Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Qupperneq 15

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Qupperneq 15
eða orkuvinnslu og fiskvinnsla skal vera í höndum ís- lenskra ríkisborgara. Um fiskeldi hefur verið miðað við meirihluta eign íslenskra ríkisborgara, en til er þó und- antekning. sem ég skal koma að síðar. Til hvers konar iðnrekstrar þarf leyft. Almennt ber ekki að veita útlendingum slíkt leyfi, en iðnaðarráð- herra er þó heimilt að veita undanþágur frá því. Hlutafélag hefur hér sama rétt og íslenskur ríkisborg- ari, ef eigendur meirihluta hlutafjár eru búsettir á Is- landi og stjórnarmenn og framkvæmdastjórar eru ís- lenskir ríkisborgarar búsettir á íslandi. Frá öllum þess- um skilyrðum er viðskiptaráðherra þó heimilt að veita undanþágur, þar á meðal um meirihlutaeign íslenskra aðila við sérstakar aðstæður. Sá sem öðlast leyfi til verslunar hér á landi verður að fullnægja skilyrðum í íslenskt ríkisfang og búsetu. Ein- staklingur verður þannig að hafa íslenskt ríkisfang og vera heimilisfastur á Islandi. I félagi með ótakmarkaðri ábyrgð verða allir stjórnarmenn og prókúruhafi að full- nægja þessum skilyrðum. í hlutafélagi sem rekur versl- un er áskilið að einn stjórnarmanna, endurskoðendur og framkvæmdatjórar hafi íslenskt ríkisfang og heimilis- festi hér á landi. Ennfremur skal hlutafé í hlutafélagi vera að meira en helmingi eign manna búsettra hér á landi. Viðskiptaráðherra getur veitt undanþágu frá öll- um þessum skilyrðum „ standi sérstaklega á“, eins og það er orðað í lögunum um verslunaratvinnu. Auk hefðbundinnar verslunar ná lögin einnig til rekstrar myndbandaleigu. Sérstök ákvæði gilda um ýmsar starfsgreinar aðrar. Má þar t.d. nefna bann við eignaraðild erlendra aðila að viðskiptabönkum, þegar frá er talið ákvæði , sem heimilar 25% erlenda eignaraðild að Útvegsbanka Is- lands hf. í flugrekstri skulu a.m.k. 2/3 hlutafjár í eigu íslenskra aðila og í kaupskiparekstri a.m.k. 3/5 . I rekstri hótela og veitingahúsa er ekki gerð krafa um ís- lenzka eignaraðild, en stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri skulu hafa búsetu hér á landi. I útvarps- rekstri má eigi meira en 10% hlutafjár vera í eigu er- lendra aðila. En þar sem slíkum sérreglum er eigi til að dreifa, gildir sú almenna regla, að útlendingur þarf leyfi félags- málaráðherra til að hafa eigin rekstur og er það veitt í hæsta lagi til þriggja ára í senn. Umdeilanlegt er hvort sömu reglu má beita um erlendan lögaðila , t.d. hluta- félag. Til þess að hlutafélag fáist skráð sem innlent fyrirtæki , verður meiri hluti stofnenda að hafa átt heima á Is- landi í a.m.k. tvö ár. Síðan verður meiri hluti stjórnar- manna á hverjum tíma að vera búsettur á Islandi, en framkvæmdastjórar verða bæði að vera íslenskir ríkis- borgarar og búsettir í landinu. Frá búsetuskilyrði varð- andi stjórnarmenn og framkvæmdastjóra er þó ráðherra heimilt að veita undanþágur. Hlutafjáreign útlendinga er ekki takmörkuð í hlutafélögum, en hlutafélögin geta sjálf takmarkað eða bannað að útlendingum séu seldir hlutir, jafnvel þótt sala þeirra sé að öðru leyti frjáls. Má t.d. nefna, að viðskipti með hlutabréf í Eimskipafélagi Islands hf. eru aðeins frjáls milli innlendra aðila skv. samþykktum félagsins. Meirihlutaeign útlendinga getur þó vegna ákvæða sérlaga útilokað hlutafélag frá þátttöku í vissum at- vinnugreinum. Til þess að félag megi eiga fasteignir á íslandi (eða hafa þær á leigu til langs tíma) verða ís- lenskir ríkisborgarar að eiga a.m.k. 80% hlutafjár og fara með meiri hluta atkvæða á hluthafafundum. Frá þessum skilyrðum getur dómsmálaráðherra þó veitt undanþágu. Erlent hlutafélag getur, með leyfi ráðherra, stofnað útibú á íslandi, ef ekki eru m.a. því til fyrirstöðu lög um viðkomandi atvinnugrein. Forstöðumaður útibús á að vera Islendingur, en þó getur ráðherra veitt erlend- um ríkisborgara undanþágu. ÝMIS ÁLITAMÁL Eins og hér hefur verið rakið, er um að ræða flóknar og sundurleitar reglur um þátttöku erlendra aðila í ís- lensku atvinnulífi . Meginstefnan er sú að takmarka mjög umsvif útlendinga í rekstri íslenskra fyrirtækja, nema að því leyti, sem veittar eru undanþágur í hverju einstöku tilviki. Ýmsar spurningar vakna, þar á meðal spurningin um „ sekúndera“ eignaraðild útlendinga, sem fólgin er í því að erlendir aðilar hafa keypt meirihlutaeign í íslensku hlutafélagi, sem síðan er eigandi að öðru hlutafélagi eða einkafyrirtæki. Dæmi eru um að slíkt viðgengst og hefur að því virðist verið látið afskiptalaust af stjórn- völdum, þótt e.t.v. megi deila um lögmæti eignar- að- ildarinnar í einstökum tilvikum. Þá eru hér dæmi um erlenda eignaraðild í formi víkj- andi lána frá minnihlutahluthafa, sem í raun hefur skapað honum svipaða aðstöðu og ef um meirihluta- hluthafa væri að ræða. Slíkt fyrirkomulag mun hafa ver- ið samþykkt af viðskiptaráðuneytinu á sínum tíma , án þess að lágmarksskilyrði væru sett um skilmála hins víkjandi láns. FRUMVARPIÐ 1987 - 1988 Til þess að eyða réttaróvissu um ýmis atriði og að skapa heildstæðar reglur um fjárfestingu erlendra aðila í ís- lensku atvinnulífi var skipuð nefnd í september 1987 og skyldi hún semja frumvarp til nýrra laga um það efni. Nefndin vann mikið starf og skilaði frumvarpi ásamt greinargerð til forsætisráðherra , sem lagði það fram á 110. löggjafarþingi veturinn 1987 - 1988. Frumvarpið var látið daga uppi, enda mætti það verulegri andstöðu nokkurra manna í þingliði ríkisstjórnarinnar. Megin- stefna þessa frumvarps var að í stað dreifðra laga- ákvæða í 40 - 50 lögum kæmu ein lög , sem heimiluðu erlendum aðilum þáttöku í íslensku atvinnulífi með fá- um en skýrt afmörkuðum undantekningum. og varðaði 15

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.