FLE blaðið - 01.01.2010, Page 7

FLE blaðið - 01.01.2010, Page 7
fjárskuldar í samræmi við reglur þar að lútandi í IAS 39 sem kveða meðal annars á um að tekið skuli tillit til markaðsaðstæðna og útlánaáhættu skuldara á matsdegi. Ákvörðun gangvirðis getur verið vandasöm einkum þegar lánsfjármarkaður er óvirkur og skuldari f vanda staddur þannig að ólíklegt þykir að ótengdur aðili myndi vilja veita honum lán. Við slíkar aðstæður ber skuldara engu að síður að nota viðurkennda verðmatsaðferð til að komast að rökstuddri niðurstöðu um gangvirði nýrrar fjárskuldar við upphaflega færslu hennar í efnahagsreikning. Skuldara ber að styðjast við fyrirliggjandi markaðsupplýsingar eins mikið og hægt er og við eigin forsendur eins lítið og hægt er. Til dæmis getur grunnávöxtunarkrafa legið fyrir vegna viðskipta á virkum markaði með ríkisskuldabréf en skuldari gæti þurft að styðjast við eigin forsendur við mat á eigin áhættuálagi (t.d. með samanburðargreiningu við önnur skráð félög með lánshæfismat að teknu tilliti til gæða trygginga og séreinkenna nýju fjárskuldarinnar). Gangvirði nýrrar fjárskuldar kann einnig að vera töluvert lægra en samningsbundinn höfuðstóll hennar og þess vegna geta myndast umtalsverð afföll við upphaflega færslu hennar. Sé nýja fjárskuldin metin á afskrifuðu kostnaðarverði eftir upphaflega færslu, ber skuldara að gjaldfæra afföllin í rekstrarreikningi á væntum líftíma nýrrar fjárskuldar með því að nota aðferð virkra vaxta. Sé niðurstaðan hins vegar sú að skilmálabreytingar teljist ekki verulegar, ber skuldara meðal annars að halda áfram að færa upphaflegu fjárskuldina í efnahagsreikningi en ekki færa nýja fjárskuld á gangvirði. Það er skoðun margra að í slíkum tilvikum skuli ekki færa neinn hagnað eða tap í rekstrarreikning, jafnvel þó að skilmálabreytingarnar leiði til breytinga á áætluðu framtíðarsjóðstreymi fjárskuldarinnar. Sé fjárskuldin metin á afskrifuðu kostnaðarverði ætti skuldari að meðhöndla breytingarnar á áætluðu framtíðarsjóðstreymi frekar sem leiðréttingu á virkum vöxtum fjárskuldar (og afskrifa þær á væntum líftíma hennar) í stað þess að færa þær strax sem tekjur eða gjöld í rekstrarreikningi. Til að komast að niðurstöðu um hvort skilmálabreytingar teljist verulegar eða ekki þarf skuldari að framkvæma tölulegt próf eins og nánar er kveðið á um í IAS 39. Prófið felur í sér samanburð á núvirði sjóðstreymis samkvæmt breyttum skilmálum og núvirði sjóðstreymis samkvæmt upphaflegum skilmálum. Skilmálabreytingar teljast verulegar ef mismunur á þessum tveimur stærðum er a.m.k. 10% (og af þeim sökum er tölulega prófið oft nefnt „10% próf"). Mörg álitamál vakna við framkvæmd þessa prófs, sem taka verður afstöðu til, aðallega í tengslum við ákvörðun sjóðstreymis sem á að núvirða og vaxta sem á að núvirða sjóðstreymið með. Sú staða getur komið upp að setja þurfi upp mismunandi sviðsmyndir af 10% prófinu út frá mismunandi forsendum og styðjast við þá sviðsmynd sem talin er raunhæfust í stöðunni. Sé mismunurinn 10% eða meira leiðir það sjálfkrafa til þess að skuldara ber að færa upphaflegu fjárskuldina út úr efnahagsreikningi og færa nýja fjárskuld í staðinn á gangvirði. Sé mismunurinn hins vegar minni en 10% þýðir það ekki endilega