FLE blaðið - 01.01.2010, Blaðsíða 12

FLE blaðið - 01.01.2010, Blaðsíða 12
og starfsmenn voru þá 11 talsins" segir hún og hugsar til baka. Vélritun skipti sköpum „Lífið er ekkert nema tilviljun" segir hún. „Það var tilviljun að ég fór í Versló og tilviljun að ég gerðist endurskoðandi" bætir hún við. „Kennarinn minn í Miðbæjarskólanum hvatti mig til að fara í Versló. Já hvers vegna ekki hugsaði ég. Ég ákvað að skella mér í inntökuprófin og náði inn". Það er með Guðríði eins og svo marga endurskoðendur að viðskiptafögin lágu vel fyrir henni sem leiddi til þess að skólinn benti á hana þegar endurskoðendastofa var að leita hófanna með nema. „Ég fór í viðtal til Sigurðar Jónssonar sem var eigandi N. Manscher & Co. á þessum tíma og varð að sýna fram á að ég kynni bæði vélritun og á reiknivél. Það var staðið yfir mér og fylgst með á meðan ég vann verkefnin sem sett voru fyrir mig. Þeir hafa væntanlega ætlað sér að grípa til mín í vélritun á ársreikningum ef á þyrfti að halda en sem betur fer varð aldrei neitt úr því" segir hún svolítið sposk á svipinn. Erfitt nám „Viðtalið gekk vel og ég komst á nemasamning hjá N. Manscher & Co. Auk vinnunnar á skrifstofunni byggðist endurskoðunarnámið upp á kvöldnámskeiðum á haustin. Segja má að námskeiðin hafi verið fyrri hlutinn að löggildingunni á meðan sjálf löggildingarprófin voru seinni hlutinn. Eftir hvert fag sem stóð eina haustönn var farið í próf. Ef nemandi féll á prófinu var hann dottinn úr lestinni og þurfti að byrja námskeiðin alveg frá grunni og líka að taka upp þau fög sem viðkomandi hafði þegar staðist. Viðskiptafræðingarnir og lögfræðingarnir gátu sleppt fyrstu námskeiðunum við hin urðum að taka allan pakkann. Af þeim 60 sem byrjuðu á námskeiðunum um leið og ég, auk viðskiptafræðinganna og lögfræðinganna, voru við einungis 15 sem náðum að fara í gegnum bæði fyrri og seinni hluta námsins og standast öll prófin í fyrstu tilraun. Það var þá alveg eins og í dag erfitt að komast í gegnum námið. Við fórum í löggildingarprófin 1974 en eftir erfiða fæðingu lá niðurstaðan loks fyrir um páskaleytið 1975" segir hún svo snögg upp á lagið. Frelsi til að ala upp börnin „Ég á tvö börn og þrjú barnabörn" segir hún stolt í bragði. „Ég hætti í lok ársins 1976 þegar ég gekk með seinna barnið því það þótti ekki við hæfi að standa í barneignum „yfir hávertíðina" svo ég réði mig bara á meðan til að sjá um bókhald hjá tveimur fyrirtækjum. Ég kom mér upp ágætis vinnuaðstöðu heima við og hafði frelsi til að ráða tíma mínum sjálf - gerði þetta til að geta alið upp börnin mín. Við hugleiddum það samt hjónin, hvort ég ætti að fara út á vinnumarkaðinn aftur en hann tæki að sér að sjá um heimilið og barnauppeldið en ákváðum svo að betra væri ef ég yrði heima" og hún sér ekki eftir því þegar hún lítur til baka. Kvenmanns- eða karlastarf? „Ég hugsaði aldrei um starfið sem kvenmanns- eða karlastarf, hugleiddi aldrei kynjahlutverkið í þessu sambandi. Ég man heldur ekki eftir að nokkur hafi gert athugasemdir um það að ég sem kona færi í þetta starf. Það lá einhvern veginn beint við að ég færi f þetta því ég hef haft gaman af tölum, alveg frá barnsaldri" bætir hún við, svona eins og til staðfestingar. „Ég sé heldur ekki kynjamun í stéttinni, en það á við um konur í þessari stétt eins og konur almennt að þær eru mun nákvæmari að eðlisfari en karlar sem reyndar getur verið hvort heldur sem er kostur eða löstur. Ef hægt er að tala um kynjamun í stéttinni þá fá konur líklega ívið hægari framgang sem eigendur (partner) en karlar, ég held samt að það hafi breyst því kynið skiptir í raun engu máli heldur fyrst og fremst persónan sem slík" segir hún með áherslu. Fjölbreytiieiki „Fyrsta verkefnið mitt í endurskoðun var hjá Vita- og hafnarmálaskrifstofnun og mér var í raun bara hent út í djúpu laugina. Annars hef ég verið mjög heppin með hvað ég hef fengið að takast á við í starfi og fengið fjölbreytt verkefni. Fyrstu árin var tekið tillit til þess að maður var með lítið barn en álagið kom svo eftir það. Ég vann mikið fyrir stór fyrirtæki bæði við endurskoðun og uppgjör. En okkur gekk vel að samlaga vinnu og fjölskyldu enda átti ég skilningsríkan eiginmann" segir hún brosandi og bætir svo við „það sést best á því að við erum búin að vera gift í 38 ár. Mér finnst reyndar vinnan í reikningshaldi og uppgjöri mun skemmtilegri en endurskoðun" segir hún svo „en fjölbreytileikinn skiptir þó mestu máli" klykkir hún út með. Grænn penni og stimplar „Ég virðist vera lotumanneskja" segir Guðríður og bætir við að nú sé hafin þriðja lotan hennar hjá PricewaterhouseCoopers. „Það hefur orðið mikil breyting á milli þessara tímabila sem ég hef verið hjá félaginu því þróunin í endurskoðun hefur verið hröð" segir hún og útskýrir betur hvað hún á við. „Sjáðu til, þegar ég byrjaði í endurskoðun þá gekk hún út á það að yfirfara fylgiskjöl og bera saman við handskrifaðar dagbækur, fylgiskjölin stimpluð sem yfirfarin og í dagbókina var merkt við færslur með grænum penna" segir hún og stimplar með hendinni á borðið fyrir framan sig og hlær við. „Þannig gat maður séð hvað maður var búinn að fara yfir í dagbókinni. Svo breyttist þetta og maður þurfti ekki lengur að stimpla fylgiskjölin" segir hún og brosir. „Reiknivélarnar voru einfaldari í þá daga. Margföldun var í raun framkvæmd með samlagningu en þó þannig að fyrir hvern tug sem átti að margfalda þurfti að færa til takka. Mér er minnisstætt þegar ég sá fyrstu elektrónisku reikningsvélina. Ég var að endurskoða í fyrirtæki úti í bæ þegar fyrsta vélin var keypt af því fyrirtæki. Þetta þótti slíkt undratæki að seljandinn kom sjálfur með vélina til þess að kenna á hana og starfsfólkið safnaðist saman í kringum hann til þess að læra á vélina." segir hún og hlær við tilhugsunina. „Þegar ég byrjaði aftur að vinna hjá PwC árið 1988, lota númer tvö, voru tölvurnar að koma til sögunnar. Fyrst vorum við tvö saman með tölvu og skiptumst á með að nota hana. Líklega var þetta IBM tölva ef ég man rétt" segir hún og hnyklar brúnirnar. Guðríður skipti um starf árið 12 • FLE blaðið janúar2010

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.