Fréttablaðið - 18.05.2017, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 18.05.2017, Blaðsíða 46
Handbolti Sigþór Árni Heimis- son, leikstjórnandi Akureyrar handboltafélags, varð í gær fyrsti maðurinn sem endurstofnað lið KA semur við en þessi uppaldi KA- maður ákvað að spila frekar með KA í 1.  deildinni heldur en Akur- eyri sem er nú meistaraflokkur og annar flokkur Þórs, erkifjendanna úr Þorpinu. Eftir slit KA og Þórs á fundi með Handknattleikssambandi Íslands í fyrradag varð ljóst að bæði KA og Akureyri (Þór) senda lið til leiks í 1. deildinni eftir að AHF féll en í stað- inn fyrir að taka upp eigið nafn á ný héldu Þórsarar Akureyrarnafninu sem er búið að byggja upp undan- farinn áratug. „Það eru verðmæti í vörumerkinu Akureyri handboltafélag eins og samningar við styrktaraðila. Við erum bara að yfirtaka félagið frá a-ö. Félagið er áfram til þótt pabb- inn eða mamman yfirgefi heimilið. Við erum bara með forræði yfir króganum núna,“ segir Árni Óðins- son, formaður Íþróttafélagsins Þórs, um slitin. Svartir og flottir Árni segir allt óbreytt hjá Þórsurum fyrir utan það, að liðið rekur nú Akureyri Handboltafélag. Þórsarar verða áfram til, rauðir og hvítir, upp í 3. flokk en eftir það tekur við 2. flokkur og svo meistaraflokkur AHF. „Við ætlum bara að vera svartir og flottir. Unglingaflokkarnir okkar hafa verið flottir undanfarin ár og eru í mjög góðu umhverfi. Þeir verða áfram Þór. Síðan Akureyri var sett á laggirnar höfum við skil- að einum átta strákum í atvinnu- mennsku þannig að eitthvað erum við að gera rétt í uppbyggingunni,“ segir Árni, en hvernig er staðan á samningsmálum leikmanna, þjálf- ara og styrktaraðila? „Það standa allir samningar sem hafa verið gerðir. Það verður engum leikmanni haldið nauð- ugum en Sverre Jakobsson er með samning í ár til viðbótar og er þjálfari Akureyrar handboltafélags í dag. Styrktarsamningar halda sér líka en við sjáum augljóslega verð- mæti í þeim.“ Þórsarar, eins og KA-menn, hafa verið á fullu að funda og vinna í sínum málum. Hver framtíðin verður hjá Akureyri til lengri tíma er óráðin. Þórsarar sjá hag sinn í að reka AHF áfram núna en það er ekkert útilokað að endurvekja Þór síðar meir þótt það sé ekki á stefnu- skránni í dag. „Það verður bara að reyna á það hversu vel okkur tekst að halda utan um þetta vörumerki. Núna er það verðmætara fyrir okkur heldur en ekki en svo er allt breytingum háð,“ segir Árni. Leikmenn fara frítt KA gaf eftir nafnið, styrktarsamn- ingana og þjálfarann til að snúa aftur gulir og bláir á næsta ári. Nú hefst kapphlaup félaganna um leik- mennina sem geta farið frítt á milli liða fyrir norðan en Akureyri (Þór) fær hagnaðinn ef leikmenn eru seldir annað. „Samkvæmt þessum samningi sem gerður var á milli HSÍ, Þórs og KA eru leikmannasamningar í eign Akureyrar en við megum ræða við alla leikmennina og ef þeim líst betur á okkar framtíðarsýn mega þeir skipta um lið endurgjalds- laust. Það eina sem flækir málin er ef önnur lið vilja fá leikmenn- ina. Kaupi eitthvert lið leikmann í sumar sem er samningsbundinn Akureyri fær það, eða Þór, allt kaupverðið. Það skiptist ekki jafnt eins og það gerðist áður. Þessu fórn- uðum við,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. Hann bætir við að bæði félög séu nú í því að kynna leikmönnum sína framtíðarsýn en aðspurður hvort það þýði ekki á íslensku að KA- menn fari í KA og Þórsarar verði eftir í Akureyri svarar Sævar: „Jú, það gæti verið einmitt þannig.