Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Síða 29

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Síða 29
1. Hreyfingar ársins á fjárfestingarreikningi bakfærðar (90.000-27.000): Hlutdeild í hagnaði dótturfélags 63.000 Fjárfesting í dótturfélagi 63.000 2. Sala milli félaga bakfærð: Sala 80.000 Vörunotkun 80.000 3. Óinnleystur hagnaður í birgðum 31.12. ár 1: Vörunotkun 30.000 Vörubirgðir 30.000 4. Upphafleg fjárfesting í D hf. færð út á móti eigin fé D hf: Hlutafé (500.000*90%) 450.000 Óráðstafað eigið fé (500.000*90%) 450.000 Fjárfesting í dótturfélagi 900.000 Með þessum jöfnunarfærslum hefur verið tekið til- lit til þess að sala milli félaga er ekki talin sala til ut- anaðkomandi aðila og því er hún bakfærð. Einnig hefur álagning af birgðum sem óseldar eru um ára- mót verið bakfærð þar sem hún hefur ekki verið inn- leyst með sölu til utanaðkomandi aðila. Að síðustu er síðan hlutdeild í rekstri og eigin fé dótturfélags færð út. I staðinn eru rekstrar- og efnahagsreikning- ar dótturfélagsins lagðir við sömu reikninga móður- félagsins í samstæðureikningi. Á ári 2 færir M hf. eftirfarandi færslur í bókhaldi sínu vegna D hf.: 1. Hlutdeild í hagnaði dótturfélags (100.000 * 90%): Fjárfesting í dótturfélagi 90.000 Hlutdeild í hagnaði dótturfélags 90.000 2. Hlutdeild M hf. í innleystum hagnaði í upphafs- birgðum hjá M hf. (30.000 * 90%): Fjárfesting í dótturfélagi 27.000 Hlutdeild í hagnaði dótturfélags 27.000 Með þessum færslum hefur M hf. fært í bókhaldi sínu hlutdeild í hagnaði dótturfélags að teknu tilliti til þess hagnaðar í birgðum í upphafi árs sem ekki hafði verið innleystur með sölu til utanaðkomandi aðila. Hér er gengið út frá þeirri forsendu að við- komandi vörur hafi allar selst á ári 2. Eftir að M hf. hefur fært ofangreindar færslur í bókhaldi sínu eru eftirfarandi jöfnunarfærslur færðar við gerð samstæðureiknings fyrir ár 2: 1. Hreyfingar ársins á fjárfestingarreikningi bak- færðar (90.000+27.000): Hlutdeild í hagnaði dótturfélags 117.000 Fjárfesting í dótturfélagi 117.000 2. Hagnaður í birgðum í ársbyrjun innleystur: Fjárfesting í dótturfélagi (30.000*90%) 27.000 Hlutdeild minnihluta 01.01. í óinnleystum hagnaði í birgðum í ársbyrjun (30.000*10%) 3.000 Vörunotkun 30.000 4. Fjárfesting í D hf. í ársbyrjun færð út á móti eigin fé D hf: Hlutafé (500.000*90%) 450.000 Óráðstafað eigið fé 01.01. (600.000*90%) 540.000 Fjárfesting í dótturfélagi 990.000 Álagning af birgðum sem óseldar voru í ársbyrjun er tekjufærð þar sem vörurnar seldust á árinu og var því innleyst með sölu til utanaðkomandi aðila. Þar sem minnihluti telst eiga 10% hagnaðar í birgðum er hlutdeild hans færð upp í jöfnunarfærslu. Við gerð samstæðureiknings fyrir ár 1 var tekið tillit til þessa óinnleysta hagnaðar við útreikning á hluteild minni- hluta í hagnaði D hf. á ári 1. Einnig er hlutdeild í rekstri og eigin fé dótturfé- lags færð út, en í staðinn eru rekstrar- og efnahags- reikningar dótturfélagsins lagðir við sömu reikninga móðurfélagsins. 2. Sala á fastafjármunum. Sala á fastafjármunum milli félaga innan sam- stæðu er frábrugðin sölu á vörum til endursölu á tvo vegu. í fyrsta lagi eru slík viðskipti fátíð, en sala á vörum er nokkuð algeng og á sér stað oft innan árs. I öðru lagi eru fastafjármunir tiltölulega langlífar eignir og því geta liðið mörg ár áður en hagnaður eða tap af sölu fastafjármuna innan samstæðu er inn- leyst með sölu viðkomandi eigna til aðila utan sam- stæðunnar, eða með afskriftum. Sama regla gildir varðandi sölu á fastafjármunum og sölu á vörum til endursölu milli félaga innan sam- stæðu, að fresta verður hagnaði vegna viðskiptanna þangað til hann hefur verið innleystur frá sjónarhóli samstæðunnar. Innlausn hagnaðar af sölu fastafjármuna milli fé- laga innan samstæðu er talin eiga sér stað þegar við- komandi eign er afskrifuð hjá kaupanda. Þessi regla byggir á því að notkun á afskrifanlegri eign er talin jafngilda sölu til utanaðkomandi aðila með þeim vörum sem framleiddar eru með viðkomandi eign- um. Samkvæmt móðurfélagskenningunni sem hér er notuð skiptir máli varðandi útreikning á hlutdeild móðurfélags í hagnaði af sölu fastafjármuna hvort dótturfélagið er kaupandi eða seljandi. Ef dótturfé- lag er seljandi verður að taka tillit til hlutdeildar minnihluta í hagnaði eða tapi af sölunni. Til frekari upplýsingar verður sölu á varanlegum 29

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (01.01.1990)
https://timarit.is/issue/394379

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (01.01.1990)

Gongd: