Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Side 33

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Side 33
LÁRUS FINNBOGASON löggiltur endurskoðandi UM STAÐAL ALÞJOÐA REIKNINGSSKILANEFNDARINNAR NR. 10 Grein þessi er samhljóða erindi sem flutt var á hádegisverðar- fundi FLE hinn 1. mars 1989 Reikningsskilastaðall, sá sem hér er fjallað um er al- þjóðlegur reikningsskilastaðall nr. 10 og nefnist hann á ensku „CONTINGENCIES AND EVENTS OCCUR- RING AFTER THE BALANCE SHEET DATE“. Staðall þessi var samþykktur í júní 1978 og birtur op- inberlega í október sama ár. Gildistaka staðalsins mið- ast við reikningsskil frá 1. janúar 1980. Alþjóðlegur reikningsskilastaðall nr. 10 fjallar um reikningshaldslega meðhöndlun tvenns konar hagrænna atburða, þ.e. annars vegar hvernig fara skuli með ágóða eða tap af tilteknum atvikum, sem óvissa ríkir um á reikningslokadcgi og þegar ársreikningur er birtur opinberlega. Hér er átt við aðstæður sem eru fyrir hendi á reikningslokadegi en atburðir í framtíð, muni skera úr um hvort leiði til ágóða eða taps. Hins vegar fjallar staðallinn um meðhöndlun hag- rænna atburða, sem eiga sér stað eftir lok tiltekins reikningsárs, en varða það ár. Fyrst verður fjallað um hið fyrrnefnda þ.e., ágóða eða tap af atvikum sem óvissa ríkir um á reiknings- lokadegi. í kynningu á staðlinum er sérstaklega tekið fram að hann fjalli ekki um þau yfirvofandi gjöld er geta verið samfara; 1) skuldbindungum líftryggingafélaga vegna sölu líf- trygginga, 2) eftirlaunaskuldbindingum, 3) skuldbindingum vegna langtíma leigusamninga, 4) tekjusköttum. Aður en lengra er haldið, er rétt að reyna íslenska orð- ið „contingencies". Þau orðasambönd sem nota má eru t.d. fjárhagslegt óvissuástand og einnig efnahagslegar aðstæður háðar atburðum í framtíð. Hér getur bæði verið um að ræða yfirvofandi tap en einnig hugsanlegar tekjur. Skilgreining á efnahagslegum aðstæðum háðum at- burðum í framtíð gæti hljóðað svo: „Með efnahagslegum aðstæðum háðum atburðum í framtíð, er hér átt við ástand sem er fyrir hendi á reikningslokadegi og leitt getur til ágóða eða taps fyrir fyrirtæki, ef einhverjir óvissir atburðir gerast í framtíð.“ Þetta má skýra með eftirfarandi dæmi: Fyrirtæki á í málaferlum vegna viðskipta er áttu sér stað á reikningsárinu, sem er til umfjöllunar og krafist er verulegra bóta af því. Niðurstaða málaferlanna ligg- ur ekki fyrir, hvorki í lok reikningsársins, né þegar árs- reikningurinn er gerður opinber. í dæminu eru eftirfar- andi aðstæður fyrir hendi, í fyrsta lagi eru málaferlin vegna viðskipta er áttu sér stað á reikningsárinu sem er til umfjöllunar, þ.e. ástandið er fyrir hendi á reiknings- lokadegi og í öðru lagi niðurstaða úr málferlunum ligg- ur ekki fyrir hvorki á reikningslokadegi, né þegar árs- reikningurinn er gerður opinber og því fæst ekki skorið úr óvissunni fyrr en dómur er uppkveðinn eða sátt næst í málinu, þ.e. þegar einhver óviss atburður gerist í framtíð. 33

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.