Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 01.01.1875, Síða 536
528
HAFNAEIÍEGLUGJÖllÐ FYRIU REYKJAVÍK-
eru innanbæjarskip, innlend eða útlend, ennfremur gjalda eptir
fullu rúmmáli jiess, fyrir iivern ton 51/e sk.
Ef sama skip á einu ári siglir optar inn á höfnina, skal að
eins greiða gjöld þau, sem nefnd eru í 1. og 2. tölulið, að fullu
í fyrsta skipti á því ári, en hin skiptin skal að eins borga 3U
af gjöldum þessum.
3. Fyrir innanbæjar þiljubáta, sem eigi eru metnir til
rúmmáls, skal greiða gjald það, sem talið er í 1. tölulið, scm
fjögra tons skip væri, en eigi utanbæjarmenn, þá skal gjalda sem
fyrir 8 tons. '
4. Liggi skip á höfninni lengur en 6 vikur, þegar með
taldir eru bæði komudagur og burtfarardagur, og eigi utanbæjar-
menn eða útlendingar, og eigi það ser stað einhvern tíma frá 15.
degi marzm. til 14. dags desbrm., og se hvor þessara daga með
talinn, gjaldist Vs4 af gjaldi því, sem talið er í 1. tölulið, fyrir
hvern þann dag, er skipið liggur lengur en 6 vikur;
ef skip liggur lengur á höfninni en 6 vikur einhvern-
tíma frá 15. degi desbrm. til 14. dags marzm., að báðum dögum
meðtöldum, skal ekkert greiða fyrir það. Ef skip leggur til hafn-
ar fyrir 14. desbrm. og heldur fyrstá burtu eptir 14. dag marzm., skal
leggja saman þá daga, erþað var fyrirl4. dag desbr. og eptir 14. dag
marzm., og skal eptir þeim talið, hvort skipið hafi verið lengur
en 6 vikur á höfninni.
Alla þá tolla, sem nefndir eru í 1. tölulið, skal greiða, þegar
sbipin kasta akkerum fyrir innan eyjar þær, sem um höfnina
lykja.
Gjöldin skal og greiða fyrir skip, er leita hafnar sökum
andviðra, storma eða því um líks.
II. Fyrir vitaljósker þau, sem sett eru við innsiglinguna á
höfnina, skal sá, sem heimtar, að kveikt se á þeim, borga fyrir
14fyrstunæturnar, sem logaráljóskerunum, fyrirhverja nótt 64 sk.
fyrir næstu 14 næturnar.................................48 —
þar á eptir fyrir hverja nótt...........................32 —
þessa borgun skal greiða, hvort sem það skip, sem beðið
er um að kveikt veröi fyrir, kemur til hafnarinnar eða ekki, Eigi
verður kveikt á Ijóskerunum, nema hafnarnefndin verði beðin þess.