson Ingigerður Friðriksdóttir Hjörtur Oddsson Guðrún Þórisdóttir Eygló Íris Oddsdóttir Hannes Sampsted Dagný Oddsdóttir Jónas Hjartarson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts okkar ástkæra sonar, bróður, mágs, fósturföður og afa, Árna Gíslasonar. Gísli Guðmundsson Margrét Árnadóttir Guðmundur Kr. Gíslason Svanhildur Steingrímsdóttir Soffía M. Gísladóttir Ragnar Magnússon Andri Örn, Aníta Björg og Amalía Tía Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Jónsdóttir Dyngjuvegi 17, Reykjavík, lést 11. maí á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 22. maí kl. 15.00. Sighvatur Sævar Árnason Þórhalla Arnljótsdóttir Ásta Árnadóttir Gunnar Árni Ólason Kristín Árnadóttir Hlynur Reimarsson ömmu- og langömmubörn. Ástkær móðir, tengdamóðir og amma, Elva M. Ólafsdóttir Aflagranda 40, Reykjavík, lést á Vífilsstöðum 7. maí síðastliðinn. Ættingjar vilja koma á framfæri þökkum til starfsfólks Vífilsstaða og starfsfólks deildar 12E á Landspítala. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Útförin var gerð í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Heimir Guðjónsson Ragnhildur Elín Lárusdóttir Ólafur Guðjónsson Lísbet Ósk Karlsdóttir Haukur Heimisson Baldur Búi Heimisson Guðjón Karl Ólafsson Hilmir Freyr Heimisson Elva Björk Ólafsdóttir Ásta Lovísa Heimisdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, Rafns Haraldssonar Bræðrabóli, Ölfusi. Sigurbjörg Jónsdóttir Daði Rafnsson Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir Hlín Rafnsdóttir Derek Murphy Rafn Haraldur Rafnsson Ásgerður Kristrún Sigurðardóttir Sigríður Rafnsdóttir Manello Marakabei og barnabörn. Við munum taka allt frá þekktum dægurlögum Abba, Bítlanna, Lennons og Queen til ungverskra þjóðlaga. 1 8 . m a í 2 0 1 7 F I m m T U D a G U R36 T í m a m ó T ∙ F R É T T a B L a ð I ð tímAmót 1 8 -0 5 -2 0 1 7 0 5 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C E 2 -4 8 4 8 1 C E 2 -4 7 0 C 1 C E 2 -4 5 D 0 1 C E 2 -4 4 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.