Fréttablaðið - 20.05.2017, Side 29
Svavar förum út að borða. Ég borða
í raun allan íslenskan mat. Það er
kannski helst skata sem ég er ekki
sérstaklega hrifinn af.“
„Hann borðar þorramat og allt,“
segir Svavar og rifjar upp sögu af
þorrablóti. „Það stóð kona fyrir aftan
hann í biðröðinni að hlaðborðinu.
Hún hallaði sér að honum og hvíslaði:
Veistu hvað þetta er, vinur?“
Mætir fordómum með brosi
Natthawat segir íslenskt samfélag
hafa breyst. Taílendingum sé tekið
opnum örmum. Hann verður æ
sjaldnar fyrir fordómum vegna upp
runa síns en þegar það hendir segist
hann taka því með brosi á vör.
„Fyrst þá nísti það að hjartarótum.
Núna mæti ég fordómum með brosi
og tek þá ekki nærri mér. Ég vann
einu sinni á Hrafnistu við að gefa
öldruðum að borða. Þá neituðu
sumir þeirra að taka við matnum frá
mér og sögðu: Nei, við borðum ekki
mat frá svörtum manni. Ég hef líka
orðið fyrir aðkasti niðri í bæ. Mér
sagt að fara af því ég er með dökkan
hörundslit. Ég er ekki einu sinni með
sérlega dökkan húðlit,“ segir Natth
awat og skoðar á sér hendurnar. „En
það er svolítið síðan, Taílendingum
er tekið vel á Íslandi í dag og þeir
hafa aðlagast vel hér. Við finnum
bara fyrir vináttu og virðingu fólks í
dag.“
Veglegur kaupauki með
nýjum kæli- og frystiskápum.
Öllum nýjum Bosch og Siemens kæli- og frystiskápum fylgir
gjafabréf í Kjötkompaní að verðmæti 30.000 kr.
Komdu og gríptu tækifærið.
Við tökum vel á móti þér.
Gildistími er frá 17. maí til 22. maí.
Opið virka daga frá kl. 8.30 - 18 og á laugardögum frá kl. 11 - 14.
Í öllum Siemens og Bosch kæliskápum er
skúffa sem tryggir lengur ferskleika grænmetis
og ávaxta.
Í sumum skápunum er svokölluð kjötskúffa
þar sem finna má kaldasta svæðið í skápnum.
Hentar fyrir ferskt kjöt, ferskan fisk, drykki og
eldaða rétti.
Nam tok, réttur
með svínakjöti
sem er ekki að
finna á matseðl-
inum. Fólk má
hins vegar vel
biðja um hann.
Fréttablaðið/GVa
„Það var nú bara að ég og konan þáver
andi ætluðum að hætta vaktavinnu.
Vaktavinnan var erfið. Lögreglustarfið
hefur alltaf verið erfitt, en ég vildi ekki
vera lögreglumaður í dag.“
Ban Kúnn þýðir „heima hjá þér“ á
taílensku. „Við viljum að fólkinu líði
eins og heima hjá sér. Viljum hafa
fallegt og snyrtilegt í kringum okkur
og viljum að fólk finni að það sé vel
komið. Og það vilji koma aftur,“ segir
Svavar. „Svo erum við alltaf hér. Það
eru fá skipti þar sem hefur verið eldað
heima síðan við opnuðum staðinn,
þannig að þetta er viðeigandi heiti á
staðnum,“ segir hann.
