Fréttablaðið - 18.05.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 18.05.2017, Blaðsíða 30
Nú tæpum tveimur vikum eftir að upplýsingar um fyrirhugaða einkavæðingu Fjölbrautaskólans við Ármúla láku í fjölmiðla bólar ekkert á endan- legri tilkynningu þar að lútandi frá mennta- og menningarmála- ráðherra. Biðin eftir svari ráðherra er orðin óþægilega löng og hefur slæm áhrif á starfsanda og líðan starfsmanna og nemenda skólans. Að öllu jöfnu hefði undirbúningur næsta skólaárs hafist fyrir nokkru í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Í því felast m.a. ráðningar stjórnenda og annars starfsfólks, endurnýjun tækjabúnaðar og skipulag kennslu. Dráttur á ákvörðun um framhald skólastarfs í Fjölbrautaskólanum við Ármúla hamlar þessari vinnu sem er löngu tímabær. Fyrir liggur að skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla hættir, enda stóð til að skól- inn yrði lagður niður. Hver dagur sem líður án endanlegrar ákvörð- unar skaðar skólastarfið enn meira, hvort sem skólinn verður á endanum lagður undir Tækniskólann eða ekki. Öll gögn um nemendafjölda næstu ára og rekstur skólanna eru þekkt. Upplýsingar um breytingar á nemendafjölda næstu ára liggja fyrir. Ljóst er að nemendum í fram- haldsskólum mun fækka á allra næstu árum og fjölga síðan aftur að fáeinum árum liðnum. Upp- lýsingar um rekstur skólanna og starfsánægju liggja fyrir. Samkvæmt niðurstöðum úttekta er Fjölbrauta- skólinn við Ármúla vel rekinn skóli. Hann býr að glæsilegu húsnæði sem hentar vel starfsemi skólans, öflugu starfsliði og ánægðum nemenda- hópi. Skólinn er í áttunda sæti sem Stofnun ársins í flokki stofnana með fleiri en 50 starfsmenn og þar með, þriðja árið í röð, sá framhaldsskóli á höfuðborgarsvæðinu sem fær hæsta einkunn starfsmanna. Atburðarás síðustu daga hefur skaðað þann jákvæða starfsanda sem fyrir var. Þekkt er að skólinn hefur á löngum tíma byggt upp öflugt fjarnám sem er vel sótt af nemendum á öllum aldri hvaðanæva af landinu og ljóst er að forsvarsmenn Tækniskóla Íslands myndu ekki slá hendinni á móti því að taka fjarnám okkar yfir. Öll gögn liggja fyrir. Eftir hverju er beðið? Stjórnarandstaðan hefur gagn- rýnt einkavæðinguna sem hefur farið fram á bak við luktar dyr. En af hverju heyrist ekkert í þingmönnum stjórnarflokkanna? Hvað segja þing- menn og ráðherrar Bjartrar framtíð- ar og Viðreisnar? Ef andstaða meðal stjórnarliða skýrir þann drátt sem hefur orðið á endanlegri ákvörðun ráðherra væri eðlilegt að það kæmi fram í dagsljósið fyrr en seinna. Að einkavæða ríkisskóla og segja starfsfólki hans upp er afdrifarík ákvörðun. Ákvörðun um framhald skólastarfs í Fjölbrautaskólanum við Ármúla þolir enga bið. Óþolandi óvissa um framhald skólastarfs Það var einkar ánægjulegt að sjá ríkisstjórnina ýta vinnu við gerð aðgerðaáætlunar í loftslagsmál- um úr vör á dögunum. Stjórnvöld gera sér grein fyrir því að loftslagsmál eru alþjóðlegt verkefni og að við Íslend- ingar getum ekki setið hjá, án þess að taka ábyrgð á þessu sameiginlega vandamáli allra þjóða heims. Það er einmitt ánægjulegt að við Íslendingar erum í aðstöðu til að gera gott betur en aðrar þjóðir og vera í fararbroddi í loftslagsmálum í ver- öldinni. Áætlun