Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 01.01.1875, Side 636
f>28
UM ÓVISS ÚTOJÖUD FYRIK ÍSLAND.
_JS73. höfðingi, látið uppi álit yðar um það, sem gjört er ráð fyrir í
30- júni. 17. gr. í erindisbrefi fyrir landshöfðingjann 29. júní f. á., að
skipta því fé, sem ætlað er til óvissra útgjalda fyrir ísland, sem
uppá kunna að koma, milli hlutaðeigandi stjórnarráða öðrum megin
og landshöfðingjans hinum megin. Eptir að skrifazt hefir verið
á við kirkju- og kennslustjórnina um þetta, gefst yður til vitund-
ar, yður til leiðbeiningar, aö dómsmálastjórnin hérmeð felur yður
á hendur frá næsta reikningsári og svo fyrst um sinn umráðin yfir
helmingnum af fyrnefndu fé, þannig að útgjöld þau, sem hingað
til hafa verið greidd af þessari upphæð, og sem eptir eðli sínu
verða greidd á íslandi, verði tekin af því, sem þér hafið til um-
ráða t. a. m. styrktarfé bæði til bókmentalegra og verklegra
þarfa (hérmeð talið hið venjulega tillag til hins íslenzka biflíu-
félags, til kennslu ómála barna á íslandi og fl.), — en þegar það
kemur til tals, að veita slíkan styrk, verður sér í lagi að taka
tillit til þess, hvort ætla megi, að hann efli almenna mentun í
landinu, og styði að framförum í handiðnum og búnaði og því
um líku —- , tillag til þess að afstyra neyð, þegar sérstaklega
stendur á, og það verður álitið, að landssjóðurinn eigi hlut að
máli — útgjöld við embættisferðir landshöfðingjans, biskupsins
og amtmanna á íslandi, sem eigi verða talin með eiginlegum
ferðakostnaði, — en aö því leyti, er amtmenuina snertir, má
samt eigi fara útyfir það, sem ákveðið er í konungsúrskurði 16.
maí 1829 k Að öðru leyti er hlutaðeigandi stjórnarráðum áskil-
inn réttur til í einstöku tilfellum að koma sér saman við yður,
herra landshöfðingi, um, að verja megi fé af þeim helmingi af
fyrnefndri upphæö, sem yður eru fengin umráð yfir, til þeirra
útgjalda fyrir ísland, sem falla til annarstaðar en í landinu
sjálfu, og á hinn bóginn er það vitaskuld, að taka má til þess
hluta, sem áskilinn er stjórnarráðunum, í einstöku tilfellum, el'
málavextir eru til þess og nóg fé er fyrir höndnm, þegar kemur
til útgjalda á íslandi sjálfu.
) Lovsamling for ísland, IX., 406-