Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 01.01.1875, Blaðsíða 305
UM GJALD Á BKENNIVÍNI. 297
Að endingu lagði konungsfulltrúi til, samkvæmt því, sem get- 1872.
ið var að framan, að 11. gr. heldist óbreytt, og skyldi því til- 26. febrúar.
skipunin öðlast gildi 1. aprílm. 1872; i>ó hún með svofelldu
móti yrði eigi birt á manntalsþingum innan þess dags, mætti samt
að áliti lians flnna ráð til þess, að tilskipuniu innan þess tíma
yrði öllum kunn, sem hlut ætti að máli.
Útaf þessum uppástungum, einkum að því leyti, er snerti
gjald á öli og liækkað gjald á óblönduðum spiritus, fannst dóms-
málastjórninni rettast, að leita álits fjárstjórnarinnar; hún var á
sama máli og alþingi um það, að ef lagt yrði sama gjald á
óblandaðan spiritus og almennt brennivín, þá mundi líklega af
því leiða, að nokkuð yrði flutt til landsins af áfengum spiritus,
og gat hún jafnframt þess, að ef rétt aðferð væri við höfð væri
blandaður spiritus vel drekkandi, og ekki skaðlegur fyrir heilsu
manna, og væri henni kunnugt, að flutzt hefðitil íslands nokkuð af
blönduðum spiritus. Á hinn bóginn gat fjárstjórnin eigi fallizt
á það, sem alþing liafði stungið uppá, til þess að koma í veg
fyrir þetta, þar sem af því að eins mundi leiða, að innfluttur yrði
mjög áfengur spiritus, sem þó eigi væri með öllu óblandaður;
fjárstjórninni fannst, að miða skyldi lægsta gjaldið við 8 stig
eptir vínandamæli Spendrups, en af því, sem væri áfengara,
skyldi greiða hærra gjald, annaðhvort eins fyrir allt eða eptir
ýmsum stigum, eptir því hvað áfengt væri; með þessu móti
yrði þá nauðsynlegt, að rannsaka drykkjarföngin á íslandi, í öllu
falli ef þau kæmi frá öðrum löndum, en frá Danmörku, því frá
þeim mætti skýra svo sem þyrfti í skipaskjölunum. Að því leyti,
er snerti gjald á öli, þá hafði fjárstjórnin ekki neitt ámóti því,
að gjald yrði lagt á það á þann hátt, sem konungsfulltrúi hefði
stungið uppá, ef öl væri álitið munaðarvara á Islandi. Að end-
ingu réði fjárstjórnin frá því, að taka til greina uppástungu al-
þingis við 2. grein, með því gjaldið eptir orðum greinarinnar
skyldi goldið af öllu því brennivíni, sem í skipinu væri, enda væri
það venjulegt, að brennivín, sem ætlað væri handa skipverjum
sjálfum, væri tilfært á tollskránni.
Dómsmálastjórnin var að öllu leyti samdóma konungsfulltrúa
í því, að sú beiðni alþingis, að frumvarpið yrði eigi gjört að