Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 01.01.1875, Page 664
656 UM KLAUSTURJARÐIR í SKAPTAFELLSSÝSLU.
1873.
13- ágúst.
13. ágúst.
nákvæmar yfirvegað, hvort og að hve miklu leyti það verði gjört,
að láta eptir ósk yðar um, að fá almenna heimild til að úrskurða
um fyrnefndar bænarskrár um afgjaldslækkun, einkanlega án þess
að gjöra breytingu á erindisbréfinu, sem er svo nýlega gefið út,
og þá á atriði, sem ekki er mjög áríðandi.
71. Bréf dómsmálastjórnarinnar til landsliöfðingjans
yfir íslandi, um byggingu fangelsa í norður- og
austurumdæminu og vesturumdæminu.
Eptir að þér, herra landshöfðingi, sem þáverandi stiptamt-
maður, í bréfi 5. júlí f. á. höfðuð látið uppi álit yðar um fyrir-
komulag og stærð þeirra fangelsa, sem byggja skal í vesturum-
dæminu og norður- og austurumdæminu, hefir timburmeistari
Klentz eptir áskorun dómsmálastjórnarinnar, sem hefir borið sig
saman við forstjóra fangelsisstjórnarinnar, búið til tvær áætlanir,
sem fyigja með bréfi þessu, um byggingu fangelsishúsa á borð
við þau, sem þegar voru nefnd, og um kostnaðinn við þau, o.s.
frv.; þykist hann geta byggt annaö fangelsið, eptir áætlun þeirri,
sem merkt er A., fyrir 3,805 rd. 64 sk„ og hitt fyrir 3,819 rd.
26 sk. eptir áætlun þeirri, sem táknuð er með stafnum B.; skuli
í hvorju fangelsi vera 4 klefar sömu stærðar og klefarnir í hegn-
ingarhúsinu í Keykjavík, varðstofa handa þeim manni, sem fyrir
hönd sýslumanns, þegar svo ber undir, á að hafa sjálfa um-
sjónina með föngunum, rúm til eldiviðar og áhalda, og þar að
auki fangagarðar með kömrum. Um áætlanir þessar leitaði stjórn-
arráðið álita hlutaðeigandi amtmanna1, en kaus heldur fyrir sitt
leyti áætlun þá, sem merkt er A., með því fangelsisklefarnir
samkvæmt henni liggja að öllu leyti sér, — en það þykir þeim
*) Tibindi um stjórnarmálefni íslands, III., 530.