Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 01.01.1875, Page 289
DM BORGUN KORNLÁNS.
281
16. Bréf dómsmálastjórnarinnar til stiptamtmannsins
yfir íslandi, um borgun kornláns.
Um leið og þer, iierra stiptamtmaður, senduð hingað stutt
yfirlit yfir kornlán það, sem veitt var ýmsum hreppum í suður-
umdæmi Islands, samkvæmt bréfi dómsmálastjórnarinnar 12. septbr.
18611, hafið þér í bréfum, dagsettum 12. og 28. nóvbrm. f. á.,
skýrt frá ráðstöfunum þeim, sem þér hafið gjört, til þess að fá
lánið borgað aptur. Af því sést, að skuldin, sem 1. apríl 1871
var 962 rd. 76 sk. með áföllnum vöxtum, nú á þessu fjárhagsári
er orðin 326 rd. 90 sk., og lendir hún á þeim hreppum, sem
hér skulu taldir, á þessa leið:
Kjalarnesshreppur er í skuld um .... 86 rd. 92 sk.
Mosfells — — .... 198 - 4 -
Akraness — — .... 8 - 89 -
Leirár og Mela — — .... 33 - 1 -,
og eru þá vextir fyrir þessa lireppa taldir til 30. septbr. 1871.
þó búizt sé við, að mesti hluti af þessari skuld verði borgaður
31. marz. þ. á., samkvæmt ráðstöfunum þeim, sem þér hafið gjört,
hafið þér samt látið í Ijósi, að þér værið liræddur um, að svo
kynni að fara, að þeim tveimur hreppum, sem fyrst voru taldir,
mundi ekki takast að borga allt það, sem eptir væri, innan téðs
dags, og liafið þér því farið þess á leit, að hreppar þessir fái
umlíðun um skuldina til 31. desbrm. 1872.
Útaf þessu gefst yður til vitundar, yður til leiðbeiningar og
svo þér birtið það, að stjórnarráðið finnur ekki næga ástæðu til
að veita umlíðun um skuld þessa fram yfir 31. dag marzm., sem
þér höfðuð tiltekið, — en lánið hefði átt að vera borgað allt
við lok ársins 1868 —, og það því síður, sem eigi er tilgreind
nein ástæða fyrir slíkri umlíðun hreppum þessum til handa;
verður því að höfða mál gegn hlutaðeigendum til þoss skuldin
verði borguð, ef það eigi er gjört innan þess tímá, sem nefndur
var.
') Tibindi um stjórnarmálefni íslands I., 512.