Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Page 10

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Page 10
Ég þekki engin dæmi þess í fiskvinnslufyrirtæki að þar sé til kostnaðarbókhald, þannig að fyrir liggi ná- kvæm vitneskja um kostnaðarverð hinna einstöku af- urða. Hins vegar eru yfirleitt til staðar all nákvæmar upplýsingar um framlegð einstakra afurða og pakkn- inga, en með framlegð er hér átt við skilaverð að frá- dregnum hráefnis- og umbúðakostnaði og kostnaði vegna launa og tengdra gjalda. Eins og vikið var að hér að framan er yfirleitt um að ræða fleiri en eina framleiðslugrein í hefðbundinni fisk- vinnslu, t.d. frystingu, söltun og herslu. Oft skortir mikið á að kostnaðarskipting á milli fram- leiðslugreina eða deilda sé fyrir hendi eða hún sé nægi- lega nákvæm. Sérstaklega á þetta við í litlum eða með- alstórum fyrirtækjum í greininni. Því liggja oft ekki fyrir nægilega nákvæmar upplýsingar um beinan framleiðslu- kostnað í hverri deild. Auk þess er ýmsum erfiðleikum bundið að skipta óbeinum og sameiginlegum fram- leiðslukostnaði á milli framleiðslugreina. Af framansögðu má vera ljóst að endurskoðandanum er mikill vandi á höndum við að meta raunverulegt kostnaðarverð afurðabirgða. Þær lausnir sem má benda á til þess að finna kostnað- arverð afurðabirgða er t.d. eftirfarandi: 1. Finna kostnaðarverð út frá framlegðarskýrslum sem álag á hráefni, launakostnað og umbúðir. 2. Finna kostnaðarverð með því að reikna það sem hlutfall af skilaverði. 3. Finna kostnaðarverð sem meðalkostnaðarverð pr. framleitt kíló á tímabilinu. Sú lausn að finna meðalkostnaðarverð getur einungis átt við þar sem framleiddar eru fáar og mjög líkar af- urðir t.d. við rækjuvinnslu eða sfldarsöltun. Önnur aðferð við birgðamat fullunninna afurða og sú sem er mikið notuð hjá fiskvinnslufyrirtækjum er sú að meta birgðirnar á „netto“ skilaverði, á reikningsloka- degi, enda þótt það sé hærra en kostnaðarverð. Með skilaverði er átt við söluverð að frádregnum umboðslaunum, flutningsgjöldum, farmtryggingum, bankakostnaði og öðrum sölu- og útflutningskostnaði. Skilaverð er því eins og nafnið gefur til kynna, það verð sem skilar sér til framleiðandans. Með „netto“ skilaverði er hins vegar átt við skilaverð að frádregnum þeim kostnaði sem fellur til vegna birgð- anna fram til þess tíma að afurðirnar eru afhentar til sölumeðferðar og fást greiddar. Hér er átt við t.d. geymslukostnað og vaxtakostnað af afurðalánum. Eins og greint var frá hér að framan getur verið mikl- um erfiðleikum bundið að finna kostnaðarverð ein- stakra fullunninna afurða í fiskvinnslu, kostnaðarverðið er því yfirleitt ekki þekkt stærð, en hins vegar er hægt að nálgast það t.d. með þeim aðferðum sem ég benti á. Upplýsingar um skilaverð einstakra afurða eru hins- vegar yfirleitt fyrirliggjandi. Að því leyti er einfaldara að beita þessari aðferð. Nú eru það út af fyrir sig engin rök fyrir að beita skilaverðsaðferðinni við birgðamatið að hún sé einfald- ari og þægilegri í framkvæmd. Hins vegar má færa eftir- farandi rök fyrir að nota þessa aðferð. Þegar engin óvissa er um að framleidd afurð er seld og á afurðinni er á hverjum tíma þekkt markaðsverð þá má meta birgðir afurðanna út frá söluverði. Þessi aðferð við birgðamat framleiddra vara er þekkt erlendis frá t.d. við námuvinnslu, þegar grafið er eftir góðmálmum eins og gulli og silfri. Forsendan fyrir því að nota þessa aðferð við birgðamat góðmálma hjá námufyritækjum er sú að markaðsverðið sé þekkt og að sala þeirra sé trygg. Góðmálmamir eru þá metnir út frá markaðsverði að frádregnum kostnaði við að selja og afhenda þá, þannig að birgðamatsverðið sé aldrei hærra en „netto“ söluverðið. Annað sem réttlætir það, a.m.k. að nokkru leyti, að meta birgðir góðmálma með þess- um hætti er það að mjög erfitt er að finna kostnaðar- verð einstakra eininga í vinnslunni. Málmarnir geta verið frá mismunandi námum, sem hafa mismunandi vinnslukostnað. Þetta vandamál, þ.e. að finna kostnaðarverð ein- stakra framleiddra eininga er einnig vel þekkt í fisk- vinnslunni eins og bent var á. Erlendis er þessi aðferð að meta afurðir út frá sölu- verði einnig þekkt í landbúnaði. Þannig heimila skatta- lög í Bandaríkjunum bændum að meta birgðir afurða með þessum hætti, enda séu afurðirnar auðseljanlegar og markaðsverð þeirra þekkt. Heimild þessi byggist m.a. á því að bændur haldi ekki nægilega gott bókhald til að hægt sé að meta birgðirnar á kostnaðarverði. „Bændaaðferðin“ við birgðamat, eða „farm price met- hod“ heimilar þannig að meta birgðir afurða á mark- aðsverði að frádregnum beinum kostnaði við að selja og afhenda afurðirnar. Eins og áður var vikið að er forsendan fyrir því að meta birgðir afurða út frá söluverði, sú að' markaðsverð afurðanna sé þekkt og afurðirnar séu seldar nánast á framleiðslustigi. Þessar aðstæður eiga við hjá miklum hluta fisk- vinnslufyrirtækja hér á landi. Mestur hluti afurðasölu fiskvinnslufyrirtækja fer fram hjá tiltölulega fáum, en stórum umboðssölufyrirtækjum, t.d. SH., SIF, sjávaraf- urðadeild Sambandsins og Sfldarútvegsnefnd. Oft eru fyrirliggjandi fyrirfram sölusamningar um afurðirnar og skilaverð afurðanna er þekkt á hverjum tíma. Þær af- urðir sem þessi umboðssölufyrirtæki annast sölu á eru frystur fiskur, saltfiskur og saltsfld. í mjölframleiðslu er skilaverð afurða yfirleitt einnig þekkt, en yfirleitt eru gerðir fyrirfram samningar um sölu mjöls, ýmist af ein- stökum framleiðendum eða umboðsmönnum. Svo vikið sé nánar að uppbyggingu sölumála í fisk- vinnslu þá er það yfirleitt svo að framleiðslufyrirtækin eru félagsaðilar í hinum einstöku sölusamtökum. í sam- þykktum sölusamtakanna eru skýr ákvæði um það að félagsmönnum beri að afhenda sölusamtökunum afurð- 10

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.