Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Síða 28
Við val á milli þessara aðferða skal haft í huga að nið-
urstöðutölur samstæðureiknings verða þær sömu hvort
sem móðurfélag notar hlutdeildaraðferð eða kostnaðar-
verðsaðferð. Hins vegar verða jöfnunarfærslur í sam-
stæðureikningsskilum mismunandi eftir því hvor að-
ferðin er notuð. í skýringardæmi hér á eftir er beytt
hlutdeildaraðferð þar sem hún er talin gefa betri upp-
lýsingar um verðmæti fjárfestingar í dótturfélagi í bók-
haldi móðurfélagsins og hún gefur upplýsingar í bók-
haldi móðurfélagsins um hlutdeild þess í rekstrarár-
angri viðkomandi árs hjá dótturfélagi.
Viðskipti milli móðurfélags og dótturfélags.
Eftir að félög hafa tengst eiga þau oft mikil viðskipti sín
á milli. Bæði móður- og dótturfélög ættu að færa slíkar
færslur hjá sér á sem gleggstan hátt með tilliti til sam-
stæðureikningsskila. í þessu sambandi er nauðsynlegt
að stofna sérstaka reikninga í bókhaldi viðkomandi fé-
laga fyrir öll milliviðskipti milli móður- og dótturfélaga
varðandi eignir, skuldir, tekjur og 'gjöld. Þessir sérstöku
reikningar sýna þá greinilega þau milliviðskipti sem
eyða þarf við gerð samstæðureiknings. Þessum vinnu-
reglum varðandi milliviðskipti er ætlað að tryggja það
að miðurstöðutölur samstæðureiknings lýsi aðeins þeim
viðskiptum sem átt hafa sér stað við aðila utan sam-
stæðunnar.
Sem dæmi um viðskipti milli móður- og dótturfélaga
má nefna:
1. Lán.
2. Leiga á eignum.
3. Veitt þjónusta.
4. Sala á vörum eða hráefnum til endursölu.
5. Sala á varanlegum rekstrarfjármunum.
6. Sala á öðrum eignum.
Þrír fyrstu liðirnir (lán, leiga á eignum, veitt þjónusta)
skapa yfirleitt engin reikningshaldsleg vandamál. Ef
eitt félag lánar öðru fé þá stendur viðkomandi upphæð
sem eign hjá öðru félaginu og skuld hjá hinu og eyðist
út við gerð samstæðureiknings. Sama má segja um vexti
af lánum. Annað félagið sýnir vaxtatekjur af láninu, en
hitt vaxtagjöld upp á sömu upphæð sem síðan eyðast út
við gerð samstæðureiknings. Sama regla gildir um leigu
á eignum og veitta þjónustu.
Síðari þrír liðirnir hafa yfirleitt í för með sér annað
hvort hagnað eða tap fyrir seljanda. Þessum hagnaði
verður að eyða við gerð samstæðureiknings þangað til
þessi hagnaður hefur verið innleystur við sölu til utan-
aðkomandi aðila.
Hér á eftir verða tekin nokkur dæmi um meðhöndlun
á milliviðskiptum í samstæðureikningsskilum:
1. Sala á vörum til endursölu.
Verið getur að sala á vörum eða hráefnum fari
fram á kostnaðarverði. Slík viðskipti hafa engin áhrif
á jöfnunarfærslu við gerð samstæðureiknings og
skiptir ekki máli hvort viðkomandi vörur hafa verið
seldar til aðila utan samstæðunnar eða hvort þær eru
meðal birgða þess félags sem keypti.
Hins vegar er algengast að vörur séu seldar milli
félaga með hagnaði. Þessi hagnaður er ekki innleyst-
ur hjá samstæðunni fyrr en við sölu viðkomandi vara
til aðila utan hennar. Af þessu leiðir að vörur, sem
félag innan samstæðu kaupir af öðru félagi innan
samstæðunnar og eru óseldar um áramót, valda því
að birgðir samstæðunnar eru oftaldar um fjárhæð
sem nemur óinnleystum hagnaði í lokabirgðum.
Einnig verður hagnaður samstæðunnar oftalinn um
sömu fjárhæð ef þessi viðskipti eru ekki nettuð út við
gerð samstæðureiknings. Bæði ofmat birgða og of-
reiknaður hagnaður samstæðunnar er leiðréttur í
viðeigandi jöfnunarfærslu við gerð samstæðureikn-
ings. Við gerð þessara jöfnunarfærslna skiptir máli
hvort móðurfélag eða dótturfélag er seljandi þegar
móðurfélagskenningin er notuð vegna þess að ef
móðurfélag selur dótturfélagi tilheyrir allur hagnað-
ur af viðskiptunum móðurfélaginu. Ef hins vegar
dótturfélagið selur skiptist hagnaður af milliviðskipt-
unum hlutfallslega milli meirihluta og minnihluta.
Dæmi um sölu á vörum til endursölu milli félaga:
M hf. keypti á ári 1 90% eignarhluta í D hf. fyrir
900.000 þegar eigið fé D hf. samanstóð af hlutafé að
nafnverði 500.000 kr. og óráðstöfuðu eigin fé
500.000 kr. Einu viðskipti milli félaganna á árinu
voru í desember, en þá seldi D hf. vörur að sölu-
verði 80.000 kr. til M hf. Álagning af þessum við-
skiptum var kr. 30.000. Allar vörurnar voru óseldar
hjá M hf. um áramótin. Hagnaður D hf. var kr.
100.000 á ári 1 og ári 2. Engin viðskipti voru milli fé-
laganna á ’ári 2.
Móðurfélagið (M hf.) verður að færa eftirfarandi
færslur í bókhaldi sínu vegna þessara viðskipta:
1. Hlutdeild M hf. í hagnaði dótturfélags (100.000 *
90%):
Fjárfesting í dótturfélagi 90.000
Hlutdeild í hagnaði dótturfélags 90.000
2. Hlutdeild í óinnleystum hagnaði í Iokabirgðum
hjá M hf. (30.000 * 90%):
Hlutdeild í hagnaði dótturfélags 27.000
Fjárfesting í dótturfélagi 27.000
Með þessum færslum hefur M hf. fært í bókhaldi
sínu hlutdeild í hagnaði dótturfélags að teknu tilliti
til þess hagnaðar í lokabirgðum sem ekki hefur verið
innleystur með sölu til utanaðkomandi aðila.
Eftir að M hf. hefur fært ofangreindar færslur í
bókhaldi sínu eru eftirfarandi jöfnunarfærslur færðar
við gerð samstæðureiknings fyrir ár 1:
28