Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 01.01.1875, Side 290
282
UM SKULDIR UMBOÐSMANNS.
1872.
14. febrúar.
17. Bréf dómsmálastjórnarinnar til amtmannsins yfir
norður- og austurumdæminu, um skuldir um-
boðsmanns Sveins Þórarinssonar1.
í bréíi 18. oktbr. f. á. liaíiö þér, lierra amtmaöur, skýrt frá,
að tveir af þeim fimm jarðarpörtum, sem ríkissjóðurinn tók fyrir
skuldir umboðsmanns Sveins heitins Jórarinssonar uppí tekjur, sem
hann hafði heimt saman: 5 hundr. í Nýjabæ og' 10 hundr. í
Gunnólfsá, væri seldir-, samkvæmt leyíi jm, sem dómsmálastjórnin
hafði veitt til þess í bréfi sínu 16- júní f. á., fyrir 155 rd. og
250 rd., þannig, að kaupendur hafa borgað í peningum "/s parta
eða að samtöldu 202 rd., sem þér senduð ávísun til, og gefið
fyrsta veðrétt í jörðunum fyrir 3/s pörtum af kaupverðinu. Að
því leyti, er snertir hinar þrjár jarðirnar, sem ríkissjóðurinn hefir
tekið, þá hafa engir kaupendur að þeim gefið sig fram ennþá,
en liinir fyrri eigendur að 10 hundr. í Sólborgarhóli og lOhundr.
í Stokkahlöðum' hafa skotið til landsyfirréttarins lögtakinu og
uppboðinu á jörðunum; samt fiefir eigandi liinnar fyrnefndu jarðar
látið í veðri vaka, að hann mundi leysa aptur jarðarpartinn, ef
hann félli á málinu. Jafnframt hafið þér, herra amtmaður, sent
hingað ávísun til 193 rd. 11 sk., sem er það, sem eptir var af
skuld Sveins þórarinssonar til ríkissjóðsins.
Eptir að dómsmálastjórnin hefir skrifazt á við fjárstjórnina
útaf þessu, gefst yður til vitundar, yður til leiðbeiningar og til
frekari ráðstöfunar, það, sem hér sbal sagt.
Með því það er hinn danski ríkissjóður, sem hefir eignazt
jarðir þessar uppí skuld Sveins þórarinssonar, verður umboðs-
maður Möðruvallaklausturs, sem ætlazt er til að taki við stjórn
yfir jörðunum, að semja sérstaklegan reikning um þær, og
borga afgjöldin af þeim, að frádregnum Vc parti í umboðslaun,
þannig, að þau sé talin með tekjum aðalfjárhirzlunnar hér í borg-
inni. Að öðru leyti er það ósk fjárstjórnarinnar, að leitazt verði
við að selja jarðirnar, svo fljótt sem verða má, annaðhvort þeim,
sem áður áttu þær, fyrir sama verð og ríkissjóðurinn tók þær
’) Tíbindi um stjórnarmdlefni fslands III., 76 og 187.