Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Síða 26
6. töluliður oröast svo:
„Allir aðilar sem hafa hér á landi tekjur af leigu, afnot-
um eða rétti til hagnýtingar á lausafé, einkaleyfum,
hvers konar réttindum eða sérþekkingu skulu greiða
tekjuskatt af þcim tekjum.“
Pessi ákvæði taka bæði til manna og lögaðila.
Ákvörðun skattsstofns fer eftir ákv. 62. gr. Tekjuskatt-
ur manna reiknast skv. 67. gr. án persónuafsláttar, en
tekjuskattur lögaðila er sá sami og innlendra félaga.
Tekjur sem falla undir 6. tl. teljast launatekjur skv.
skilgreiningu laga um staðgreiðslu opinbcrra gjalda. Er
því skylt að halda eftir staðgreiðslu af þessum tekjum.
í þeim tvísköttunarsamningum sem við höfum gert
gildir sú meginregla að þóknanir, sem myndast hér-
lendis og greidd er aðilum heimilisföstum í þeim ríkj-
um, sem tvísköttunarsamningarnir gilda við, eru ekki
skattlagðar hér nema um sé að ræða fasta atvinnustöð,
sem þóknanirnar tengjast.
Með þóknunum í þessu sambandi er átt við hvers
konar greiðslur sem tekið er við sem endurgjald fyrir
afnot eða rétt til að hagnýta hvers konar höfundarrétt á
bókmennta-, lista- eða vísindasviðum. einkaleyfi, vöru-
merki, mynstur eða líkön, áætlanir, leynilegar formúlur
eða framleiðsuaðferð, og fyrir afnot eða rétt til að
hagnýta iðnaðar-, viðskipta- eða vísindabúnað eða fyrir
upplýsingar um reynslu á sviði iðnaðar, viðskipta eða
vísinda.
7. töluliður er þannig:
„Allir aðilar sem hafa tekjur af íslenskum hlutabréfum,
stofnbréfum eða öðrum réttindum til hlutdeildar í
hagnaði eða rekstri íslenskra fyrirtækja skulu greiða
tekjuskatt af þeim tekjum."
Ákvörðun tekjuskattsstofns fer eftir ákv. 62. gr. eftir
því hvort um mcnn eða lögaðila er að ræða. Persónuaf-
sláttur er enginn og skatturinn er 20% bæði fyrir mcnn
og lögaðila.
Tekjur sem falla undir þennan tölulið teljast launa-
tckjur skv. skilgreiningu laga um staðgreiðslu opinberra
gjalda og því skylt að halda eftir staðgreiðslu af þessum
tekjum.
Aðallega mun hafa reynt á þennan tölulið varðandi
skattgreiðslur af arði og hafa fallið úrskurðir hjá ríkis-
skattanefnd þar um. Má í því sambandi nefna úrskurð
nr. 102/1982. í því máli var m.a. um það deilt hvort
draga mætti arðsfrádrátt frá fengnum arði. Ríkisskatt-
stjóri taldi að frádráttur skv. 2. tl. B-liðs 1. mgr. 30. gr.
skattalaganna væri heimill þeim sem bæru takmarkaða
skattskyldu og staðfesti ríkisskattanefnd það.
Meginreglan í tvísköttunarsamningnum er sú varð-
andi ágóðahluti að þá megi skattleggja í því ríki þar
sem móttakandinn er heimilisfastur.
Þrátt fyrir þessa meginreglu má einnig skattleggja í
því ríki, þar sem félagið sem ágóðahlutinn greiðir er
heimilisfast, en sá skattur, sem þannig er álagður má að
hámarki vera:
a) 5% af brúttó fjárhæð ágóðahlutanna ef viðtakandi
er félag sem ræður beint yfir að minnsta kosti 25 af
hundraði eignarhlutdeildar í félaginu sem ágóðahlut-
ina greiðir.
b) 15% af brúttó fjárhæð ágóðahlutanna í öðrum til-
vikum.
Um 8. töluliðinn er lítið að segja, en hann á við um
skattlagningu diplómata af tekjum frá innlendum aðil-
um.
Loks er það 9. töluliöurinn er varðar eignarskatt-
skyldu, en þar segir:
„Allir aðilar sem eiga eignir sem skattskyldar tekjur
gefa skv. 4.-8. tl. skulu greiða eignarskatt af þeim eign-
um.“
Samkvæmt 2. málsgr. 76. gr. má draga frá eignum
skv. 4. tölulið, þ.e. eignum sem tengjast fastri starfs-
stöð, þær skuldir sem beint tengjast starfseminni hér-
lendis, en samkvæmt lokamálsgr. 76. gr. má frá eignum
aðila sem um ræðir í 5.-8. tölul. einungis draga þær
skuldir sem á eignum þessum hvfla. Álagning eignar-
skattsins fer eftir ákvæðum 84. greinar, þ.e. notuð er
eignarskattsprósenta lögaðila, nú 1,2%, hvort sem um
er að ræða lögaðila eða menn og enginn hluti eignar-
skattsstofnsins skattfrjáls. Eins og fram kom er það
skilyrði fyrir skattlagningu skv. þessum tölulið að eignir
þurfi að gefa af sér tekjur skv. 4.-8. tl. 3. greinarinnar.
Þannig verður t.d. ekki um að ræða eignarskatt af
skuldabréfum, þar sem vaxtatekjur og verðbætur af
slíkum bréfum eru ckki skattskyldar skv. áðurnefndum
töluliðum.
Ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar um það hversu
margir aðilar eru skattlagðir árlega og hversu mikill
skattur er álagður samkvæmt hinum ýmsu töluliðum 3.
gr. skattalaganna.
Mér hefur virst sem ekki hafi verið gengið hart eftir
því af skattyfirvöldum að krefjast skattgreiðslna vegna
þeirra tekna sem upp eru taldar í 2.-8. töluliðum 3.
greinar. Gæti því hugsast að ríkissjóður yrði af ein-
hverjum skatttekjum af þessum sökum. Sérstaklega
gæti það þó átt við um aðila, sem heimilisfesti hafa í
ríkjum, sem við höfum ekki gert tvísköttunarsamninga
við.
TVÍSKÖTTUNARSAMNINGAR
Almennt um tvísköttunarsamninga
Venjuleg skilgreining á tvísköttun er sú að með tví-
sköttun sé átt við álagningu hliðstæðra skatta á sama
skattstofn fyrir sama eða svipað tímabil á sama skatt-
þegninn í tveimur eða fleiri ríkjum.
Langt er síðan farið var að huga að leiðum til þess að
komast hjá tvísköttun, en það mun hafa verið árið 1921
sem Þjóðabandalagið, eða nefndir á þess vegum hófu
26