Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Side 9

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Side 9
sem sjá vinnslunni fyrir hráefni. Þær tegundir sem vinnsla getur fengið til vinnslu úr einum togarafarmi geta verið t.d. þorskur, ýsa, ufsi og karfi, auk ýmissa annara tegunda í minna magni. Ur þessu hráefni þarf að fullvinna afurðir á tiltölulega skömmum tíma, áður en hráefni skemmist, og gera úr því sem mest verð- mæti. Þetta ástand hefur að vísu breyst nokkuð á und- anförnum árum. bæði með tilkomu fiskveiðikvóta og fiskmarkaða. Fiskveiðikvótinn hefur leitt til þess að áhrif vinnsl- unnar á hvenær fiskiskip komi með afla að landi eru meiri en áður, sérstaklega þar sem fiskvinnsla og útgerð fara saman. Þetta hefur leitt til þess að hráefnismagn til vinnslunnar er jafnara en áður. Fiskmarkaðirnir hafa hins vegar leitt til þess að fisk- vinnslan þarf ekki að vinna eins margar fisktegundir og áður í einu, þar sem hægt er að selja þær tegundir sem ekki henta til vinnslu og kaupa hráefni sem hentugt er að vinna. Þetta á þó ekki við alls staðar, því fiskmark- aðir eru einungis á fáum stöðum á landinu. Þar sem innlendir fiskmarkaðir eru ekki til staðar er algengt að sá hluti hráefnis sem ekki hentar til vinnslu sé seldur á fiskmörkuðum erlendis. Á mynd 3 er stillt upp í einfaldaðri mynd af fram- leiðsluferli í hefðbundinni frystingu, en í þessu ferli er gert ég ráð fyrir að hráefnið sé slægður fiskur. I þessu dæmi er gert ráð fyrir að hráefnið skiptist í 3 framleiðslugreinar þ.e. frystingu, en auk þess söltun og herslu, en þetta er mjög algeng uppbygging í fisk- vinnslu. Fyrstu þrír kostnaðarstaðirnir á framleiðsluferlinu, þ.e. móttaka, afísun og hausun eru sameiginlegir fyrir allar vinnslugreinar. Annar framleiðslukostnaður sem er sameiginlegur fyrir allar vinnslugreinar er t.d. af- skriftir og viðhald verksmiðjuhúsnæðis, orkukostnaður (a.m.k. að hluta til), rekstur flutningatækja, vátrygg- ingar fasteigna, véla og tækja og fasteignagjöld, svo dæmi séu nefnd. Sá kostnaður sem fellur til á hinum ýmsu kostnaðar- stöðum er m.a. laun og launatengd gjöld, afskriftir og viðhald véla og tækja. Svo tekið sé dæmi um vinnslu af þorski í frystingu, þá má hugsa sér að af vinnsluhæfum fiski fari u.þ.b. 60% í neytendapakkingu og u.þ.b. 40% fari í blokkarpakkn- ingar, þ.e. marningsblokk, flaka- eða bitablokk. Al- gengt er að af neytendapakkningu séu unnar 2-3 pakkningategundir í einu, en hver pakkningategund getur skipst í allt að 4 stærðaflokka. Þrátt fyrir þann fjölda pakkninga sem fá má út úr hefðbundinni frystingu t.d. á þorski, þá er tilkostnaður- inn við framleiðsluna mjög svipaður. Hráefniskílóið er á sama verði hvort sem verið er að vinna í neytenda- pakkningu eða blokkarpakkningu, þegar unnið er úr sama hráefni. Annar framleiðslukostnaður er lægri við blokkarpakkningu, ekki munar þó verulegum upphæð- um. Skilaverð afurðanna til framleiðenda er hins vegar ÞORSKUR HF. Dæmi Báturlnn Ýsan RE er 1 elgu flskvlnnlu- og útgeröarfyrlr- tæklslns Þorskur hf. Báturlnn leggur allan afla upp hjá vlnnslunnl. Samkomulag var gert vlö áhofn Dátslns um aö greiöa fast verö fyrlr aflann. Báturlnn flskaöl elngöngu þorsk allt árlö og fékk grelddar kr. 40 í meöalverö fyrlr kílólö. Alls aflaöl báturlnn 2.000 tonna af þorskl. Tap varö af rekstrl bátslns sbr. aö neöan: í þús.kr.: Rekstrartekjur 2.000 tonn á kr. 40 Rekstrargjöld: kr. 80.000 Laun og launatengd gjöld kr. 40.000 Annar útgeröarkostnaöur kr. 41.000 Afskrlf tlr kr. 9.000 kr. 90.000 kr. (10.000) FJármagnsllölr kr. (10.000) kr. (20.000) Kostnaöarverö pr. kíló kr. 45 Upplýst er aö markaösverö er kr. 43 Samnlngsverö sbr. aö ofan kr. 40 Öunnlnn afll hjá vlnnslunnl af bátnum er hvaöa veröl á aö meta hráefnlö? 20 tonn. A A hvaöa veröl á aö færa hráefnlö af Ysunnl hjá vlnnslunnl mjög mismunandi og getur munað 25-100% á því hvað neytendapakkning er með hærra skilaverð en blokkar- pakkning. Við hefðbundna frystingu getur því verið um hvort tveggja að ræða; að framleiðslukostnaðarverð afurða sé lægra en skilaverð og að skilaverð sé lægra en fram- leiðslukostnaðarverð, mismunandi eftir því hvort um neytendapakkningu eða blokkarpakkningu er að ræða. V. MAT Á BIRGÐUM VARA í VINNSLU OG FULLUNNUM AFURÐUM: Við mat á birgðum vara í vinnslu og fullunnum afurð- um í fiskvinnslu eru aðallega notaðar tvær aðferðir, þ.e. annars vegar að meta birgðir við kostnaðarverði og hins vegar sú aðferð, og sú sem algengari er, að meta þær við „netto“ skilaverði. Hér verður ekki fjallað um kostnaðarverðsregluna við birgðamat, en hins vegar verður gerð grein fyrir þeim vandamálum sem geta komið upp við það að beita henni við birgðamat í fisk- vinnslu. Áður en lengra er haldið er rétt að fara yfir hvaða kostnað á að taka með í birgðamatið, en það er í meginatriðum eftirfarandi kostnaður: Hráefniskostnaður. Bein framleiðslulaun og launatengd gjöld. Umbúðir. Laun og launatengd gjöld vegna verkstjómar. Afskriftir, viðhald og annar rekstrarkostnaður véla og tækja vegna framleiðslu. Afskriftir, viðhald og annar rekstrarkostnaður verk- smiðjuhúsnæðis. Hlutdeild í skrifstofu- og stjórnunarkostnaði. 9

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.