“ Þarf að finna útgönguleið Árni Óðinsson, formaður Þórs, segir engan leikmann hafa gefið sig fram enn þá sem vill fara yfir en fundað var með leikmönnum í gær. „Þar voru KA-menn á fundi. Það var bara verið að gera leikmönnum og þjálf- urum grein fyrir stöðunni. Ef ein- hver vill fara verður það bara þannig en það þarf að finna útgönguleið,“ segir hann. Þórsarar hafa óskað eftir því að spila áfram í Höllinni en KA spilar í sínu húsi. Eins og staðan er núna er Sigþór Árni Heimisson eini leik- maður meistaraflokks KA fyrir utan unga gutta í 3. flokki en Sævar segist reikna með því að 2. flokks leik- menn Akureyrar sem eru uppaldir hjá þeim gulu komi nú yfir. Kapphlaupið er í það minnsta hafið. tomas@365.is Leikmenn mega velja sér lið Kapphlaupið um leikmenn Akureyrar handboltafélags á milli KA og Þórs er hafið. Þór sér verðmæti í Akur- eyrarnafninu og heldur styrktarsamningum og þjálfaranum. Ekki útilokað að Þór verði aftur til seinna. Leikstjórnandinn Sigþór Árni Heimisson valdi frekar að spila fyrir uppeldisfélagið sitt KA og fór frítt frá Akureyri (Þór). FréttAbLAðið/Anton brinK Það verður bara að reyna á það hversu vel okkur tekst að halda utan um þetta vörumerki. Árni Óðinsson, formaður Þórs Körfubolti Craig Pedersen, lands- liðsþjálfari karla í körfubolta, stýrir liðinu ekki á Smáþjóðaleikunum sem fram fara í San Marínó í lok maí og byrjun júní og aðstoðar- maður hans, Arnar Guðjónsson, fylgir heldur ekki liðinu. Margir lykilmenn landsliðsins verða heldur ekki með en níu nýlið- ar eru í tólf manna hópi íslenska liðsins. Þarna fá yngri menn tæki- færi til að vinna sér inn síðustu lausu sætin í EM-hópnum sem fer til Helsinki í lok ágúst. Hópurinn er byggður upp á U20 ára landsliðinu en þjálfari þess, Finnur Freyr Stefánsson, stýrir íslenska liðinu í San Marinó. Hann er einnig aðstoðarþjálfari lands- liðsins og auðvitað þjálfari Íslands- meistara KR. Kristófer Acox er reynslumesti leikmaður íslenska hópsins sem var kynntur í gær en hann á samt aðeins tólf landsleiki að baki. Landslið kvenna er skipað öllum þeim bestu leikmönnum sem leik- færir eru. Gunnhildur Gunnars- dóttir er barnshafandi og í fríi að þessu sinni. Keflvíkingurinn Birna Valgerður Benónýsdóttir er eini nýliðinn í liðinu. Helena Sverris- dóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir barnsburðarleyfi. Kvennaliðið: Berglind Gunnars- dóttir, Snæfelli, Birna Valgerður Benónýsdóttir, Keflavík, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík, Hallveig Jónsdóttir, Val, Helena Sverrisdóttir, Haukum, Hildur Björg Kjartansdótt- ir UTPA, Ingunn Embla Kristínar- dóttir, Grindavík, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Stjörnunni, Sandra Lind Þrastardóttir, Horsholms, Sara Rún Hinriksdóttir, Canisius, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrími, Thelma Dís Ágústsdóttir, Keflavík. Karlaliðið: Emil Karel Einarsson, Þór Þ., Gunnar Ólafsson, St. Francis, Jón Axel Guðmundsson, Davidson, Kári Jónsson, Drexler, Kristinn Pálsson, Marist, Kristófer Acox, KR, Maciek Baginski, Njarðvík, Matthí- as Orri Sigurðarson, ÍR, Ólafur Ólafsson, Grindavík, Pétur Rúnar Birgisson, Tindastóli, Tryggvi Snær Hlinason, Þór Ak., Þórir Guðmund- ur Þorbjarnarson, KR. tomas@365.is Pedersen fer ekki með Craig Pedersen fylgir liðinu ekki til San Marínó. FréttAbLAðið/Ernir NICOTINELL LYFJATYGGIGÚMMÍ Ertu að hætta að reykja? Veistu hvaða bragðtegund hentar þér? Nicotinell Classic/Mint/Fruit/Lakrids/IceMint/Spearmint lyfjatyggigúmmí, Nicotinell Mint munnsogstöflur, Nicotinell forðaplástur. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Nicotinell-6-bragdtegundir-5x10 copy.pdf 1 11.5.2017 09:54 1 8 . m a í 2 0 1 7 f i m m t u d a G u r34 S p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð 1 8 -0 5 -2 0 1 7 0 5 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C E 2 -5 C 0 8 1 C E 2 -5 A C C 1 C E 2 -5 9 9 0 1 C E 2 -5 8 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.