Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Qupperneq 25

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Qupperneq 25
félag getur öðlast yfirráð yfir öðru félagi á óbeinan hátt (þ.e. með óbeinni eignaraðild). í Bandaríkjunum og Bretlandi gilda ítarlegar reglur um það hvenær semja skuli samstæðuársreikning. í Bandaríkjunum og Kanada hefur verið settur staðall, þar sem félög, sem eiga yfir 50% hluta í öðrum fé- lögum, skuli hafa þau félög með við gerð samstæðu- reikningsskila. í íslenskum lögum um hlutafélög (nr. 32/1978) er í greinum 2 og 104 ákvæði um samstæður- eikningsskil: 2. grein: Nú á hlutafélag svo mikinn hluta hlutafjárins í öðru hlutafélagi, að það fer með meirihluta atkvæða í fé- laginu, og telst þá fyrmefnda félagið móðurfélag en hið síðarnefnda dótturfélag. Nú á dótturfélag eða móðurfélag ásamt einu eða fleiri dótturfélögum eða fleiri en eitt dótturfélagi í sam- einingu svo mikið hlutafé í öðru félagi, sem um ræðir í 1. mgr., og telst þá síðastnefnda félagið dótturfélag móðurfélagsins. Ef hlutafélag hefur annars, vegna hlutafjáreignar eða samninga, yfirráð í öðru hlutafélagi og verulega hlut- deild í afrakstri þess, telst fyrrnefnda félagið einnig móðurfélag og hið síðamefnda dótturfélag. Móður- og dótturfélög eru í sameiningu samstæða hlutafélaga. 104. grein: I móðurfélagi skal gera samstæðureikning, sem ná skal til sama tímabils og ársreikningur þess. Samstæðureikningurinn skal hafa að geyma saman- tekt á ársreikningum móður- og dótturfélaga, saminn í samræmi við iög og góða reikningsskilavenju og með hliðsjóna af öðrum ákvæðum þessa kafla. Við gerð reikningsins skal fella brott innbyrðis tekjur og arð- greiðslur milli félaga í samstæðunni svo og innbyrðis eignir og skuldir. Til innbyrðis tekna telst hluti móðurfélags í tekjum af eignatilfærslum innan samstæðunnar, svo framarlega sem eignin hefur ekki þegar veið afskrifuð um samsvar- andi fjárhæð í því félagi, sem aflaði hennar. Ef samsetning samstæðunnar eða aðrar sérstakar að- stæður gera það að verkum, að gerð samstæðureiknings er verulegum vandkvæðum bundin, má víkja frá ákvæðum þessarar greinar. Af þessum greinum má álykta að semja beri samstæð- ureikning þar sem hlutafélag á yfir 50% hlutafjár í öðru hlutafélagi og einnig þar sem eitt hlutafélag hefur yfir- ráð yfir öðru hlutafélagi jafnvel þótt hlutafjáreign sé ekki yfir 50%. Hins vegar er í 4. mgr. 104 greinar ákvæði um að víkja megi frá ákvæðum um samstæðu- reikningsskil ef samsetning samstæðunnar eða aðrar sérstakar aðstæður gera það að verkum. Er orðalag þetta mjög almennt og erfitt að meta hvemig það verð- ur túlkað í framkvæmd. í Bandaríkjunum hafa eftirfarandi atriði oft verið tal- in nægileg ástæða til þess að hafa dótturfélag ekki með við gerð samstæðureiknings: 1. Yfirráð eru líkleg til þess að vera tímabundin. 2. Yfirráð ekki hjá meirihlutaeigendum t.d. ef félag hefur verið tekið til gjaldþrotameðferðar. 3. Hlutdeild minnihluta í dótturfélagi er svo stór í hlut- falli við eignarhluta eigenda móðurfélagsins í eigin fé samstæðunnar að framsetning tveggja ársreikn- inga væri skýrari og gagnlegri. 4. Starfsemi dótturfélags er ekki samkynja starfsemi móðurfélagsins, þ.e.a.s að félögin eru það ólík að samstæðureikningur er markleysa. 5. Rekstur dótturfélags fer fram í erlendu ríki þar sem hömlur eru settar á flutning fjármagns milli landa. Landfræðileg og lagaleg atriði geta haft áhrif á yfir- ráð yfir dótturfélögum. I Bretlandi er í lögum um hlutafélög gefnar sex ástæður sem réttlæta það að dótturfélag sé sleppt við gerð sam- stæðureikningsskila. Þessar sex ástæður eru: 1. Upplýsingar óaðgengilegar. Ef ekki er hægt að fá nauðsynlegar upplýsingar um dótturfélag, vegna t.d. styrjalda eða verkfalla eða vegna þess að ekki er til nein regla eða grundvöllur fyrir því að breyta verð- mæti eigna, skulda og rekstrarniðurstöðu dótturfé- lags yfir í þann gjaldmiðil sem samstæðan gerir upp 2. Óveruleg áhrif. Þar sem stjómendur félags eru þeirrar skoðunar að það að hafa dótturfélag með við gerð samstæðureiknings myndi ekki koma þeim að neinu gagni vegna smæðar dótturfélagsins er heimilt að sleppa viðkomandi dótturfélagi. 3. Óeðlilega mikil útgjöld eða tafir. Ef sá kostnaður eða þær tafir sem hljótast af því að hafa dótturfélag með í samstæðureikningi er meiri en það gagn sem af því er fyrir móðurfélagið þá er ekki nauðsynlegt að hafa viðkomandi dótturfélag með. 4. Villandi áhrif. Ef stjórnendur félags eru þeirrar skoðunar að samstæðureikningur gefi villandi vís- bendingar ef ákveðið dótturfélag er innifalið í sam- stæðreikningi er heimilt að sleppa því. Dæmi um slíkar aðstæður er dótturfélag sem hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 5. Skaðleg áhrif. Ef stjórnendur félags telja að fram- setning samstæðureiknings sé skaðleg félaginu ef ákveðið dótturfélag er meðtalið þá er þeim heimilt að sleppa því í samstæðureikningsskilum, enda sé það samþykkt af Viðskiptaráðuneytinu. 6. Ósamkynja rekstur. Ef stjórnendur félags telja að rekstur móðurfélags og dótturfélags sé það ósam- kynja að ekki sé raunhæft að líta á hann sem eina heild er heimilt að fella dótturfélagið niður í sam- stæðureikningi, enda sé það samþykkt af Viðskipta- ráðuneytinu.

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.