ríkisstjórnarinnar miðar að því að við getum staðið við skuldbindingar okkar samkvæmt Parísarsamkomulaginu frá 2015, sem var að mínu mati vendipunktur í því hvernig alþjóðasamfélagið fæst við vandann og miðar við að halda hlýn- un andrúmsloftsins innan við 2°C, miðað við upphaf iðnbyltingarinnar. Aukum notkun hreinnar orku og minnkum orkunotkun almennt Loftslagsmál eru orkumál, enda koma rúmlega tveir þriðju af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum frá orkuvinnslu. Yfir 80% af orku- notkun í heiminum eru síðan vegna brennslu jarðefnaeldsneytis, en það þýðir að leiðirnar að markmiði Parísarsamkomulagsins eru fyrst og fremst tvær. Annars vegar er mikil- vægt að draga úr vexti orkunotk- unar almennt; hins vegar minnka kolefnislosandi orkunýtingu sem mest í heiminum – sér í lagi vegna brennslu kola og olíu. Aukin endurnýjanleg orkuvinnsla er ein árangursríkasta leiðin til að minnka kolefnislosandi orku- vinnslu á heimsvísu. Spá Alþjóða- orkustofnunarinnar um orkunotk- un til ársins 2040 gerir enda ráð fyrir tæplega 80% vexti í nýtingu endur- nýjanlegrar orku, en á sama tíma er ekki gert ráð fyrir að kolanotkun í heiminum minnki, vegna aukinnar orkunotkunar. Við Íslendingar stöndum í þeim sporum að 85% af orkunotkun okkar eiga sér uppruna í endur- nýjan legum orkuauðlindum. Til okkar er yfirleitt litið sem fyrir- myndar á heimsvísu, enda er ljóst að loftslagsmál væru mun viðráðan- legra vandamál, væri þetta hlutfall svona í öllum heiminum. Með sjálfbærni að leiðarljósi Þessum góða árangri höfum við náð með sjálfbærni að leiðarljósi, þar sem efnahagsáhrif og hagkvæmni hafa verið helsti drifkrafturinn. Við höfum náð að haga málum þann- ig að með nýtingu endurnýjanlegra orkuauðlinda þurfum við ekki að flytja inn eldsneyti fyrir raforkufram- leiðslu og húshitun – óendurnýjan- lega orkugjafa sem hafa í för með sér losun á gróðurhúsalofttegundum og aðra mengun. Þegar við horfum á alþjóðasam- félagið kemur í ljós að Evrópa er leið- andi í baráttunni við loftslagsbreyt- ingar í heiminum. Þar hefur verið tekin ákvörðun um að tvískipta verkefninu; annars vegar er um að ræða staðbundin markmið innan Evrópulanda, á ábyrgð stjórnvalda í hverju landi fyrir sig. Hins vegar er hið svokallaða ETS-viðskiptakerfi með losunarheimildir, sem ekki er bundið við landamæri og er á ábyrgð fyrirtækjanna sem losa. Yfir 11.000 fyrirtæki í Evrópu eru þátttakendur í ETS og markmið með kerfinu er að losun minnki um 40% til ársins 2030 miðað við losun árið 1990. ETS-kerfið er hornsteinn í aðgerð- um Evrópu í loftslagsmálum. Í því eru skýrir hagrænir hvatar til að draga úr losun með hagkvæmni að leiðarljósi með því að hvetja til fram- þróunar á sviðum þar sem mestir möguleikar eru á að ná árangri. Kerf- ið gerir ráð fyrir samdrætti í losun frá starfsemi fyrirtækja sem falla undir ETS-kerfið. Takmarkaður fjöldi los- unarheimilda í Evrópu felur í sér að ef losun er aukin á ákveðnum stöð- um þarf samdráttur að verða meiri annars staðar á svæðinu. Íslensk fyrirtæki sem nýta endurnýjanlega orku standa vel innan þessa kerfis. Helsti veikleiki ETS-kerfisins felst hins vegar í því að það er bundið við Evrópuálfuna, sem skapar hættu á því að kolefnislosandi