Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 01.01.1875, Blaðsíða 85
UM SKULDIR EPTIR UMBOÐSMANN.
77
fyrra eiganda jaröarinnar, sækir um, að dómsmálastjórnin, þó hann
hafi sætzt á það, að nefnd skuld til ríkissjóðsins verði borguð af
þeim 10 hundr. í jörðunni, sem veðsett voru, sleppi þessum veðrétti
sínum, eða þá, hvernig sem svo fer, að með dómi verði skorið úr
því, hvort eigi að selja jörðina. þar sem sýslumaður í álitsskjali
sínu fer fram á, sumpart að veðið, sem sagt var upp 26. maí
1867, aðeins geti verið til tryggingar þeim skuldum Sveins þór-
arinssonar, sem uppá voru komnar til þessa dags, sumpart að
sættir þær, sem sækjandi hefir gengið að, sé ógildar, er hann
hafði ekki neina heimild frá skiptaréttinum í dánarbtíi Kristins
Thorarensens til að sættast á það fyrir hönd búsins, að veðið yrði
selt, hafið þér, herra amtmaður, látið í ljós, að með því að veð-
setning fram fór með þeim skilmálum, að segja mætti upp veðinu
með árs fresti, þá fylgi það af sjálfu sér, að veðið nái til allra
þeirra skulda, sem uppá eru komnar þangaðtil ár er liðið frá
þoim degi, er veðinu var sagt upp, það er að segja í þessu
tilfelli til 26. maí 1868, en aptur á móti segist þér ekki geta
skorið tír því, hvort sáttagjörðin sé gild.
Utaf þessu gefst yður hérmeö til vitundar, að eptir þvn, sem
atvikazt liefir, hefir stjórnarráðið ekkert ámó.ti skiptingu yðar á um-
boðslaununum af Möðruvalla klaustri á fardaga-árunum 18G7/as og
1808/g9. En að því er snertir spurninguna um, hvernig eigi að
fara með jörðina Eyrarland, sem að nokkrum hluta er seld ríkis-
sjóðnum að veði, gefst yður ennfremur til vitundar, yður til leið-
beiningar og svo þér kunngjörið það, að dómsmálastjórninni finnst
ekki nein ástæða til að gefa gaum að bænarskrá Petræusar bónda,
og skal þess þvínæst getið, að það er sjálfsagt, samkvæmt því
sem komið er þessu máli, að hlutaðeigandi embættismaður, sem er
skuld í því, að manni hefir verið stefnt til sáttafundar í þessu
máli, sem að sögn hefir verið þar óviðriðinn, verður að ábyrgjast allan
þann skaða, sem ríldssjóðurinn getur haft af þessu, og leggur
stjórnarráðið það fyrir yður, uppá eigin ábyrgð og þeirra em-
bættismanna eða embættisþjóna, sem þér kynnuð að setja til þess að
reka málið, að gjöra þær ráðstafanir, sem með þarf, eptir því sem
málavextir nú eru, til þess að ríkissjóðurinn nái skuld sinni úr
jörðunni, sem veðsett. er, þareð skýrslum þeim, sem stjórnarráðið
1870.
9. júlí.