FLE blaðið - 01.01.2010, Blaðsíða 11
Umræða um atriði sem máli skipta og betur mega fara
Auka þarf eftir fremsta megni umfjöllun um reikningsskil og
fjárhagsupplýsingar félaga á markaði, í þeirri umfjöllun er
æskilegt að fram komi hve stór hluti afkomu er innleystur,
einnig er mikilvægt að umfjöllun um sjóðstreymi sé gert
hærra undir höfði og hún sett í samhengi við þá afkomu sem
birtist í rekstrarreikningi. Til að lesandinn geti fengið traust á
niðurstöðu reikningsskilanna þá þarf að gera kröfu um ítarlegri
upplýsingar varðandi beitingu reikningshaldslegs mats og
allra þeirra lykilstærða sem máli skipta við mat stjórnenda.
Stjórnendur félaga leita oft til ytri aðila eftir aðstoð við sitt
reikningshaldslega mat, t.d. virðisrýrnunarpróf, en hve ábyggileg
og áreiðanleg er sú vinna? Er öruggt að viðkomandi aðilar hafi
þá þekkingu og viðhafi þau gagnrýnu vinnubrögð sem skylda
ber til? Er þar um að ræða sjálfstætt mat viðkomandi ytri aðila,
eða felst hans vinna í útreikningum sem byggja á forsendum
sem stjórnendur láta honum í té? Ætti mögulega að birta slíkar
skýrslur opinberlega í tengslum við birtingu uppgjöra þar sem
stuðst er við niðurstöður þeirra?
Til að auka óhæði endurskoðandans og styrkja traust á
áritun hans er mikilvægt að skoða af fullum hug hvort ekki
sé þörf á því að endurskoðun félaga skráðra á markaði flytjist
með reglubundnum hætti milli endurskoðenda og þá milli
endurskoðunarstofa en ekki einstaklinga.
Ýmsar hæfiskröfur eru gerðar til aðila sem sitja í stjórnum
félaga. Þegar félög birta fjárhagsupplýsingar sem eru jafn
háðar reikningshaldslegu mati og raun beri vitni þá ætti það að
vera skýlaus krafa að innan stjórnar sé viðamikil og raunveruleg
þekking á því regluverki sem reikningsskil eru unnin útfrá.
Ef þá þekkingu og þann skilning skortir hjá stjórnarmönnum,
hvernig geta þeir þá metið áreiðanleika þeirra reikninga sem
stjórnendur vinna fyrir þá, það er jú stjórn félagsins sem
staðfestir reikninginn og leggur hann fram.
Þeir stjórnendur sem semja reikningsskilin eru oft á tíðum
löggiltir endurskoðendur sem ætti að bera með sér að þeir þekki
vel reikningsskilaregluverkið, en það er þó ekki sjálfgefið. Þeir
sem og aðrir stjórnendur þurfa stöðugt að halda sinni þekkingu
við og mega aldrei gleyma grunntilgangi reikningsskilanna,
þ.e. hinni glöggu mynd, þrátt fyrir þann þrýsting sem oft er til
staðar.
Opinbert eftirlit með reikningsskilum skráðra félaga er
mjög mikilvægt. Því miður þá hefur það eftirlit brugðist og
slíkt er óásættanlegt nú á tímum. Hið opinbera verður að setja
fjármagn í styrkingu þess eftirlits og væri fyrsta skrefið í rétta
átt að láta það eftirlitsgjald sem tekið er af félögum sem beita
IFRS renna til slíkrar eftirlitsstofnunar.
IASB hefur brugðist við gagnrýni á IFRS staðlana með því
að setja á laggirnar nýtt regluverk, IFRS fyrir lítil og meðalstór
félög (SME). Þetta er jákvæð þróun og mikilvægt að FLE fylgi
þessu máli vel eftir og sjái til þess að innleiðing á því regluverki
hér á íslandi gangi sem best fyrir sig. Jafnframt þarf að skoða
hvort ekki sé rétt að fella íslensk ársreikningalög að þessu nýja
regluverki.
Erling Tómasson
Fyrsta konan með löggildingu - viðtal
Guðríður Kristófersdóttir er löggiltur endurskoðandi hjá PwC hf.
„Við vorum þrjár stelpumar sem fórum í löggildingarprófin,
Karlotta, Erna Bryndís og ég. Því miður veiktist Karlotta og
náði því ekki að Ijúka öllum prófunum eins og við Erna Bryndís.
Á vegi Ernu Bryndísar var hins vegar önnur hindrun sem var
aldurinn. Þrátt fyrir að hafa náð öllum prófunum þurfti Erna
Bryndís að bíða að mig minnir í eitt ár eða þar til hún var orðin
25 ára eftir að geta fengið löggildinguna. Aldursákvæðið , þ.e.
að hafa náð 25 ára aldri, var eitt af skilyrðunum fyrir að hljóta
löggildingu segir Guðríður. „Þess vegna varð ég sú fyrsta,
en það hefði verið gaman ef við hefðum allar þrjár fengið
löggildinguna á þessum tíma" bætir hún við með svolítilli
eftirsjá í röddinni.
Reykjavíkurmær
Guðríður er alin upp á Skólavörðuholtinu, var í Miðbæjarskólanum
og fór svo þaðan í Verslunarskólann. Hún er því ekta
Reykjavíkurbarn sem naut góðs af frjálsræði þessa tíma þegar
börnin gátu leikið sér úti. Þá voru líka miklu fleiri börn í hverri
fjölskyldu en er í dag og Þingholtin voru skemmtilegt leiksvæði.
„Ég vann í fiski sem unglingur, líka í mjólkurbúð eitt sumar og
upp úr því vann ég í banka. Tók svo stúdentspróf frá Versló og
fór eftir það að vinna hjá endurskoðunarskrifstofu. Ég ætlaði
reyndar að fara í viðskiptafræði í Háskólanum en ég hugsaði
með mér að það væri allt í lagi að prufa að vinna þarna, sem
varð svo til að ég sleppti alveg háskólanáminu. Skrifstofan var
N. Manscher & Co. sem er forveri PricewaterhouseCoopers
FLE blaðid janúar 2010 • 11