Það eru nú ekki allir sem þola að
vinna svona saman? „Það hvessir nú
stundum. Við erum báðir með mikið
skap,“ segir Svavar og Natthawat
kinkar kolli. „En við erum nokkuð
sammála um það sem við erum að
gera hér. Það hefur gengið vel.“
Upphafið á sautjánda júní
Veitingastaðurinn varð í raun til í
kringum hátíðarhöld á sautjánda júní
í Hafnarfirði. „Fyrir átta árum ákvað
Natthawat að taka þátt í Austurgötu
hátíðinni á sautjánda júní og elda
taílenskan mat heima og selja,“ segir
Svavar. „Hann sagði mér að ef matur
inn myndi ekki seljast þá þyrfti ég að
borða hann.“
Svavar fékk enga afganga. Natth
awat seldi allt sem hann hafði eldað
á klukkutíma og Svavar var sendur í
margar ferðir til að kaupa meira kjöt
og núðlur. „Svona byrjaði þetta, þetta
hratt okkur af stað,“ segir Svavar sem
á þessum tíma var atvinnulaus og
leitaði sér að einhverju áhugaverðu
að gera. „Við færum veitingastaðinn
heim til okkar í Austurgötuna á sautj
ánda júní og í ár tökum við þátt í átt
unda sinn.“
„Fyrsta árið var ég með tíu kíló af
mat sem seldist upp á klukkustund.
Á næsta ári byrjaði ég með tuttugu
kíló en samt seldist allt upp aftur.
Það var grenjandi rigning en fólk stóð
í röðum og beið eftir matnum. Svavar
þurfti að fara í alveg jafn margar ferðir
í búðina,“ segir Natthawat og hlær.
„Fólk sagðist hafa beðið í heilt ár
eftir því að fá aftur góðar núðlur. Við
kláruðum allt kjötið og sérkryddið í
búðinni,“segir Svavar.
„Á síðasta ári var ég með 70 kíló
af svínakjöti og 100 kíló af kjúklingi,
það seldist allt upp,“ segir Natthawan.
„Þetta er dásamlegur dagur, við
hlökkum alltaf jafnmikið til, það er
ekkert stoppað!“ segir Svavar.
blómasúpa fyrir veikan mann
Munirnir inni á staðnum eru nærri
allir frá Taílandi og afar ræktarlegar
plöntur sem Natthawat á heiðurinn
af að dekstra við. Stór bananaplanta
er til prýði í einu horninu. „Natth
awat er með græna fingur. Hann
ræktar kryddjurtir heima sem við
notum hér, basiliku, steinselju, kórí
ander og myntu og fleira. Allt sem
hann leggur sig við, það blómstrar,“
segir Svavar.
„Ég trúi því að matur sé mikil
vægur, hann getur læknað okkur,“
segir Natthawat. „Ég nota bara ferskt
grænmeti og kryddjurtir, ég myndi
aldrei nota frosið hráefni. Ég þoli ekki
slíkt. Í Taílandi vitum við að hver jurt
hefur sinn mátt og tilgang. Kóríander
er gott fyrir hjartað til dæmis,“ segir
hann og segist stundum benda fólki
sem er að glíma við heilsufarsvanda
mál á hvað það geti borðað til að
bæta líðan sína.
„Einu sinni þegar ég var mjög mikið
veikur þá eldaði hann handa mér
sérstaka blómasúpu,“ segir Svavar og
brosir til Natthawats.
„Ég elda fyrir aðra það sem ég
myndi elda fyrir sjálfan mig. Það er
svona ákveðinn kærleikur í þessu,“
segir Natthawat sem hefur reitt fram
fyrir blaðamann og ljósmyndara tvo
rétti. Annars vegar pad thai sem er
vinsælasti rétturinn á matseðlinum
og nam tok sem er ekki á matseðlin
um. „Fólk kemur hingað og vill fá ekta
taílenskan mat, rétti sem það smakk
aði ef til vill á ferðalagi um Taíland,
við verðum við því,“ segir Svavar.
Hvað finnst þér um íslenskan mat,
Natthawat? „Mér finnst voðalega gott
að fá mér saltkjöt. Ég borða líka mikið
af lambakjöti, sérstaklega þegar við
h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 29l A U g A R D A g U R 2 0 . m A í 2 0 1 7
2
0
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:2
8
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
E
5
-6
D
1
8
1
C
E
5
-6
B
D
C
1
C
E
5
-6
A
A
0
1
C
E
5
-6
9
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
1
2
0
s
_
1
9
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K