Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Qupperneq 38

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Qupperneq 38
AÐALFUNDUR FLE 1989 Aðalfundur FLE 1989 var haldinn laugardaginn 25. nóvember sl. að Holiday Inn. Formaður félagsins, Helgi V. Jónsson setti fundinn og byrjaði á því að minnast látins félaga, Ragnars Á. Magnússonar, sem lést sl. haust. Fundarstjóri var kosinn Sigurður Stefáns- son og tilnefndi hann Sigurð P. Sigurðsson sem fundar- ritara. Dagskrá fundarins var með hefðbundnum hætti sam- kvæmt samþykktum félagsins og verður hér gctið helstu atriða. Skýrsla stjórnar var flutt af formanni félagsins, Helga V. Jónssyni. Fór hann nokkrum orðum um hclstu at- riðin í starfseminni sl. starfsár, en vísaði að öðru leyti til áður útsendrar ársskýrslu stjórnar, þar sem ítarlega er fjallað um allt félagsstarfið. Ársreikningur félagsins sem sendur var út fyrir fund- inn með ársskýrslu stjórnar, var skýrður af gjaldkera FLE, Guðmundi J. Þorvarðarsyni. Ársreikningurinn var síðan samþykktur samhljóða er hann var borinn upp til samþykktar. Formenn fastanefnda FLE gerðu grein fyrir störfum sinna nefnda á sl. starfsári ásamt þeim málum er nefnd- irnar varðar. Formaður Álitsnefndar var Helgi V. Jóns- son, formaður Endurskoðunarnefndar Rúnar Bj. Jó- hannsson, formaður Reikningsskilanefndar Stefán Svavarsson og formaður Mer.ntunarnefndar Hallgrímur Þorsteinsson. Stjórn FLE lagði fram tillögu til breytinga á sam- þykktum félagsins. Tillagan fjallaði um stjórnarkjör FLE en samkvæmt henni var gert ráð fyrir þeirri brcyt- ingu, að auk þess að kjósa formann sérstakri kosningu eins og verið hafði, skyldi varaformaður einnig kosinn sérstaklega. Var þessi tillaga samþykkt samhljóða er hún var borinn undir atkvæði. Á fundinum voru nýir menn kosnir í stað þeirra, sem gengu úr stjórn. Úr stjórn gengu að þessu sinni, Helgi V. Jónsson, formaður, ásamt Guðmundi J. Þorvarðar- syni, gjaldkera og Sigurði P. Sigurðssyni, ritara. Árni Tómason var kosinn nýr formaður og Rúnar Bj. Jó- hannsson vara- formaður. Meðstjórnendur til tveggja ára voru kosnir Hallgrímur Þorsteinsson og Tryggvi Jónsson, en Lárus Finnbogason situr áfram í stjórn fram til næsta aðalfundar. Varamenn í stjórn voru kosin þau Karlotta Aðalsteinsdóttir og Guðmundur Snorra- son. Endurskoðandi félagsins var kosinn Sverrir Sverr- isson og Stefán Bergsson til vara. Kosning aðalmanna og varamanns í fastanefndir FLE var eftirfarandi: I Álitsncfd voru Gunnar Sigurðsson og Ólafur Nilsson kosnir aðalmenn, en Guðmundur J. Þorvarðarson til vara. Sjálfkjörnir í nefndina voru Árni Tómasson, Rún- ar Bj. Jóhannsson og Helgi V. Jónsson. I Endurskoð- unarnefnd voru Sigurður H. Pálsson, Sturla Jónsson og Ólafur Kristinsson kosnir aðalmenn. í Rcikningsskila- nefnd voru Stefán Svavarsson. Heimir Haraldsson og Guðmundur Frímannsson kosnir aðalmenn. 1 Mennt- unarnefnd vortj Þorvarður Gunnarsson, Guðmundur Óskarsson og Sigurður Jónsson kosnir aðalmenn. en stjórn FLE tilnefnir varamenn í fasta- nefndir aðrar en Álitsnefnd. Fjárhagsáætlun stjórnar og tillaga um árstillag félags- manna fyrir næsta reikningsár var lögð fram af fráfar- andi gjaldkera stjórnar Guðmundi J. Þorvarðarsyni. Fram kom breytingartillaga um frekari hækkun félags- gjalda en stjórn hafði lagt til og var sú tillaga samþykkt. Fjárhagsáætlunin ásamt breyttri tillögu um félagsgjöld var síðan samþykkt samhljóða. Undir liðnum önnur mál lagði fráfarnadi formaður Endurskoðunar- nefndar fram til afgreiðslu tvær tillög- ur nefndarinnar. Sú fyrri var tillaga að leiðbeinandi reglum um endurskoðun birgða en sú seinni tillaga að leiðbeinandi reglum um endurskoðun viðskiptakrafna. Voru báðar tillögurnar samþykktar samhljóða er þær voru bornar upp. Nokkrir félagsmenn tóku til máls undir þessum dag- skrárlið, en ekki verður hér gerð frekari grein fyrir því. I fundarlok bað nýkjörinn formaður félagsins Árni Tómasson fundarmenn að sýna fráfarandi formanni þakklæti með lófaklappi, fyrir vel unnin störf í þágu fé- lagsins og sleit að þvt loknu fundi.

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.