Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 01.01.1875, Page 198
190 tJM BJARGLAUN FYRIR STRANDAÐ SKIP.
1871- sem útgjörðarmönnum skipsins eða þá öðrum, sem ganga í
17. júní. þeirra stað, bar að greiða, svo sem til viðurværis skipshafnarinnar
og heimfarar, og eru þannig þeim til handa borgaðir 153 rd. 13 sk.
um of, sem þeir eiga að endurgjalda þeim, sem björguðu skipinu,
en handa þeim eru aðeins eptir 93 rd. 48 sk. og hefir dóms-
málastjórnin í vörzlum sínum ávísun til þessa fjár uppá kaup-
mannafelag hér í bænum.
Utaf þessu mælumst vér til, að utanríkisstjórnin láti í té
aðstoð sína til að fá þá upphæð, sem útgjörðarmönnum skipsins
eða öðrum, sem hlut eiga að máli, hefir verið borgað um of,
endurgoldna með tilstilli frakknesku stjórnarinnar, og skal því við
bætt, að þeir 93 rd. 48 sk., sem þeir einnig eiga, er björguðu
sfcpinu, munu verða geymdir hér hjá stjórnarráðinu, þangað til
gjört er út um það, að nefndir 153 rd. 13 sk. verða endurgoldnir.
23. júní. 47. Brcf dómsmálastjórnarinnar til sjóliðsstjórnarinnar,
um höfn við Dyrhólma (Portland).
Eins og meðfylgjandi útdráttur of skjali nokkru og fylgi-
skjölum sýnir, liefir stiptamtmaðurinn yfir íslandi, útaf uppástungu
frá sýslumanninum í Skaptafellssýslu um það, að höfn verði búin
til við Portland (Dyrhólma) til þess að bæta hag þessarar sýslu,
sökum þess að þetta fyrirtæki er mjög mikils varðandi fyrir austur-
hluta suðurumdæmisins, álitið það æskilegt, að skipstjórnarmaðurinn
á herskipi því, sem hefir stöðvar við ísland, rannsaki, hvernig
háttar landslagi við Portland, og láti uppi samkvæmt því álit sitt
um, hvort liægt sé að búa til þar skipalegu, semi að minnsta
kosti á bezta árstíma (í júní og júlírn.) sé örugg, og hvernig
þessu yröi við komið með sem minnstum kostnaði.
Utaf þessu skal það borið upp fyrir sjóliðsstjórninni, hvort
ekki megi fela á hendur skipstjórnarmanninum á herskipiuu, að
gjöra rannsókn þá, sem getið var um, og mælumst vér til, að fá
vitneskju um árangurinn af þessu, þegar þar að kemur.