FLE blaðið - 01.01.2010, Page 9

FLE blaðið - 01.01.2010, Page 9
reglum. Beiting reikningsskilareglna er háð mati sem ræðst af staðreyndum og kringumstæðum einstakra viðskipta og það er varasamt að alhæfa í þessum efnum. Endurskipulagning fjárskulda er yfirleitt flókið ferli þar sem margir aðilar koma að og mismunandi samningar eru gerðir. Því hvet ég semjendur reikningsskila til að gefa sér allan þann tíma sem til þarf til að komast að niðurstöðum sem samræmast lögum og reglum, og leita eftir ráðgjöf sérfræðinga, þar sem við á, helst áður en ákvarðanir eru teknar í einstökum málum. Jóhann loan Constantln Solomon ísland og IFRS Erling Tómasson er löggiltur endurskoðandi og starfar hjá Deloitte hf. Inngangur Nú í kjölfar efnahagshrunsins hafa vaknað upp vangaveltur um hvað hafi brugðist og hverjum sé um að kenna. Ég hef velt því fyrir mér hvort hluti vandans felist í reikningsskilum íslenskra fyrirtækja og þ.a.l. þeim fjárhagsupplýsingum sem eiga að leggja grunn að skynsamlegri ákvarðanatöku hins upplýsta lesanda. Ef horft er aftur til uppgjöra íslenskra félaga í Kauphöll sumarið 2008 þá var þar hvert félagið á fætur öðru með gríðarlega sterka eiginfjárstöðu og ekki annað að sjá en þau væru vel í stakk búin að taka á komandi tímum. Fremst í flokki voru árshlutauppgjör stóru bankanna þriggja, sem samanlagt sýndu hundruð milljarða af eigin fé. Flvað gerðist haustið 2008 þekkjum við öll, en sú þróun fær mann til að velta því fyrir sér hvort fjárhagsupplýsingar íslenskra fyrirtækja hafi verið nægilega upplýsandi og áreiðanlegar og ef svo var ekki, hvað hafi þá brugðist og hver sé lærdómurinn. Stærstu fyrirtækin á íslandi og öll þau félög sem eru skráð í Kauphöll íslands gera upp samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum, IFRS. Getur verið að IFRS henti hreinlega ekki á litla íslandi, eða brást okkur Islendingum bogalistin við beitingu staðlanna? Niðurstaða Það eru kostir og gallar við IFRS líkt og öll önnur reikningsskilaregluverk. Það markmið sem varð ofan á í setningu alþjóðlegu staðlanna var að reikningsskilin skyldu draga fram eins góða mynd af raunstöðu félags á hverjum reikningsskiladegi. Til að ná fram sem bestri mynd af raunstöðu þá þarf að færa reikningsskilin frá sögulegum kostnaðartölum til matsvirðis og væntingavirðis og hugtakið gangvirði (e. Fair value) verður mjög fyrirferðarmikið. Undir þeim kringumstæðum vex mikið áhersla á reikningshaldslegt mat stjórnenda og slíkt getur reynst tvíbent sverð. Til þess að veita lesanda reikningsskilanna sem gleggsta mynd af raunstöðu félags þá þarf að fara út fyrir ramma kostnaðarverðsins og sögulegra staðreynda. Brotthvarf til kostnaðarverðs er í mínum huga uppgjöf og ekki til þess fallin að veita notendum reikningsskila gleggri upplýsingar. Mikilvægast er að draga lærdóm af því sem miður hefur farið og bæta úr. IFRS regluverkið er að mínu viti betur til þess fallið að draga fram upplýsandi mynd af afkomu og efnahag fyrirtækja heldur en gömlu kostnaðarverðsreikningsskilin. Því verður ekki neitað að ýmis vandamál eru til staðar við beitingu IFRS. Ég velti því þó fyrir mér hvort vandinn felist ekki í ákveðinni vanþekkingu á regluverkinu og því að grundvallarmarkmið reikningsskila um glögga mynd sé ekki virt, frekar en að vandinn felist í gölluðu regluverki. Gerð fjárhagsupplýsinga íslenskra félaga Notendur árs- og árshlutareikninga eru þeir sem hafa hagsmuna að gæta gagnvart viðkomandi félagi, t.d. fjárfestar, hluthafar, lánveitendur og eftirlitsaðilar. Þessar fjárhagsupplýsingar eru mjög mikilvægur liður í því að gera notendum kleift að taka skynsamlegar ákvarðanir. Mikilvægasta reglan við gerð þessara fjárhagsupplýsinga er sú að þær eiga að gefa glögga mynd (e. True and fair view) af rekstri og efnahag. Til þess að auka áreiðanleika þeirra eru þær jafnan endurskoðaðar og bera með sér áritun endurskoðanda þar sem hann setur fram sitt álit á því hvort þetta grundvallaratriði sé til staðar. Á síðustu árum hefur vægi alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IFRS) aukist mjög mikið í reikningsskilum íslenskra félaga. Skráðum félögum er skylt að beita IFRS við bókhald og ársreikningsgerð, ýmis félög hafa nýtt sér heimild til þess. í ársreikningalögum er búið að innleiða og opna á ýmsar matsreglur alþjóðlegu staðlanna. Fleyrst hafa þær raddir að þessir alþjóðlegu staðlar séu FLE blaðiðjanúar2010 • 9

x

FLE blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.