Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 01.01.1875, Side 616
608
KONUNGLEG AUGLÝSING TIL ALÞlNGIS.
1873. Af því, sem gjörzt lieflr á alþingi árið 1871, höfum Vér
337'maT séð með allrahæstri ánægju, hvernig alþingismenn Vorir hafa
leitazt við, að efla Vort, gagn og hag landsins, Vér höfum vand-
lega látið íhuga tillögur Vors trúa alþingis um mál þau, er
stjórnin bar undir álit þess hið nefnda ár, og aðrar uppástungur
þingsins, og munum Vér nú skýra hér í einu lagi frá, hvað í
þeim efnum heflr af ráðið verið.
I.
Um þegnleg álitsmál, sem komin eru frá alþingi.
þiá er Vér ályktuðum, eptir að lögin 2. janúar 1871 voru
út komin, að láta Ieggja fyrir alþingi nýtt frumvarp til stjórnar-
skrár fyrir ísland, þá var það í þeirri von og í því trausti, að
alþingi af sinni hálfu mundi, svo sem þurfti, styrkja viðleitni
Vora til þess, að leiða stjórnarskipunarmál íslands til farsællegra
endalykta. Von þessi heflr samt brugðizt, þar sem meiri hlutinn
á alþingi hefir fastlega sett sig ámóti því fyrirkomulagi á nokkr-
um mikils varðandi atriðum stjórnarskipunarmálsins, sem frum-
varpið fór fram á. Jbetta á sér einkum stað um ákvarðanir
þær, sem snerta tilhögun á hinni æðstu stjórn landsins og ábyrgð
þá, sem þarmeð er samfara, er meiri hlutinn, 15 atkvæði ámóti
9, heflr lýst því yfir, að þar sem í frumvarpinu er svo ákveðið, að
hlutaðeigandi ráðgjafi skyldi hafa á hendi hið æðsta framkvæmdar-
vald yfir öllum sérstaklegum málefnum íslands, og þar að auki
hafa ábyrgð á því, að stjórnarskipunarlögunum væri fylgt, en hið
æðsta vald í landinu sjálfu skyldi á ábyrgð ráðgjafans fengið í
hendur landshöfðingja, sem konungur skipar, þá væri fyrirkomu-
lag þetta tryggingarlaust og óhagkvæmt, en að nauðsynlegt sé,
að hin æðsta stjórn landsins og öll stjórnar ábyrgðin sé falin á
hendur stjórnarvaldi, sem hafi aðsetur í landinu sjálfu. Téður
rneiri hluti hefir því gjört þá aðaluppástungu, að skipaður
verði landsstjóri, sem skuli hafa á hendi hið æðsta vald yfir
öllum málefnum landsins með fullri ábyrgð fyrir alþingi, og erindis-
reki eða umboðsmaður í Kaupmannahöfn, sem á ábyrgð lands-
stjórans og í hans umboði flyti þau mál fyrir konung, sem liggja
undir staðfestingu og úrskurð hans, en stungið uppá því til