starfsemi flytjist til annarra heimshluta, t.a.m. þróunarlanda, sem ekki eru með jafn metnaðarfull markmið og eftirlit í loftslagsmálum. Frumkvæði frá íslensku atvinnulífi Eins og ég vék að í byrjun er aðgerða- áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslags- málum fagnaðarefni. Það er þó að mínu viti afar mikilvægt, að íslensk orkufyrirtæki jafnt sem önnur fyrir- tæki sýni frumkvæði í því að finna hagkvæmar leiðir og verkefni til að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda. Í krafti sérstöðu okkar og sérþekkingar getum við lagt mikið af mörkum, jafnt innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi, í þessu mikilvægasta verkefni samtímans. Loftslagsmál eru orkumál Í rúm þrjú ár hefur SÍM barist fyrir því að koma á samningum milli listamanna og opinberra safna, til að greiða listamönnum fyrir sýningarhald í söfnunum. Í rúmt ár hafa verið tilbúin drög að slíkum samningi, sem byggir á fyrirmyndum erlendis frá. Samningsdrögin hafa verið nefnd Framlagssamningur- inn og eru grundvöllur fyrir fram- tíðarfyrirkomulagi sýningarhalds á Íslandi, þar sem listamönnum sem sýna í virtustu sýningarsölum lands- ins verður greitt fyrir sýningarhald. SÍM vann að Framlagssamningn- um í samvinnu við forstöðumenn stærstu opinberu listasafnanna, og hefur kynnt drögin fyrir sveitarfélög- um og ríki frá því í október 2015 sem hluti af herferðinni VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM. Afstaða SÍM hefur jafnframt verið sú að ríki og sveitarfélög, sem eiga og reka stærstu opinberu listasöfn landsins, verði að tryggja listasöfnunum þær aukafjár- veitingar sem þarf til að koma samn- ingnum á. Þrjú mikilvægustu skrefin sem þarf að hafa í huga til að koma á framtíðarfyrirkomulagi eru þessi. 1. Full fjármögnun framlagssamn- ingsins er nær en við höldum Út frá upplýsingum frá Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Listasafninu á Akureyri, Listasafni Árnesinga, Listasafni Reykjanes- bæjar, Hafnarborg og Gerðarsafni, sem birtar eru í STARA nýjasta tíma- riti SÍM, er ljóst að kostnaður vegna launa til listamanna eykst árið 2017 miðað við síðasta ár. Óskað var eftir upplýsingum frá söfnunum um hver kostnaðurinn yrði ef farið væri eftir Framlagssamningnum miðað við sýningardagskrá 2017, auk upplýsinga um hvað áætlað er að greiða listamönnum sem sýna á árinu. Upplýsingarnar eru birtar í tímaritunum sundurliðaðar miðað við þóknun, vinnuframlag og lista- mannaspjall. Fram kom að áætlað er að greiða samtals kr. 12.038.400. á árinu, sem yrði rúmlega 25% hækkun milli ára. Slíkar breytingar eru jákvæðar og skref í rétta átt. Þessar upplýsingar fela líka í sér að framtíðin er mun nær en við höldum. Listasöfnin á Íslandi eru nú þegar tiltölulega nálægt því að geta fjármagnað greiðslur til listamanna samkvæmt Framlagssamningnum. Ef miðað er við árið 2017 þarf ein- ungis 25 milljónir króna samanlagt frá sveitarfélögunum og ríki til að greiða myndlistarmönnum í sam- ræmi við Framlagssamninginn. Það myndi breyta starfsumhverfi myndlistarmanna til samræmis við nágrannalöndin eins og Danmörk, Noreg og Svíþjóð. Ef launakostnaður safnanna hækkar áfram með sama hætti milli ára, yrðu greiddar þókn- anir frá söfnunum