að skuldara beri að halda áfram að færa upphaflegu fjárskuldina í efnahagsreikningi. Það er skoðun margra að í slíku tilviki þurfi skuldari að framkvæma svokallað eiginleikamat (e. qualitative assessment) til að komast að því hvort skilmálabreytingarnar teljist engu að síður verulegar. Markmiðið með eiginleikamatinu er að greina þær skilmálabreytingar sem 10% prófið nær ekki til vegna eðlis þeirra. Dæmi um slíkar skilmálabreytingar eru breytingar á gjaldmiðlum sem fjárskuldin er tilgreind í og viðbótarákvæði um breytirétt fjárskuldar í hlutafé. Breyting fjárskuldar í hlutafé Breyting fjárskuldar í hlutafé er ein þeirra lausna sem kröfuhafar geta gripið til ef þeir telja að aðlögun greiðslubyrðar að breyttu greiðsluþoli skuldara ein og sér dugi ekki til og að eignarhald á hlutabréfum í skuldara sé fýsilegur kostur. Hvað reikningsskil skuldara varðar getur skipt máli hvort kröfuhafi verður eigandi í skuldara í kjölfar endurskipulagningar eða hvort endurskipulagning fjárskulda fer fram á meðan kröfuhafi er jafnframt hluthafi í skuldara. Síðastliðinn nóvembermánuð gaf alþjóðlega túlkunarnefndin (IFRIC) út nýja túlkun, IFRIC 19, sem fjallar um ógildingu fjárskulda með útgáfu eiginfjárgerninga (e. extinguishing financial liabilities with equity instruments). í túlkuninni kemur meðal annars fram að í slíkum tilvikum ber skuldara að færa bókfært verð fjárskulda (eða hluta þeirra, eftir því sem við á) úr efnahagsreikningi og færa eiginfjárgerningana í staðinn. Skuldara ber að færa eiginfjárgerningana upphaflega miðað við gangvirði þeirra nema ekki sé hægt að meta það með áreiðanlegum hætti (en þá ber skuldara að miða við gangvirði fjárskulda sem verið er að ógilda). Mismun milli gangvirðis eiginfjárgerninga og bókfærðs verðs fjárskulda ber skuldara að færa sem hagnað eða tap í rekstrarreikning (þ.e.a.s. að því gefnu að ekki sé um að ræða viðskipti við eigendur þar sem þeir koma fram í hlutverk eigenda, sbr. umfjöllun hér að framan). Túlkunin IFRIC 19 gildir fyrir reikningsár sem hefjast 1. júlí 2010 eða síðar en heimilt er að innleiða hana fyrr (hún á þó eftir að hljóta samþykki Evrópusambandsins). Þrátt fyrir þetta hefur það verið skoðun margra að sú meðhöndlun sem kveðið er á um í IFRIC 19 á ógildingu fjárskulda með útgáfu eiginfjárgerninga sé einmitt niðurstaðan sem ætti að komast að með beitingu núgildandi reglna IFRS. Hins vegar halda sumir því fram að núgildandi reglur IFRS heimili einnig færslu bókfærðs verðs fjárskulda beint á eigið fé án þess að skuldari meti gangvirði eiginfjárgerninga né gangvirði fjárskulda og þar af leiðandi án þess að hann færi hagnað eða tap í rekstrarreikning vegna þessara viðskipta. Það skal tekið fram að umfjöllun mín hér að framan á ekki við þegar fjárskuld er breytt í hlutafé á grundvelli gildandi samningsákvæða (t.d. þegar ákvæði um breytirétt fjárskuldar í hlutafé eru hluti af upphaflegum samningsskilmálum) því sérstakar reglur gilda um slík viðskipti samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastaðli IAS 32. Samkvæmt þeim reglum er almennt óheimilt að færa hagnað eða tap í rekstrarreikningi af umbreytingunni. FLE blaðið janúar 2010 • 7

x

FLE blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.