Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Síða 27

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Síða 27
ákveðnar samtengingar félaga, þar sem greitt var með hlutafé, voru h'kari því að vera sameining á hagsmunum hluthafa frekar en kaup á eignum. Sameining á hagsmunum hluthafa var augljós í sam- tengingum, þar sem greitt var með hlutabréfum og þar sem félög voru af Iíkri stærð. Hluthafar og stjórnendur þessara félaga héldu sínum hagsmunum og störfum óbreyttum eftir samtengingu líkt og ver- ið hafði fyrir samtengingu félaganna. Þar sem hvor- ugt félaganna getur í slíkum tilfellum kallast kaup- andi eru eignir, skuldir og eigið fé samstæðunnar færðar við bókfærðu verði. Ekki er samkvæmt þess- ari aðferð tekið tillit til gangverðs útgefinna hluta- bréfa eða gangverðs hreinnar eignar viðkomandi fé- laga. Samstæðureikningsskil við samtengingu sam- kvæmt samlegðaraðferðinni eru nokkuð frábrugðin samstæðureikningsskilum samkvæmt kaupaðferð- inni. Helstu mismunir á þessum aðferðum eru: 1. Allir fjórir reikningar ársreiknings (rekstrar- reikningur, efnahagsreikningur, yfirlit um eigið fé og fjármagnsstreymi) eru færðir upp í sam- stæðureikningsskilum á kaupári, eins og sam- tengingin hefði átt sér stað í upphafi tímabils, í samræmi við þá kenningu að samkvæmt sam- legðaraðferðinni sé verið að leggja saman bæði núverandi og eldri hagsmuni hluthafa. Á hinn bóginn er aðeins viðeigandi að færa upp sam- stæðuefnahagsreikning við kaup samkvæmt kaupaðferðinni. 2. Gangverð hreinnar eignar dótturfélaga kemur ekki fram í samstæðureikningi samkvæmt sam- legðaraðferðinni. Gangverð hreinnar eignar kemur hins vegar fram þegar kaupaðferðin er notuð. 3. Óráðstafað eigið fé samstæðu við samtengingu samkvæmt samlegðaraðferðinni inniheldur hlut- deiid móðurfélags í eigin fé dótturfélags. Hins vegar er aðeins eigið fé móðurfélags sýnt í sam- stæðureikningsskilum við kaup samkvæmt kaup- aðferðinni. Hinir miklu kostir samlegðaraðferðarinnar ásamt þeirri staðreynd að ekki voru til ákveðnar reglur um beitingu þessarar aðferðar leiddu til þess að samlegðaraðferðin var nokkuð misnotuð í Bandaríkjunum á árunum 1960 - 1970. Árið 1970 voru settar ákveðnar reglur um beit- ingu kaupaðferðar og samlegðaraðferðar (APB opinion no. 16). Þessar reglur takmörkuðu mjög möguleika á notkun samlegðaraðferðarinnar. I þeim dæmum sem fylgja hér á eftir er eingöngu stuðst við kaupaðferðina. Meðferð á rekstrarárangri dótturfélags í bókhaldi móð- urfélags. Eftir samtengingu félaga þarf móðurfélag að gera grein fyrir rekstrarárangri dótturfélags í eigin reikningsskil- um. Gera þarf grein fyrir hagnaði eða tapi dótturfélags. Auk þess þarf að gera grein fyrir ýmsum milliviðskipt- um milli móðurfélags og dótturfélags. Móðurfélag get- ur valið um tvær aðferðir við færslu á rekstrarárangri dótturfélaga. Þessar aðferðir eru á ensku nefndar „equity method” og „cost method” og nefna mætti á ís- lensku „hlutdeildaraðferð” og „kostnaðarverðsaðferð”. Verður helstu einkennum þessara aðferða nú lýst stutt- lega: A. Hlutdeildaraðferð. Samkvæmt hlutdeildaraðferðinni færir móðurfé- lag upphaflega fjárfestingu í dótturfélagi á kostnað- arverði og breytir síðan bókfærðu verði fjárfesting- arinnar til samræmis við hlutdeild sína í hagnaði eða tapi dótturfélagsins á hverju tímabili. Hlutdeild móðurfélags í hagnaði eða tapi dótturfélags er færð í rekstrarreikning þess og hefur áhrif á rekstrarár- angur móðurfélagsins. Þessi fjárhæð breytist um leiðréttingar sem varða viðskipti milli félaganna svo og um afskrift af hugsanlegu yfirverði við kaup. Fjárfestingarreikningur móðurfélags í dótturfé- lagi breytist einnig til samræmis við breytingu á eig- in fé dótturfélags. Móttekinn arður frá dótturfélagi er færður til lækkunar á fjárfestingarreikningnum. Við beytingu íslenskra reikningsskilaaðferða verður að taka tillit til hlutdeildar í endurmats- breytingu eigin fjár dótturfélags. Hugsanlegt yfír- verð við kaup er einnig endurmetið og er sú endur- matsbreyting einnig færð á fjárfestingarreikninginn. Þegar hlutdeildaraðferð er notuð í bókhaldi móð- urfélags eiga eftirfarandi jöfnur við þegar sam- stæðureikningur er gerður: Rekstrarniðurstaða móðurfélags = rekstrarnið- urstaða samstæðu. Eigið fé móðurfélags = eigið fé samstæðu. Hlutdeildaraðferðin var kynnt af reikningsskila- nefnd FLE á ráðstefnu á Akureyri í október 1988 og er vísað í drög að áliti sem nefndin sendi þar frá sér varðandi frekari lýsingu á hlutdeildaraðferðinni. B. Kostnaðarverðsaðferð. Samkvæmt kostnaðarverðsaðferðinni færir móð- urfélag upphaflega fjárfestingu sína í dótturfélagi á kostnaðarverði og færir sem tekjur móttekinn arð frá dótturfélaginu. Móttekinn arður móðurfélags er talinn til tekna í rekstrarreikningi þess. Ekki er því tekið tillit til hagnaðar eða taps dótturfélags í bók- haldi móðurfélags þegar kostnaðarverðsaðferðin er notuð. 27

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.