Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 01.01.1875, Page 240
232 UM GRIPDEILDIK EnSKRA FISKIMANNA.
1871. Um leið og vér gefum yður þetta til vitundar, yður til leið-
3. nóvbr. beiningar, mælumst vér til samkvæmt tillögum ensku stjórnar-
innar, að þér brýnið fyrir lögregluembættismönnum á íslandi, að
halda þegar próf, er þeir fá vitneskju um að útlendir fiskimenn
hafa drýgt eitthvert afbrot eða haft í frammi yfirgang eða annan
óskunda, til þess að svo fullkomnar skýrslur fáist, sem auðið er,
og skulu þeir síðan senda þær dómsmálastjórninni.1
c. nóvbr. 98. Bréf kirkju- og kennslustjórnarinnar til stiptamtsins
og biskupsins á íslandi, um húsleigustyrk handa
stúdentnm á prestaskólannm.
Með því fimtán stúdentar eru nú í ár á prestaskólanum á
íslandi, og tíu af þeim hafa hver um sig fengið húsleigustyrk
þann, sem til þess er ætlaður, en af hinurn fimm, sem eigi er
veittur þessi styrkur, eru fjórir utanbæjarmenn og styrksins þurf-
andi, haiið þér, lierra stiptamtmaður, og þér, háæruverðugi herra,
í bréíi 7. f. m., ásamt fylgiskjölum, lagt það til, að þessum
fjórum stúdentum, sem eru Gunnlögur Halldórsson, Jón þorsteinsson,
Björu Stefánsson og Stefán Pétursson, verði veittur 40 rd. hús-
leigustyrkur hverjum, af því fé, sem veitt er í auglýsingu 4. marz
þ. á. 11. gr. fyrir yfirstandandi fjárhagsár.
Eptir að vér höfum skrifazt á útaf þessu við dómsmála-
stjórnina, gefst yður til vitundar, yður til leiðbeiningar, að stjórnar-
ráðið eptir atvikum fellst á uppástungu yðar, og hefir landfógeta
í dag verið skrifað það, sem með þarf, um að borga féð úr
jarðabókarsjóðnum.
Stjórnarráðið verður jafnframt að nota tækifærið til þess að
leiða athygli yðar að því, að húsleigustyrkur verði eigi almennt
veittur öðrum, en utanbæjar stúdentum, en ef ástæða þykir til,
') Dómsmálastjórnin hefir sama dag skrifab stiptamtmanninum og
amtmanninum í vesturumdæminu um þetta atribi.