í samræmi við Framlagssamninginn eftir fimm ár. 2. Ekkert kemur af sjálfu sér: listasöfn og listamenn þurfa að vinna saman að fjármögnun samningsins Ef listasöfn á Íslandi myndu nú þegar greiða listamönnum eftir Framlagssamningnum á árinu 2017 væri heildarkostnaðurinn við það kr. 38.342.500. Til að hægt sé að komast þangað, þurfa listasöfnin að biðja um aukið fjármagn við gerð rekstraráætlana fyrir hvert starfsár. Það hefur hingað til ekki verið gert af krafti. Jafnframt þurfa söfnin að gera ráð fyrir því að kostnaður vegna launa til listamanna sé liður sem muni vaxa á næstu árum. Nýlistasafnið var eina listasafnið sem bað um aukafjárveitingu á síðasta ári, til þess að greiða mynd- listarmönnum eftir Framlags- samningnum miðað við sýningar- dagskrá 2017. Hafnarborg bað um aukafjárveitingu til þess að greiða myndlistarmönnum og fékk eina milljón króna. Það eru vonbrigði að ekki hafi fleiri söfn beðið um aukafjárveitingu til þess að greiða myndlistarmönnum eftir Framlags- samningnum. Framtíðin kemur ekki af sjálfu sér; myndlistarmenn, söfn og stjórn- völd þurfa að vinna saman að breyt- ingunum. Söfnin þurfa að biðja um og gera ráð fyrir að fá aukið fjár- magn til þess að greiða eftir Fram- lagssamningnum. Því ef við spyrjum ekki þá er svarið alltaf nei. 3. Listamenn krefjist að fá greitt samkvæmt Framlagssamn- ingnum Myndlistarmenn sem fá boð um að sýna í söfnum sem rekin eru af opin- berum aðilum, ríki og sveitarfélög- um, þurfa að standa með sjálfum sér. Þeir þurfa að þora að biðja um að greitt verði eftir Framlagssamn- ingnum vegna sýningarhaldsins. Ef það gengur ekki eftir þurfa þeir að þora að spyrja: hvers vegna ekki? Frá því SÍM hóf herferðina Við borgum myndlistarmönnum, virð- ist sem málaflokknum um greiðslur þóknana til listamanna hafi verið gefinn meiri gaumur og greiðslur vegna þóknana hafa vissulega aukist milli ára. Við erum samt ekki komin þangað sem við ætlum. Því meiri pressu sem við setjum á okkur sjálf, listasöfnin og eigendur þeirra, því styttri tíma tekur að komast þangað. Það er ekkert að því að semja um kaup og kjör og óska eftir að fá laun fyrir sína vinnu. Það þarf kjark til að standa með sjálfum sér og við höfum nóg af honum nú þegar. Við notum hann á hverjum degi í okkar störfum. Nú þurfum við að nýta hann til að semja um kaup og kjör. Og svo þurfum við að nýta hann til að standa saman í gegnum þessar breytingar. Að borga myndlistarmönnum: framtíðin í þremur skrefum Helmut Hinrichsen gæðastjóri við FÁ Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður SÍM Það eru vonbrigði að ekki hafi fleiri söfn beðið um aukafjárveitingu til þess að greiða myndlistarmönnum eftir Framlagssamningnum. Aukin endurnýjanleg orku- vinnsla er ein árangurs- ríkasta leiðin til að minnka kolefnislosandi orkuvinnslu á heimsvísu. Biðin eftir svari ráðherra er orðin óþægilega löng og hefur slæm áhrif á starfsanda og líðan starfsmanna og nemenda skólans. 1 8 . m a í 2 0 1 7 F I m m T U D a G U R30 s k o ð U n ∙ F R É T T a B L a ð I ð 1 8 -0 5 -2 0 1 7 0 5 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C E 2 -5 C 0 8 1 C E 2 -5 A C C 1 C E 2 -5 9 9 0 1 C E 2 -5 8 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.