Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Síða 14
fóðurkostnaður mjög verulegur þáttur í laxeldi, en mun
minni í seiðaeldi. Einnig getur mismunandi söluskrán-
ing haft áhrif á þá liði sem teljast til framleiðslukostn-
aðar. Ef félag selur t.d. óslægðan lax við stöðvarvegg,
falla ekki til gjöld vegna flutnings, pökkunar o.þ.h. og
framleiðslukostnaður verður lægri sem því nemur. Enn-
fremur má deila um hvort flutningskostnað skuli skuli
telja með í framleiðslukostnaði eða ekki. Samkvæmt al-
mennri skilgreiningu telst fjármagnskostnaður ekki til
framleiðslukostnaðar, enda ræðst hann af fjármögnun
starfseminnar og tengist framleiðslunni ekki beint.
Dagverð ræðst af markaðsverði og það gerir matið
erfiðara að markaðsverð á vissum stigum framleiðsl-
unnar er almennt ekki þekkt. Upphafs- og lokapunktar
framleiðslunnar eru þó almennt þekktir, þ.e. hrogna-
verð og verð á sláturlaxi, yfir 2 kg. Aðrir viðmiðunar-
punktar eru mun óljósari, en oft liggur verð á sumar-
öldum seiðum og sjógönguseiðum þó ljóst fyrir og með
hliðsjón af framleiðsluferli og tryggingarverði má nálg-
ast reiknað dagverð.
BIRGÐAMAT, TALNINGARAÐFERÐIR:
Það skal strax viðurkennt að mjög erfitt er að fá ná-
kvæma tölu um fjölda og þyngd seiða og fiska sem eru
lifandi á tilteknum tímapunkti í viðkomandi fyrirtæki.
Ekki er þar með sagt að ómögulegt sé að nálgast fjölda-
tölur sem eru innan tiltekinna óvissumarka (t.d. 10%).
Til þess að nálgast viðfangsefnið er rétt að hverfa aftur
til framleiðslunnar og lýsa lítillega þeim aðferðum, sem
viðhafðar eru í stöðvunum í dag við ákvörðun afurða í
vinnslu.
Eðli máls samkvæmt er óvissan um fjölda mest í
seiðaeldinu, en minnkar eftir því sem fiskurinn stækkar
og nær dregur slátrun. Þær aðferðir sem beitt er í dag
við talningu seiða, eru í meginatriðum þrjár:
a) í fyrsta lagi er um véltalningu að ræða og eru frávik
þar talin á bilinu 1-3% eftir að þjálfun er náð. Vél-
arnar eru þannig gerðar að auk þess að telja, flokka
þær seiðin eftir stærðum. Gallinn við vélarnar er
annars vegar sá að þær eru of dýrar fyrir smærri
stöðvar og hins vegar of seinvirkar þegar telja skal
mikið magn í einu.
b) í öðru lagi er talið út frá meðalþyngd. ílát með vatni
er sett á vigt, síðan háfað úr kerjunum, bætt í ílátið
og þyngdaraukningin mæld. Með jöfnu millibili eru
tekin tilviljunarkennd úrtök (a.m.k. 50 seiði) og
meðalþyngd mæld. Heildarfjöldi er síðan áætlaður
annars vegar út frá heildarþyngd og hins vegar út frá
meðalþyngd. Frávik geta verið frá 3-10% eftir að
reynslu er náð.
c) Þriðja aðferðin sem notuð er byggist á handvirkum
teljurum og er notuð við sölu eða aðra afhendingu
þar sem vélar eru ekki til staðar.
Þegar meta skal fjölda seiða £ birgðaskýrslum, ber að
hafa í huga hvaða talningaraðferðir eru viðhafðar, svo
og hvaða vísbendingar fyrri reynsla gefur um nákvæmni
talningar. Alla vega skulu varúðarsjónarmið höfð í
heiðri.
Framleiðslunni er þannig háttað að seiðin eru í til-
tölulega litlum kerjum til að byija með, en eru jöfnum
höndum færð yfir í stærri ker eftir því sem þau vaxa.
Fylgst er reglulega með þeim fjölda seiða sem flutt eru
á milli kerja (véltalningaraðferð æskileg) og ólíkum
stofnum helst ekki blandað saman. Fjöldi í hverju keri
er skráður og allar breytingar ásamt dagsetningu færðar
jafn óðum inn á sérstakt skráningarspjald, sem tilheyrir
kerinu. A grundvelli þessara upplýsinga eru teknar
saman birgðatölur fyrir tryggingarfélög og lánastofnan-
ir.
Sú aðferð sem reynst hefur hvað haldbest til að sann-
reyna að uppgefnar birgðatölur séu innan óvissumarka,
er að rekja sig frá byrjunartölum til lokatalna, með
hjálp eldisáætlunar. Þetta er tiltölulega auðvelt, sé
þetta gert jöfnum höndum, því upplýsingar um kaup á
hrognum og seiðum (hugsanlega eigin hrognafram-
leiðsla) og sölu eða sérgreind tjón á seiðum eða fiski
eru oftast nær tiltölulega aðgengilegar. Séu þessar upp-
lýsingar bornar saman við framleiðsluferil þann sem
rakinn var hér að framan, má sjá hvort ótilgreind afföll
hafi verið eðlileg eða ekki. í meðfylgjandi dæmi er sýnt
hvernig rekja má upphafstölur til lokatalna samkvæmt
þessari aðferð.
Fyrst er gefin birgðatalning í upphafi og lok tímabils,
auk upplýsinga um kaup og sölu afurða á tímabilinu.
Þessu næst kemur að erfiðasta hlutanum, þ.e. greining-
unni. Hveijum árgangi fisks er fylgt eftir frá byrjun
tímabils til loka og spáð fyrir um eðlileg afföll og
þyngdaraukningu með vísan til töflunnar um eldisferil
hér að framan. Þegar tekið hefur verið tillit til viðbótar-
kaupa, sölu og affalla viðkomandi árgangs, liggur fyrir
áætlunartala í árslok sem hægt er að bera saman við
rauntölur samkvæmt birgðatalningu í lok tímabilsins.
Eðlileg frávik renna stoðum undir réttmæti birgðataln-
ingarinnar, en veruleg frávik kalla á frekari skoðun og
fyrirspurnir.
Reynslan hefur sýnt að slík greining frá upphafs- til
lokastöðu er ein besta endurskoðunaraðferð sem unnt
er að beita í fiskeldisfyrirtækjum. Það er viðtekin venja
í rekstri sem þessum, vegna skorts á rekstrarfé, að
vöruskipti eigi sér stað en ekki sala gegn peningum eða
viðskiptábréfum. Þannig er ekki óalgengt að aðili sem
er vel birgur af hrognum, láti þau af hendi að hausti
gegn því að fá tiltekinn fjölda sjógönguseiða að vori frá
hinum aðilanum. Oft vill verða raunin, þótt samningar
séu gerðir, að þeir séu ekki bókaðir e.t.v. vegna þess
að engar fjárhæðir koma fram. Þetta skapar hættu á
vanmati á birgðum hjá seljanda hrognanna og samsvar-
andi ofmat hjá kaupanda um áramót, þegar reiknings-
skil eru gerð.
14